90 ára og stendur á haus alla daga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. október 2021 20:03 Óskar Hafsteinn stendur á haus nær daglega inn í svefnherbergi hjá sér, oftast í 4 til 5 mínútur í senn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar Hafsteinn Ólafsson, níræður íbúi á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að halda sér í góðu formi. Einn hluti af því er að standa á haus í fjórar til fimm mínútur alla morgna. Óskar Hafsteinn og kona hans, Margrét Steina Gunnarsdóttir búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfossi. Óskar varð 90 ára 23. september síðastliðinn en hann er fyrrverandi kennari og aðstoðarskólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Óskar er mjög duglegur að hreyfa sig, hann fer til dæmis í sund á hverjum degi, fer mikið á gönguskíði á veturna og stundar aðra útivist. Æfingar hans í svefnherberginu vekja hins vegar hvað mesta athygli því þar fer hann nánast daglega og stendur á haus í nokkrar mínútur. „Það er ekkert mál að standa á haus, mér finnst það ekkert merkilegt, enda hef ég gert þetta frá því að ég var strákur í Fagradal í Mýrdal, ásamt þremur öðrum strákum. Okkur þótti þetta svo merkilegt að þegar við heyrðum í bíl, þegar við vorum til dæmis að raka eða í einhverjum störfum, þá fleygðum við frá okkur hrífunni og stóðum á haus á meðan bílinn fór fram hjá. Og það gladdi okkur mjög þegar við heyrðum það þegar að fólk, sem hafði verið á ferð úr Reykjavík að það hafi verið að tala um það, „Hvernig er það með þessa stráka í Fagradal, standa þeir allan daginn á haus,““ segir Óskar Hafsteinn þegar hann rifjar upp sveitaárin í Fagradal. Óskar segir það gera sér mjög gott að standa á haus. „Já, ég tel það auka blóðstreymi um líkamann og maður hefur gott af þessu, þetta er góð hreyfing. Það er í mínum huga mjög mikilvægt fyrir eldra fólk að hreyfa sig eins og að ganga og synda eða hjóla, það er mjög nauðsynlegt.“ En hvað ætlar Óskar að standa á haus mörg ár í viðbót? „Það er bara eftir því hvað mér verða gefin mörg ár, á meðan ég tóri þá held ég þessu við." Óskar Hafsteinn og Margrét Steina búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfoss. Margrét stendur ekki á haus, hún lætur eiginmanninn alfarið um þá iðju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Óskar Hafsteinn og kona hans, Margrét Steina Gunnarsdóttir búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfossi. Óskar varð 90 ára 23. september síðastliðinn en hann er fyrrverandi kennari og aðstoðarskólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Óskar er mjög duglegur að hreyfa sig, hann fer til dæmis í sund á hverjum degi, fer mikið á gönguskíði á veturna og stundar aðra útivist. Æfingar hans í svefnherberginu vekja hins vegar hvað mesta athygli því þar fer hann nánast daglega og stendur á haus í nokkrar mínútur. „Það er ekkert mál að standa á haus, mér finnst það ekkert merkilegt, enda hef ég gert þetta frá því að ég var strákur í Fagradal í Mýrdal, ásamt þremur öðrum strákum. Okkur þótti þetta svo merkilegt að þegar við heyrðum í bíl, þegar við vorum til dæmis að raka eða í einhverjum störfum, þá fleygðum við frá okkur hrífunni og stóðum á haus á meðan bílinn fór fram hjá. Og það gladdi okkur mjög þegar við heyrðum það þegar að fólk, sem hafði verið á ferð úr Reykjavík að það hafi verið að tala um það, „Hvernig er það með þessa stráka í Fagradal, standa þeir allan daginn á haus,““ segir Óskar Hafsteinn þegar hann rifjar upp sveitaárin í Fagradal. Óskar segir það gera sér mjög gott að standa á haus. „Já, ég tel það auka blóðstreymi um líkamann og maður hefur gott af þessu, þetta er góð hreyfing. Það er í mínum huga mjög mikilvægt fyrir eldra fólk að hreyfa sig eins og að ganga og synda eða hjóla, það er mjög nauðsynlegt.“ En hvað ætlar Óskar að standa á haus mörg ár í viðbót? „Það er bara eftir því hvað mér verða gefin mörg ár, á meðan ég tóri þá held ég þessu við." Óskar Hafsteinn og Margrét Steina búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfoss. Margrét stendur ekki á haus, hún lætur eiginmanninn alfarið um þá iðju.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira