Pele kominn heim eftir krabbameinsaðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2021 07:00 Pele er einn frægasti og farsælasti knattspyrnumaður sögunnar. EPA-EFE/IAN LANGSDON Brasilíska goðsögnin Pele fékk að yfirgefa sjúkrahúsið í gær þar sem hann hefur verið í næstum því einn mánuð. Pele þurfti að láta fjarlægja æxli í ristli en hinn áttræði Pele fór í aðgerðina á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo 4. september síðastliðinn. Punching the air : Pelé leaves hospital to undergo chemotherapy https://t.co/wxdSoqs5yX— The Guardian (@guardian) October 1, 2021 Pele er eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur orðið þrisvar sinnum heimsmeistari en hann skorað í tveimur úrslitaleikjum þar af tvö mörk þegar hann var aðeins sautján ára og Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Pele yfirgaf gjörgæsluna eftir tíu daga frá aðgerðinni en þurfti að leggjast aftur inn sem var þá lýst sem forvarnarráðstöfun. „Ég er svo ánægður að vera kominn aftur heim,“ skrifaði Pele í yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni. „Ég vil þakka öllu starfsfólkinu á Albert Einstein sjúkrahúsinu sem gerði dvöl mína svo þægilega með mannlegum og ástúðlegum móttökum. Þið eigið einnig þakkir skyldar sem fullkomnið líf mitt með öllum þessum ástarkveðjum,“ skrifaði Pele. Brazilian football legend Pele has been discharged from hospital after receiving treatment for nearly a month — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2021 Pele þarf að gangast undir lyfjameðferð en æxlið uppgötvaðist við hefðbundna læknisskoðun 31. ágúst síðastliðinn. Fólk hefur haft áhyggjur af heilsu Pele síðustu ár og þetta var í þriðja sinn frá árinu 2015 sem hann endar inn á spítala. Fyrst var það vegna aðgerðar á blöðruhálskirtli 2015 og svo vegna þvagfærasýkingar árið 2019. Pele er markahæsti landsliðsmaður Brasilíu frá upphafi með 77 mörk í 92 leikjum og er einn af fjórum sem hafa náð að skora í fjórum mismunandi heimsmeistarakeppnum. Brazil soccer legend Pele leaves hospital, undergoing chemotherapy https://t.co/jLhVbv6us8 pic.twitter.com/96OkdSyt1u— Reuters (@Reuters) September 30, 2021 Fótbolti Brasilía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Pele þurfti að láta fjarlægja æxli í ristli en hinn áttræði Pele fór í aðgerðina á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo 4. september síðastliðinn. Punching the air : Pelé leaves hospital to undergo chemotherapy https://t.co/wxdSoqs5yX— The Guardian (@guardian) October 1, 2021 Pele er eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur orðið þrisvar sinnum heimsmeistari en hann skorað í tveimur úrslitaleikjum þar af tvö mörk þegar hann var aðeins sautján ára og Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Pele yfirgaf gjörgæsluna eftir tíu daga frá aðgerðinni en þurfti að leggjast aftur inn sem var þá lýst sem forvarnarráðstöfun. „Ég er svo ánægður að vera kominn aftur heim,“ skrifaði Pele í yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni. „Ég vil þakka öllu starfsfólkinu á Albert Einstein sjúkrahúsinu sem gerði dvöl mína svo þægilega með mannlegum og ástúðlegum móttökum. Þið eigið einnig þakkir skyldar sem fullkomnið líf mitt með öllum þessum ástarkveðjum,“ skrifaði Pele. Brazilian football legend Pele has been discharged from hospital after receiving treatment for nearly a month — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2021 Pele þarf að gangast undir lyfjameðferð en æxlið uppgötvaðist við hefðbundna læknisskoðun 31. ágúst síðastliðinn. Fólk hefur haft áhyggjur af heilsu Pele síðustu ár og þetta var í þriðja sinn frá árinu 2015 sem hann endar inn á spítala. Fyrst var það vegna aðgerðar á blöðruhálskirtli 2015 og svo vegna þvagfærasýkingar árið 2019. Pele er markahæsti landsliðsmaður Brasilíu frá upphafi með 77 mörk í 92 leikjum og er einn af fjórum sem hafa náð að skora í fjórum mismunandi heimsmeistarakeppnum. Brazil soccer legend Pele leaves hospital, undergoing chemotherapy https://t.co/jLhVbv6us8 pic.twitter.com/96OkdSyt1u— Reuters (@Reuters) September 30, 2021
Fótbolti Brasilía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira