Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2021 12:03 Ef lyfið fær markaðsleyfi yrði um að ræða þáttaskil í baráttunni gegn Covid-19. AP/Merck Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. Ef lyfið kemst í almenna notkun væri um að ræða þáttaskil í baráttunni við Covid-19 en öll þau veirulyf sem sýnt hefur verið fram á að gagnist gegn Covid eru gefin í æð. Molnupiravir er hins vegar tekið í pilluformi. Rannsókn lyfjafyrirtækjanna Ridgeback Biotherapeutics og Merck náði til 775 fullorðinna einstaklinga með væg eða miðlungs einkenni Covid-19. Allir áttu sameiginlegt að vera með undirliggjandi sjúkdóm. Helmingur var settur á fimm daga kúr af molnupiravir en hinn fékk lyfleysu. Í hópnum sem fékk lyfið voru 28 sjúklingar (7 prósent) lagðir inn á sjúkrahús en enginn dó. Í hópnum sem fékk lyfleysuna voru 53 (14 prósent) lagðir inn og átta létust. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir lagði sjálfstæður hópur sérfræðinga til að rannsókninni yrði hætt og hafa talsmenn Merck gefið út að þeir hyggist sækja um markaðsleyfi eins fljótt og auðið er. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjunum tveimur tilkynntu 35 prósent þátttakenda í lyfjahópnum um aukaverkanir og 40 prósent þátttakenda í lyfleysuhópnum. 1,3 prósent þátttakenda sem fengu lyfið hættu notkun þess en 3,4 hættu notkun lyfleysunnar. Molnupiravir var upphaflega þróað af lyfjaþróunarstofnun Emory University (DRIVE) og var þá kallað EIDD-2801. Það var afar umdeilt á sínum tíma, aðallega vegna þess eiginleika að geta valdið stökkbreytingum gena. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Ef lyfið kemst í almenna notkun væri um að ræða þáttaskil í baráttunni við Covid-19 en öll þau veirulyf sem sýnt hefur verið fram á að gagnist gegn Covid eru gefin í æð. Molnupiravir er hins vegar tekið í pilluformi. Rannsókn lyfjafyrirtækjanna Ridgeback Biotherapeutics og Merck náði til 775 fullorðinna einstaklinga með væg eða miðlungs einkenni Covid-19. Allir áttu sameiginlegt að vera með undirliggjandi sjúkdóm. Helmingur var settur á fimm daga kúr af molnupiravir en hinn fékk lyfleysu. Í hópnum sem fékk lyfið voru 28 sjúklingar (7 prósent) lagðir inn á sjúkrahús en enginn dó. Í hópnum sem fékk lyfleysuna voru 53 (14 prósent) lagðir inn og átta létust. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir lagði sjálfstæður hópur sérfræðinga til að rannsókninni yrði hætt og hafa talsmenn Merck gefið út að þeir hyggist sækja um markaðsleyfi eins fljótt og auðið er. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjunum tveimur tilkynntu 35 prósent þátttakenda í lyfjahópnum um aukaverkanir og 40 prósent þátttakenda í lyfleysuhópnum. 1,3 prósent þátttakenda sem fengu lyfið hættu notkun þess en 3,4 hættu notkun lyfleysunnar. Molnupiravir var upphaflega þróað af lyfjaþróunarstofnun Emory University (DRIVE) og var þá kallað EIDD-2801. Það var afar umdeilt á sínum tíma, aðallega vegna þess eiginleika að geta valdið stökkbreytingum gena.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent