Koeman: Ekki hægt að bera þetta lið við Barcelona lið fyrri tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 14:31 Ronald Koeman fylgist með liði sínu spila í gærkvöldi. AP/Armando Franca Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, situr líklegast í heitasta þjálfarastólnum í evrópska fótboltanum í dag en liðið hans steinlá 3-0 á móti Benfica í Meistaradeildinni í gær og er bæði stigalaust og markalaust efir tvo leiki í keppninni. Blaðamenn sóttu að Koeman eftir leikinn en hann var því að þetta lið Barcelona í dag sé ekki samanburðarhæft við fyrrum lið félagsins sem gerðu það svo gott með Lionel Messi í fararbroddi. Nú er Messi farinn, peningamálin í ruglinu og leikur liðsins virðist hruninn. @RonaldKoeman analyzes #BenficaBarça: pic.twitter.com/lGh8XJGMuA— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 29, 2021 „Ég ætla ekki að rífast um getustig liðsins míns,“ sagði Ronald Koeman og bætti við: „Það þýðir ekkert að bera þetta lið við fyrri lið Barcelona. Það er eins skýrt og það verður. Ég get aðeins sagt mína skoðun á vinnu minni hjá félaginu. Mér finnst ég hafa stuðning leikmannanna og þeirra hugarfar segir mér það líka,“ sagði Koeman. „Leikmenn Benfica eru líkamlega sterkri og þeir eru fljótir. Í sambandið við fyrstu tvö mörkin þá þurfum við að verjast miklu betur,“ sagði Koeman. „Við fengum góð tækifæri til að skora og þannig getur þú breytt þróun leiks. Sú staðreynd að Benfica liðið nýtti stóran hluta sinna tækifæra sýnir aðalmuninn á þessum liðum í kvöld. Við vorum ekki slakari en en við vorum bara lakari í að nýta færin,“ sagði Koeman. Barcelona this season: 3 wins, 3 draws, 2 losses Sixth in La Liga Bottom of their UCL groupBut Ronald Koeman still has the support of the locker room pic.twitter.com/i3czmuYmuA— B/R Football (@brfootball) September 30, 2021 Koeman talaði þarna um færi liðsins. Barcelona hefur nú leikið tvo leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Það er ekki nóg með að liðið hafi tapað þeim báðum og ekki skorað eitt einasta mark þá hafa leikmenn liðsins ekki einu sinni náð einu skoti á mark andstæðinganna á þessum 180 mínútum. Tapleikirnir á móti Bayern and Benfica þýða jafnframt að Barcelona hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppni í fyrsta sinn í næstum því fimm áratugi eða síðan að liðið tapaði tvisvar á móti Porto í UEFA bikarnum 1972-73. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Blaðamenn sóttu að Koeman eftir leikinn en hann var því að þetta lið Barcelona í dag sé ekki samanburðarhæft við fyrrum lið félagsins sem gerðu það svo gott með Lionel Messi í fararbroddi. Nú er Messi farinn, peningamálin í ruglinu og leikur liðsins virðist hruninn. @RonaldKoeman analyzes #BenficaBarça: pic.twitter.com/lGh8XJGMuA— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 29, 2021 „Ég ætla ekki að rífast um getustig liðsins míns,“ sagði Ronald Koeman og bætti við: „Það þýðir ekkert að bera þetta lið við fyrri lið Barcelona. Það er eins skýrt og það verður. Ég get aðeins sagt mína skoðun á vinnu minni hjá félaginu. Mér finnst ég hafa stuðning leikmannanna og þeirra hugarfar segir mér það líka,“ sagði Koeman. „Leikmenn Benfica eru líkamlega sterkri og þeir eru fljótir. Í sambandið við fyrstu tvö mörkin þá þurfum við að verjast miklu betur,“ sagði Koeman. „Við fengum góð tækifæri til að skora og þannig getur þú breytt þróun leiks. Sú staðreynd að Benfica liðið nýtti stóran hluta sinna tækifæra sýnir aðalmuninn á þessum liðum í kvöld. Við vorum ekki slakari en en við vorum bara lakari í að nýta færin,“ sagði Koeman. Barcelona this season: 3 wins, 3 draws, 2 losses Sixth in La Liga Bottom of their UCL groupBut Ronald Koeman still has the support of the locker room pic.twitter.com/i3czmuYmuA— B/R Football (@brfootball) September 30, 2021 Koeman talaði þarna um færi liðsins. Barcelona hefur nú leikið tvo leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Það er ekki nóg með að liðið hafi tapað þeim báðum og ekki skorað eitt einasta mark þá hafa leikmenn liðsins ekki einu sinni náð einu skoti á mark andstæðinganna á þessum 180 mínútum. Tapleikirnir á móti Bayern and Benfica þýða jafnframt að Barcelona hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppni í fyrsta sinn í næstum því fimm áratugi eða síðan að liðið tapaði tvisvar á móti Porto í UEFA bikarnum 1972-73.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira