Ásta Eir: „Þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. október 2021 22:00 Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, segir það ekki vera af ástæðulausu að liðið sé að fara að spila á stærsta sviði Evrópu. Mynd/Skjáskot Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, spilaði með liðinu gegn Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum og hún er aftur í liðinu þegar að PSG heimsækir Breiðablik í Meistaradeild Evrópu á morgun. Hún segir að bæði Blikar og PSG séu mep breytt lið frá því seinast, og að franska liðið sé jafnvel sterkara nú en þá. „Ég held að þær séu alveg sterkari, þær eru náttúrulega ríkjandi meistarar í Frakklandi,“ sagði Ásta. „En það eru breytingar á báðum liðum og þetta verður bara virkilega erfiður leikur. Þær eru mjög góðar.“ Ásta segir að þrátt fyrir að leikmenn liðsins ætli sér að njóta þess að vera að fara að spila á stærsta sviði Evrópu þá séu þær ekki komnar þetta langt að ástæðulausu. „Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið. En við erum komnar hingað af ástæðu og við ætlum ekkert að fara að slaka á núna. Þetta er líka bara risa tækifæri fyrir leikmennina og við erum allar tilbúnar að grípa þessi tækifæri.“ „Það er bara að njóta þess, en við ætlum líka að sækja stigin og við ætlum að ná úrslitum í þessum riðli.“ Samkvæmt styrkleikalista evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er PSG fimmta sterkasta kvennalið Evrópu. Ásta segir að markmið liðsins sé að spila góðan varnarleik, og að refsa frönsku meisturunum þegar að tækifærin gefast. „Auðvitað er þetta risastór leikur og verður ótrúlega erfitt. Þannig að við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur.“ „Aðal markmiðið okkar í þessum leik er að spila góðan varnarleik og halda markinu hreinu sem lengst. Vonandi getum við svo refsað þeim inn á milli.“ Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, verður í hópnum sem mætir PSG á morgun og Ásta segir það ótrúlega skemmtilegt að fá að spila leik af þessari stærðargráðu við hlið systur sinnar. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Við erum þarna hlið við hlið í vörninni og þekkjum hvora aðra mjög vel. Það er bara frábært fyrir okkur að taka þátt í þessu saman.“ „Við höfum verið að vinna titla og svona saman þannig að þetta er extra sætt.“ En hvað þurfa Blikar að gera til að ná í úrslit á móti liði eins og PSG að mati Ástu? „Við þurfum að vera mjög þéttar fyrir og tala saman. Eiginlega bara tala þær í kaf því þær skilja ekkert hvað við erum að segja.“ „Bara vera mjög þéttar og ekki gefa einhver ódýr færi á okkur eða óþarfa aukaspyrnur eða hornspyrnur. Við þurfum bara að vera með fulla einbeitingu í 90 mínútur og eins og ég segi að nýta tækifærin inn á milli þegar við fáum þau. Svo sjáum við bara hvað setur,“ sagði Ásta að lokum. Viðtalið við Ástu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira
„Ég held að þær séu alveg sterkari, þær eru náttúrulega ríkjandi meistarar í Frakklandi,“ sagði Ásta. „En það eru breytingar á báðum liðum og þetta verður bara virkilega erfiður leikur. Þær eru mjög góðar.“ Ásta segir að þrátt fyrir að leikmenn liðsins ætli sér að njóta þess að vera að fara að spila á stærsta sviði Evrópu þá séu þær ekki komnar þetta langt að ástæðulausu. „Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið. En við erum komnar hingað af ástæðu og við ætlum ekkert að fara að slaka á núna. Þetta er líka bara risa tækifæri fyrir leikmennina og við erum allar tilbúnar að grípa þessi tækifæri.“ „Það er bara að njóta þess, en við ætlum líka að sækja stigin og við ætlum að ná úrslitum í þessum riðli.“ Samkvæmt styrkleikalista evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er PSG fimmta sterkasta kvennalið Evrópu. Ásta segir að markmið liðsins sé að spila góðan varnarleik, og að refsa frönsku meisturunum þegar að tækifærin gefast. „Auðvitað er þetta risastór leikur og verður ótrúlega erfitt. Þannig að við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur.“ „Aðal markmiðið okkar í þessum leik er að spila góðan varnarleik og halda markinu hreinu sem lengst. Vonandi getum við svo refsað þeim inn á milli.“ Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, verður í hópnum sem mætir PSG á morgun og Ásta segir það ótrúlega skemmtilegt að fá að spila leik af þessari stærðargráðu við hlið systur sinnar. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Við erum þarna hlið við hlið í vörninni og þekkjum hvora aðra mjög vel. Það er bara frábært fyrir okkur að taka þátt í þessu saman.“ „Við höfum verið að vinna titla og svona saman þannig að þetta er extra sætt.“ En hvað þurfa Blikar að gera til að ná í úrslit á móti liði eins og PSG að mati Ástu? „Við þurfum að vera mjög þéttar fyrir og tala saman. Eiginlega bara tala þær í kaf því þær skilja ekkert hvað við erum að segja.“ „Bara vera mjög þéttar og ekki gefa einhver ódýr færi á okkur eða óþarfa aukaspyrnur eða hornspyrnur. Við þurfum bara að vera með fulla einbeitingu í 90 mínútur og eins og ég segi að nýta tækifærin inn á milli þegar við fáum þau. Svo sjáum við bara hvað setur,“ sagði Ásta að lokum. Viðtalið við Ástu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira