Takmarkanir óbreyttar til 20. október Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2021 14:07 Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs Covid-19. Ný regluferð gildir í tvær vikur, til 20. október. Sóttvarnalæknir vildi framlengja takmarkanir um einn mánuð. Reglugerðin kveður meðal annars á um 500 manna fjöldamörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða. Hún kemur í stað fyrri reglugerðar sem gilti til miðnættis. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis lagði hann til að reglugerði yrði framlengd óbreytt í að minnsta kosti einn mánuð. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur þó fram að heilbrigðisráðherra hafi þótt rétt að framlengja þær takmarkanir sem voru í gildi um tvær vikur, til 20. október næstkomandi. „Í ljósi þróunar faraldursins erlendis og reynslunnar hérlendis af fullri afléttingu takmarkana þá tel ég varhugavert að slaka meira á þeim sóttvarnaaðgerðum innanlands en þeim sem nú eru í gildi“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er þróun faraldursins rakin frá því að öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum hér á landi var aflétt 26. júní síðastliðinn og slakað á sýnatökum hjá farþegum á landamærunum. Bendir Þórólfur á að þessar tilslakanir hafi verið gerðar í ljósi þess að smit innanlands voru fátíð og um 70 prósent þjóðarinnar fullbólusett. Tveimur til þremur vikum eftir afléttingu sóttvarnaaðgerða hafi smitum innanlands tekið að fjölga, fjölgun hafi orðið á innlögnum á Landspítala og alvarleg veikindi aukist. Í þessari bylgju hafi smit og alvarleg veikindi verið algengari en áður hjá óbólusettum börnum og tvö alvarlega veik börn lagst inn á sjúkrahús. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær. 5. október 2021 11:15 31 greindist smitaður í gær Alls greindist 31 einstaklingur með kórónaveiruna innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 20 óbólusettir. Fimmtán einstaklingar voru utan sóttkvíar við greiningu. 5. október 2021 10:50 Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Reglugerðin kveður meðal annars á um 500 manna fjöldamörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða. Hún kemur í stað fyrri reglugerðar sem gilti til miðnættis. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis lagði hann til að reglugerði yrði framlengd óbreytt í að minnsta kosti einn mánuð. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur þó fram að heilbrigðisráðherra hafi þótt rétt að framlengja þær takmarkanir sem voru í gildi um tvær vikur, til 20. október næstkomandi. „Í ljósi þróunar faraldursins erlendis og reynslunnar hérlendis af fullri afléttingu takmarkana þá tel ég varhugavert að slaka meira á þeim sóttvarnaaðgerðum innanlands en þeim sem nú eru í gildi“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er þróun faraldursins rakin frá því að öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum hér á landi var aflétt 26. júní síðastliðinn og slakað á sýnatökum hjá farþegum á landamærunum. Bendir Þórólfur á að þessar tilslakanir hafi verið gerðar í ljósi þess að smit innanlands voru fátíð og um 70 prósent þjóðarinnar fullbólusett. Tveimur til þremur vikum eftir afléttingu sóttvarnaaðgerða hafi smitum innanlands tekið að fjölga, fjölgun hafi orðið á innlögnum á Landspítala og alvarleg veikindi aukist. Í þessari bylgju hafi smit og alvarleg veikindi verið algengari en áður hjá óbólusettum börnum og tvö alvarlega veik börn lagst inn á sjúkrahús. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær. 5. október 2021 11:15 31 greindist smitaður í gær Alls greindist 31 einstaklingur með kórónaveiruna innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 20 óbólusettir. Fimmtán einstaklingar voru utan sóttkvíar við greiningu. 5. október 2021 10:50 Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær. 5. október 2021 11:15
31 greindist smitaður í gær Alls greindist 31 einstaklingur með kórónaveiruna innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 20 óbólusettir. Fimmtán einstaklingar voru utan sóttkvíar við greiningu. 5. október 2021 10:50
Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07