Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 23:16 Ronaldo hafði margar ástæður til að fagna í leikslok en hann skoraði sigumark Man Utd þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktima. Laurence Griffiths/Getty Images Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. Ronaldo reyndist hetja Man United er liðið nældi í sigur eftir að hafa tapað óvænt gegn Young Boys frá Sviss í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Ronaldo skoraði einnig í þeim leik en það dugði ekki til þar sem Man Utd tapaði 2-1. Fyrir leik kvöldsins var Ronaldo jafn sínum fyrrum liðsfélaga sínum Iker Casillas. Portúgalinn lék með spænska markverðinum hjá Real Madríd á árunum 2009 til 2015. Saman unnu þeir Meistaradeild Evrópu tímabilið 2013/2014 sem og fjölda annarra titla. Casillas færði sig um set til Porto í Portúgal árið 2015 og hefur því leikið með tveimur liðum í deild þeirra bestu meðan Ronaldo hefur leikið fyrir Man Utd, Real og Juventus. Spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona eru áberandi er kemur að fimm leikjahæstu leikmönnum í sögu Meistaradeildar Evrópu. Lionel Messi – sem færði sig um set til París Saint-Germain í sumar – er í 3. sæti með 151 leik líkt og fyrrum liðsfélagi hans Xavi. Spænska goðsögnin Raúl er svo í 5. sæti með 142 leiki. 178 - Cristiano Ronaldo is set to make his 178th UEFA Champions League appearance, overtaking Iker Casillas as the player with the most appearances in the competition's history. Domain. pic.twitter.com/DsUn6iHIed— OptaJoe (@OptaJoe) September 29, 2021 Það er ljóst að Ronaldo er hvergi nærri hættur og mun líklegast bæta fjórum leikjum hið minnsta við leikjafjölda sinn áður en tímabilið er úti. Það er því erfitt að sjá einhvern ná honum á næstu árum en Messi er sá eini sem er enn að spila og á raunhæfa möguleika á að skáka Ronaldo sem leikjahæsti leikmanni í sögu Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Ronaldo reyndist hetja Man United er liðið nældi í sigur eftir að hafa tapað óvænt gegn Young Boys frá Sviss í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Ronaldo skoraði einnig í þeim leik en það dugði ekki til þar sem Man Utd tapaði 2-1. Fyrir leik kvöldsins var Ronaldo jafn sínum fyrrum liðsfélaga sínum Iker Casillas. Portúgalinn lék með spænska markverðinum hjá Real Madríd á árunum 2009 til 2015. Saman unnu þeir Meistaradeild Evrópu tímabilið 2013/2014 sem og fjölda annarra titla. Casillas færði sig um set til Porto í Portúgal árið 2015 og hefur því leikið með tveimur liðum í deild þeirra bestu meðan Ronaldo hefur leikið fyrir Man Utd, Real og Juventus. Spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona eru áberandi er kemur að fimm leikjahæstu leikmönnum í sögu Meistaradeildar Evrópu. Lionel Messi – sem færði sig um set til París Saint-Germain í sumar – er í 3. sæti með 151 leik líkt og fyrrum liðsfélagi hans Xavi. Spænska goðsögnin Raúl er svo í 5. sæti með 142 leiki. 178 - Cristiano Ronaldo is set to make his 178th UEFA Champions League appearance, overtaking Iker Casillas as the player with the most appearances in the competition's history. Domain. pic.twitter.com/DsUn6iHIed— OptaJoe (@OptaJoe) September 29, 2021 Það er ljóst að Ronaldo er hvergi nærri hættur og mun líklegast bæta fjórum leikjum hið minnsta við leikjafjölda sinn áður en tímabilið er úti. Það er því erfitt að sjá einhvern ná honum á næstu árum en Messi er sá eini sem er enn að spila og á raunhæfa möguleika á að skáka Ronaldo sem leikjahæsti leikmanni í sögu Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira