FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2021 22:45 Larry Nassar afplánar nú jafngildi lífstíðardóms í fangelsi fyrir brot sín gegn fjölda fimleikakvenna. Vísir/Getty Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. Nassar braut gegn fjölda ungra fimleikastúlkna og kvenna, bæði í starfi sínu sem liðslæknir fimleikalandsliðsins og hjá Ríkisháskólanum í Michigan. Hann var sakfelldur fyrir kynferðislega misnotkun og vörslu á barnaklámi og afplánar nú jafngildi lífstíðarfangelsisdóms. Alríkislögreglan fékk fyrst vitneskju um stórfelld brot Nassar árið 2015 þegar Fimleikasamband Bandaríkjanna tilkynnti henni um þau. Þar dagaði málið uppi. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins fór hörðum orðum um tvo fulltrúa alríkislögreglunnar og hvernig þeir tóku á máli Nassar. Yfirmenn á skrifstofu FBI í Indianapolis hefðu ekki gert yfirvöldum í þeim ríkjum og sýslum sem Nassar framdi brotin viðvart um þau. Einn þeirra hefði logið að rannsakendum endurskoðandans til að hylma yfir eigin hagsmunaárekstra og mistök FBI, að því er segir í frétt New York Times. Yfirsjónir FBI hafi leitt til þess að Nassar hafi gefist tími til að brjóta á enn fleiri stúlkum áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann á endanum. Á fjórða hundrað stúlkna og kvenna hafa sakað Nassar um að brjóta á sér, þar á meðal Simone Biles, fremsta fimleikakona heims. Dómsmálaráðuneytið kaus að ákæra ekki FBI-fulltrúana fyrir framferði sitt á sínum tíma. Afar fátítt er sagt að ráðuneytið kjósi að endurskoða slíka ákvörðun. Simone Biles þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um brot Nassar og mistök FBI í síðasta mánuði.AP/Saul Loeb Ræddi við yfirmann fimleikasambandsins um starf Þegar ásakanirnar á hendur Nassar komu inn á borð FBI í Indianapolis átti W. Jay Abbott, yfirmaður útibúsins þar í viðræðum við forseta bandaríska fimleikasambandsins um starf fyrir Ólympíunefndina. Í skýrslu innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Abbot hafi sótt um starfið en ekki fengið það. Hann laug að rannsakendum að hann hefði ekki sóst eftir starfinu. Abbott er hættur störfum fyrir FBI. Michael Langeman, yfirmaður hjá FBI í Indianapolis, var rekinn í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa logið að rannsakendum til þess að gera sem minnst úr mistökum sínum eða réttlæta þau, að sögn Washington Post. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Lisa O. Monaco, aðstoðardómsmálaráðherra, hafa bæði eðist afsökunar á mistökum FBI í máli Nassar. Biles og fleiri fimleikakonur báru vitni um brot Nassar og mistök FBI á dögunum. Þar sagðist Biles kenna Nassar um en einnig „heilu kerfi sem gerðu brot hans möguleg og framlengdi þau“. Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12 Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Nassar braut gegn fjölda ungra fimleikastúlkna og kvenna, bæði í starfi sínu sem liðslæknir fimleikalandsliðsins og hjá Ríkisháskólanum í Michigan. Hann var sakfelldur fyrir kynferðislega misnotkun og vörslu á barnaklámi og afplánar nú jafngildi lífstíðarfangelsisdóms. Alríkislögreglan fékk fyrst vitneskju um stórfelld brot Nassar árið 2015 þegar Fimleikasamband Bandaríkjanna tilkynnti henni um þau. Þar dagaði málið uppi. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins fór hörðum orðum um tvo fulltrúa alríkislögreglunnar og hvernig þeir tóku á máli Nassar. Yfirmenn á skrifstofu FBI í Indianapolis hefðu ekki gert yfirvöldum í þeim ríkjum og sýslum sem Nassar framdi brotin viðvart um þau. Einn þeirra hefði logið að rannsakendum endurskoðandans til að hylma yfir eigin hagsmunaárekstra og mistök FBI, að því er segir í frétt New York Times. Yfirsjónir FBI hafi leitt til þess að Nassar hafi gefist tími til að brjóta á enn fleiri stúlkum áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann á endanum. Á fjórða hundrað stúlkna og kvenna hafa sakað Nassar um að brjóta á sér, þar á meðal Simone Biles, fremsta fimleikakona heims. Dómsmálaráðuneytið kaus að ákæra ekki FBI-fulltrúana fyrir framferði sitt á sínum tíma. Afar fátítt er sagt að ráðuneytið kjósi að endurskoða slíka ákvörðun. Simone Biles þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um brot Nassar og mistök FBI í síðasta mánuði.AP/Saul Loeb Ræddi við yfirmann fimleikasambandsins um starf Þegar ásakanirnar á hendur Nassar komu inn á borð FBI í Indianapolis átti W. Jay Abbott, yfirmaður útibúsins þar í viðræðum við forseta bandaríska fimleikasambandsins um starf fyrir Ólympíunefndina. Í skýrslu innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Abbot hafi sótt um starfið en ekki fengið það. Hann laug að rannsakendum að hann hefði ekki sóst eftir starfinu. Abbott er hættur störfum fyrir FBI. Michael Langeman, yfirmaður hjá FBI í Indianapolis, var rekinn í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa logið að rannsakendum til þess að gera sem minnst úr mistökum sínum eða réttlæta þau, að sögn Washington Post. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Lisa O. Monaco, aðstoðardómsmálaráðherra, hafa bæði eðist afsökunar á mistökum FBI í máli Nassar. Biles og fleiri fimleikakonur báru vitni um brot Nassar og mistök FBI á dögunum. Þar sagðist Biles kenna Nassar um en einnig „heilu kerfi sem gerðu brot hans möguleg og framlengdi þau“.
Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12 Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12
Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15
Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17