Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Árni Sæberg skrifa 1. október 2021 22:36 Mikil skjálftavirkni hefur verið við Keili síðustu daga Vísir/Vilhelm Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. Skjálftarnir eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins við Geldingadali. Af þeim tvö þúsund skjálftum sem mælst hafa, hafa sex þeirra verið yfir þremur að stærð. Skjálftavirknin virðist vera áþekk því sem sást fyrir aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu. Öflugasti skjálfti hrinunnar varð í hádeginu í dag, um 3,8 að stærð. Hann fannst víða í höfuðborginni en ekki eins vel í Reykjanesbæ, þrátt fyrir að upptök hans hafi verið þar skammt frá. Íbúar Voga skuli vera tilbúnir í rýmingar „Það sem hefur kannski reynst manni best við allar þessar aðstæður og lærdómurinn sem maður hefur dregið af þessu þessa mánuði sem eru liðnir og rúm ár frá því að þetta byrjaði allt, það er bara að viðhafa æðruleysi fyrst og fremst og vera bara einhvern veginn tilbúinn í að takast á við það þegar og ef það gerist,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þá votti vissulega fyrir einhverjum áhyggjum en að íbúar séu vel upplýstir um hvernig bregðast eigi við ef eldgos hefst. Þannig hafa allir íbúar fengið í hendurnar tvo borða í rauðum og hvítum lit sem ber að nota ef grípa þarf til rýmingar. „Þá hengir fólk annan borðann á húninn hjá sér sem segir þá við erum búin að rýma, ef hinn liturinn er á þá þýðir það að við erum hér enn þá og okkur vantar aðstoð,“ segir Ásgeir um borðakerfið. Flestir íbúar Voga, sem Stöð 2 ræddi við í dag, sögðust hafa fundið fyrir skjálftum síðustu daga. Þó virðast þeir ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Eldgos og jarðhræringar Vogar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Skjálftarnir eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins við Geldingadali. Af þeim tvö þúsund skjálftum sem mælst hafa, hafa sex þeirra verið yfir þremur að stærð. Skjálftavirknin virðist vera áþekk því sem sást fyrir aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu. Öflugasti skjálfti hrinunnar varð í hádeginu í dag, um 3,8 að stærð. Hann fannst víða í höfuðborginni en ekki eins vel í Reykjanesbæ, þrátt fyrir að upptök hans hafi verið þar skammt frá. Íbúar Voga skuli vera tilbúnir í rýmingar „Það sem hefur kannski reynst manni best við allar þessar aðstæður og lærdómurinn sem maður hefur dregið af þessu þessa mánuði sem eru liðnir og rúm ár frá því að þetta byrjaði allt, það er bara að viðhafa æðruleysi fyrst og fremst og vera bara einhvern veginn tilbúinn í að takast á við það þegar og ef það gerist,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þá votti vissulega fyrir einhverjum áhyggjum en að íbúar séu vel upplýstir um hvernig bregðast eigi við ef eldgos hefst. Þannig hafa allir íbúar fengið í hendurnar tvo borða í rauðum og hvítum lit sem ber að nota ef grípa þarf til rýmingar. „Þá hengir fólk annan borðann á húninn hjá sér sem segir þá við erum búin að rýma, ef hinn liturinn er á þá þýðir það að við erum hér enn þá og okkur vantar aðstoð,“ segir Ásgeir um borðakerfið. Flestir íbúar Voga, sem Stöð 2 ræddi við í dag, sögðust hafa fundið fyrir skjálftum síðustu daga. Þó virðast þeir ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála.
Eldgos og jarðhræringar Vogar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira