Fótbolti

Segir að valið á Reece James í enska landsliðið hafi verið byggt á misskilningi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thomas Tuchel, knattsyrnustjóri Chelsea, segir að Reece James sé ekki að fara með enska hópnum í komnadi landsliðsverkefni.
Thomas Tuchel, knattsyrnustjóri Chelsea, segir að Reece James sé ekki að fara með enska hópnum í komnadi landsliðsverkefni. EPA-EFE/Ben Stansall

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að bakvörður liðsins, Reece James, sé ekki heill heilsu fyrir komandi leiki enska landsliðsins í undankeppni HM 2022. Hann segist búast við því að James taki ekki þátt í leikjunum, og að það hafi verið byggt á misskilningi þegar að hann var valinn í hópinn í vikunni.

Gareth Soutgate, þjálfari enska landsliðsins, tilkynnti í gær 23 manna hóp sem tekur þátt í leikjum liðsins gegn Andorra og Ungverjalandi í undankeppni HM 2022 í næstu viku.

Á meðal þessara 23 leikmanna var Reece James, en Thomas Tuchel segir það hljóta að vera byggt á misskilningi að hann hafi verið valinn.

„Þegar ég sá hópinn þá hélt ég að Reece væri kannski að fara með sundpólóliði Englands af því að hann æfir í lauginni þessa dagana,“ sagði Tuchel léttur.

„En ég var frekar hissa þegar ég áttaði mig á því að hann hafði verið valinn í fótboltaliðið. Það mun ekki ganga því hann æfir í lauginni þessa dagana. Eins og ég skil þetta, og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef, þá er hann ekki að fara. Þetta getur ekki verið annað en misskilningur, ekkert annað,“ sagði Tuchel að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×