Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2021 13:37 Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Vísir/Vilhelm 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. Síðasta sumar slösuðust 72 börn en það er ekki mikil aukning þar sem 68 börn slösuðust sumarið 2020. Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Um helgar var áðurnefnt meðaltal 3,7 en það var 2,2 á virkum dögum. „Einnig er sláandi að um helgar verður rúmur helmingur þessara slysa á tímabilinu frá klukkan ellefu að kvöldi til fimm að morgni,“ segir í tilkynningu frá bráðamóttökunni. Í tilkynningunni segir að fólk eigi ekki að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis. Í tilkynningunni segir að tölurnar þurfi að skoða í samhengi við þá miklu aukningu sem hafi orðið í notkun rafhlaupahjóla á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fyrirtækjum sem leigja út rafhlaupahjól fjölgað og síðustu ár hafi um tuttugu þúsund rafhlaupahjól í einkaeigu verið flutt til landsins. Miðað við það megi áætla að hátt í milljón ferðir hafi verið farnar á rafhlaupahjólum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Þá er vísað í rannsókn sem birt var í Læknablaðinu í vor þar sem fram koma að um fjörutíu prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjólaslysa hafi verið undir áhrifum áfengis. Tölur sumarsins ýti undir þær niðurstöður. Sjá einnig: Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Að endingu segir að efla þurfi öryggi á rafhlaupahjólum. Þó þau séu ódýr og umhverfisvænn samgöngumáti fylgi þeim nokkur slysatíðni og vegna mikilla vinsælda sé brýnt að halda áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. Þar að auki sé líklegt að bættar almenningssamgöngur að næturlagi um helgar gætu dregið úr slysatíðni. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Landspítalinn Tengdar fréttir Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Síðasta sumar slösuðust 72 börn en það er ekki mikil aukning þar sem 68 börn slösuðust sumarið 2020. Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Um helgar var áðurnefnt meðaltal 3,7 en það var 2,2 á virkum dögum. „Einnig er sláandi að um helgar verður rúmur helmingur þessara slysa á tímabilinu frá klukkan ellefu að kvöldi til fimm að morgni,“ segir í tilkynningu frá bráðamóttökunni. Í tilkynningunni segir að fólk eigi ekki að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis. Í tilkynningunni segir að tölurnar þurfi að skoða í samhengi við þá miklu aukningu sem hafi orðið í notkun rafhlaupahjóla á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fyrirtækjum sem leigja út rafhlaupahjól fjölgað og síðustu ár hafi um tuttugu þúsund rafhlaupahjól í einkaeigu verið flutt til landsins. Miðað við það megi áætla að hátt í milljón ferðir hafi verið farnar á rafhlaupahjólum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Þá er vísað í rannsókn sem birt var í Læknablaðinu í vor þar sem fram koma að um fjörutíu prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjólaslysa hafi verið undir áhrifum áfengis. Tölur sumarsins ýti undir þær niðurstöður. Sjá einnig: Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Að endingu segir að efla þurfi öryggi á rafhlaupahjólum. Þó þau séu ódýr og umhverfisvænn samgöngumáti fylgi þeim nokkur slysatíðni og vegna mikilla vinsælda sé brýnt að halda áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. Þar að auki sé líklegt að bættar almenningssamgöngur að næturlagi um helgar gætu dregið úr slysatíðni.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Landspítalinn Tengdar fréttir Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43