„Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2021 22:10 Kveðjuleikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Breiðablik var gegn Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain í kvöld. vísir/vilhelm Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. „Þetta var kröftugur leikur hjá okkur, sérstaklega í vörninni. Við lokuðum vel á þær og vorum sterkar í návígum. Svo áttum við fína kafla og fengum tækifæri til að skora en það gekk ekki. Ég held að þetta hafi verið fín byrjun á þessari riðlakeppni og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Það hlýtur að vera að liðið geti náð góðum árangri ef við spilum svona,“ sagði Vilhjálmur á blaðamannafundi eftir leik. Hann segir að Blikar hafi farið inn í leikinn fullar sjálfstrausts og ætlað sér að ná í stig gegn frönsku meisturunum. Einbeittur og hungraður hópur „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér sem 1-1 leik og það stefndi í það á tímabili. Við höfðum mikla trú á verkefninu. Og það sem hefur skipt miklu máli fyrir okkur að undanförnu er að hópurinn hefur verið mjög einbeittur og hungraður. Það skein í gegn í dag og er komið til að vera í þessari keppni. Það verður erfitt að koma hingað og spila gegn Breiðabliki,“ sagði Vilhjálmur. „Mér fannst liðið flott og búa til flotta kvöldstund fyrir tæplega 1500 áhorfendur. Við buðum upp á fínan leik gegn einu besta liði í heimi.“ Virkilega gaman að enda þetta svona Vilhjálmur var heiðraður eftir leik, þakkað fyrir góð störf og áhorfendur á Kópavogsvelli klöppuðu honum lof í lófa. „Þetta var æðislegt. Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er stutt á milli leikja og við gátum ekki eytt heilli viku í undirbúning. Við notuðum eiginlega bara eina æfingu til að undirbúa þessar varnarfærslur. Svo byggjum við alltaf á okkar leik. Það var virkilega gaman að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Sjá meira
„Þetta var kröftugur leikur hjá okkur, sérstaklega í vörninni. Við lokuðum vel á þær og vorum sterkar í návígum. Svo áttum við fína kafla og fengum tækifæri til að skora en það gekk ekki. Ég held að þetta hafi verið fín byrjun á þessari riðlakeppni og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Það hlýtur að vera að liðið geti náð góðum árangri ef við spilum svona,“ sagði Vilhjálmur á blaðamannafundi eftir leik. Hann segir að Blikar hafi farið inn í leikinn fullar sjálfstrausts og ætlað sér að ná í stig gegn frönsku meisturunum. Einbeittur og hungraður hópur „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér sem 1-1 leik og það stefndi í það á tímabili. Við höfðum mikla trú á verkefninu. Og það sem hefur skipt miklu máli fyrir okkur að undanförnu er að hópurinn hefur verið mjög einbeittur og hungraður. Það skein í gegn í dag og er komið til að vera í þessari keppni. Það verður erfitt að koma hingað og spila gegn Breiðabliki,“ sagði Vilhjálmur. „Mér fannst liðið flott og búa til flotta kvöldstund fyrir tæplega 1500 áhorfendur. Við buðum upp á fínan leik gegn einu besta liði í heimi.“ Virkilega gaman að enda þetta svona Vilhjálmur var heiðraður eftir leik, þakkað fyrir góð störf og áhorfendur á Kópavogsvelli klöppuðu honum lof í lófa. „Þetta var æðislegt. Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er stutt á milli leikja og við gátum ekki eytt heilli viku í undirbúning. Við notuðum eiginlega bara eina æfingu til að undirbúa þessar varnarfærslur. Svo byggjum við alltaf á okkar leik. Það var virkilega gaman að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30