Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. september 2021 22:59 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Universe Iceland 2021. Vísir Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Elísa Gróa mun fara út fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppnina sem fram fer í Ísrael í ár. Í öðru sæti var Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún hlaut titilinn Miss Supranational Iceland og mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Hér fyrir neðan má sjá krýninguna frá því í kvöld. Tuttugu stúlkur kepptust um Miss Universe Iceland titilinn í ár. Keppendur komu fram í dansatriði og svo komu þær fram bæði á sundfötum og í síðkjólum. Dagana fyrir keppni höfðu þær farið í dómaraviðtöl á hótelinu sem þær dvöldu saman á. Fyrst var tilkynnt um efstu þrettán stelpurnar, þar á eftir topp fimm og alþjóðlega dómnefndin valdi svo að lokum Elísu Gróu sem var krýnd Miss Universe Iceland árið 2021. Hún var að keppa í fjórða skiptið í þessari keppni og hafði áður keppt í Ungfrú Ísland. Elísa Gróa er á leið til Ísrael.Vísir Með henni í topp fimm voru Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Elin Stelludóttir og Hulda Vigdísardóttir. Keppnin byrjaði á danskeppni þar sem keppendur komu allar saman fram í bleikum kjólum. Þær stigu svo fram ein í einu og kynntu sig. Eva Ruza var kynnir keppninnar sjötta árið í röð og hún dansaði inn á sviðið í bleikum pallíettukjöl og með glimmermöppu í höndunum. „Vá, þið eruð strax eins og leir í höndunum á mér,“ byrjaði Eva á að segja við áhorfendur, sem hlógu að öllu sem hún sagði. Hópurinn byrjaði á að koma fram á sundfötum og svo skiptu stúlkurnar yfir í síðkjóla. Á meðan þær skiptu um föt komu þær Elísabet Hulda Snorradóttir Miss Universe Iceland 2020 og Dísa Dungal Miss Supranational Iceland fram á svið og ræddu um sína upplifun af keppninni. Keppendur Miss Universe Iceland í ár.Manúela Ósk Stelpurnar tuttugu náðu að ljóma á sviðinu í kvöld en eftir hlé var tilkynnt hvaða þrettán stúlkur komust áfram í næstu umferð. Tólf stúlkur komust áfram í næstu umhverð í keppninni út frá stigum frá dómnefnd og að auki komst ein áfram á netkosningunni, People’s Choice. Dómnefndina í ár skipuðu þær Laylah Loiczly, Elizabeth Safrit Bull, Kendra Champagne, Kirsten Regalado og Caroline Frolic Absalom. Stúlkurnar þrettán sem fóru áfram í næstu umferð voru Kara Sól Einarsdóttir Miss Reykjavik, Hekla Maren Guðrúnardóttir Baldursdóttir Miss Midnight Sun, Íris Freyja Salguero Kristínardóttir Miss Crystal Beach, Maríanna Líf Swain Miss Blue Mountains, Sandra Dögg Winbush Miss Land of Fire and Ice, Karen Ása Benediktsdóttir Miss Hornafjordur, Elin Stelludóttir Miss Breidholt, Hulda Vigdísardóttir Miss Eldey, Sylwia Sienkiewicz Miss Black Sand Beach, Isis Helga Pollock Miss 101 Reykjavik, Elísa Gróa Steinþórsdóttir Miss Capital Region, Alexandra Mujiatin Fikradóttir Miss Eastern Iceland, Elva Björk Jónsdóttir Miss Kirkjufell. Topp 13 í árFacebook/Miss Universe Iceland Allar fengu þær að kynna sig aðeins á ensku fyrir dómnefndinni og það málefni sem þær standa fyrir. Ræddu þær málefni eins og einhverfu, heimilisofbeldi, alkahólisma, loftlagsmál og fleira. Í topp fimm hópinn komust þær Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Elin Stelludóttir, Hulda Vigdísardóttir og Elísa Gróa Steinþórsdóttir. Þær þurftu svo að svara spurningu uppi á sviði á ensku. Topp fimm stúlkurnar í Miss Universe Iceland í ár.Miss Universe Iceland Allir keppendur komu þá aftur á sviðið ásamt stjórnendum keppninnar, Jorge Esteban og Manúelu Ósk Harðardóttir. Miss Reebok fitness 2021 titilinn hlaut Miss Kirkjufell, Elva Björk Jónsdóttir. Miss Norom Iceland 2021 titilinn hlaut Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Miss LabelM 2021 titilinn hlaut einnig Íris Freyja. Miss Fitness sport 2021 titilinn hlaut Miss Eldey, Hulda Vigdísardóttir. Miss Max Factor 2021 titilinn hlaut Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Directors award, valin af Manúelu Ósk og Jorge, hlaut Miss Eastern Iceland, Alexandra Mujiatin Fikradóttir. Keppendur völdu svo sjálfar vinsælustu stúlkuna og var það Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Í fimmta sæti í ár var Elin Stelludóttir Miss Breidholt. Í fjórða sæti var Elva Björk Jónsdóttir Miss Kirkjufell. Í þriðja sæti var Hulda Vigdísardóttir, Miss Eldey. Miss Supranational 2021 og í öðru sæti keppninnar er Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Miss Universe Iceland árið 2021 er Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Undir lok kvölds krýndi Elísabet Hulda Snorradóttir, Miss Universe Iceland á síðasta ári, arftaka sinn. Elísa er reynslumikil í fegurðarsamkeppnum og hefur tekið þátt nokkrum sinnum síðustu ár. Elísa Gróa keppti fyrst í Ungfrú Ísland árið 2015 og þetta er í fjórða skipti sem hún keppir í Miss Universe Iceland. Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í kvöld valin Miss Universe Iceland árið 2021.Arnór Trausti Elísa Gróa var í fyrsta sæti í ár og hlaut titilinn Miss Universe Iceland og kórónuna í þetta skiptið og mun keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe í Ísrael. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Bein útsending: Miss Universe Iceland 2021 Miss Universe Iceland 2021 verður krýnd í Gamlabíói í kvöld. Sýnt verður í beinni útsendingu frá keppninni hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir. 29. september 2021 12:45 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Elísa Gróa mun fara út fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppnina sem fram fer í Ísrael í ár. Í öðru sæti var Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún hlaut titilinn Miss Supranational Iceland og mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Hér fyrir neðan má sjá krýninguna frá því í kvöld. Tuttugu stúlkur kepptust um Miss Universe Iceland titilinn í ár. Keppendur komu fram í dansatriði og svo komu þær fram bæði á sundfötum og í síðkjólum. Dagana fyrir keppni höfðu þær farið í dómaraviðtöl á hótelinu sem þær dvöldu saman á. Fyrst var tilkynnt um efstu þrettán stelpurnar, þar á eftir topp fimm og alþjóðlega dómnefndin valdi svo að lokum Elísu Gróu sem var krýnd Miss Universe Iceland árið 2021. Hún var að keppa í fjórða skiptið í þessari keppni og hafði áður keppt í Ungfrú Ísland. Elísa Gróa er á leið til Ísrael.Vísir Með henni í topp fimm voru Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Elin Stelludóttir og Hulda Vigdísardóttir. Keppnin byrjaði á danskeppni þar sem keppendur komu allar saman fram í bleikum kjólum. Þær stigu svo fram ein í einu og kynntu sig. Eva Ruza var kynnir keppninnar sjötta árið í röð og hún dansaði inn á sviðið í bleikum pallíettukjöl og með glimmermöppu í höndunum. „Vá, þið eruð strax eins og leir í höndunum á mér,“ byrjaði Eva á að segja við áhorfendur, sem hlógu að öllu sem hún sagði. Hópurinn byrjaði á að koma fram á sundfötum og svo skiptu stúlkurnar yfir í síðkjóla. Á meðan þær skiptu um föt komu þær Elísabet Hulda Snorradóttir Miss Universe Iceland 2020 og Dísa Dungal Miss Supranational Iceland fram á svið og ræddu um sína upplifun af keppninni. Keppendur Miss Universe Iceland í ár.Manúela Ósk Stelpurnar tuttugu náðu að ljóma á sviðinu í kvöld en eftir hlé var tilkynnt hvaða þrettán stúlkur komust áfram í næstu umferð. Tólf stúlkur komust áfram í næstu umhverð í keppninni út frá stigum frá dómnefnd og að auki komst ein áfram á netkosningunni, People’s Choice. Dómnefndina í ár skipuðu þær Laylah Loiczly, Elizabeth Safrit Bull, Kendra Champagne, Kirsten Regalado og Caroline Frolic Absalom. Stúlkurnar þrettán sem fóru áfram í næstu umferð voru Kara Sól Einarsdóttir Miss Reykjavik, Hekla Maren Guðrúnardóttir Baldursdóttir Miss Midnight Sun, Íris Freyja Salguero Kristínardóttir Miss Crystal Beach, Maríanna Líf Swain Miss Blue Mountains, Sandra Dögg Winbush Miss Land of Fire and Ice, Karen Ása Benediktsdóttir Miss Hornafjordur, Elin Stelludóttir Miss Breidholt, Hulda Vigdísardóttir Miss Eldey, Sylwia Sienkiewicz Miss Black Sand Beach, Isis Helga Pollock Miss 101 Reykjavik, Elísa Gróa Steinþórsdóttir Miss Capital Region, Alexandra Mujiatin Fikradóttir Miss Eastern Iceland, Elva Björk Jónsdóttir Miss Kirkjufell. Topp 13 í árFacebook/Miss Universe Iceland Allar fengu þær að kynna sig aðeins á ensku fyrir dómnefndinni og það málefni sem þær standa fyrir. Ræddu þær málefni eins og einhverfu, heimilisofbeldi, alkahólisma, loftlagsmál og fleira. Í topp fimm hópinn komust þær Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Elin Stelludóttir, Hulda Vigdísardóttir og Elísa Gróa Steinþórsdóttir. Þær þurftu svo að svara spurningu uppi á sviði á ensku. Topp fimm stúlkurnar í Miss Universe Iceland í ár.Miss Universe Iceland Allir keppendur komu þá aftur á sviðið ásamt stjórnendum keppninnar, Jorge Esteban og Manúelu Ósk Harðardóttir. Miss Reebok fitness 2021 titilinn hlaut Miss Kirkjufell, Elva Björk Jónsdóttir. Miss Norom Iceland 2021 titilinn hlaut Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Miss LabelM 2021 titilinn hlaut einnig Íris Freyja. Miss Fitness sport 2021 titilinn hlaut Miss Eldey, Hulda Vigdísardóttir. Miss Max Factor 2021 titilinn hlaut Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Directors award, valin af Manúelu Ósk og Jorge, hlaut Miss Eastern Iceland, Alexandra Mujiatin Fikradóttir. Keppendur völdu svo sjálfar vinsælustu stúlkuna og var það Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Í fimmta sæti í ár var Elin Stelludóttir Miss Breidholt. Í fjórða sæti var Elva Björk Jónsdóttir Miss Kirkjufell. Í þriðja sæti var Hulda Vigdísardóttir, Miss Eldey. Miss Supranational 2021 og í öðru sæti keppninnar er Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Miss Universe Iceland árið 2021 er Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Undir lok kvölds krýndi Elísabet Hulda Snorradóttir, Miss Universe Iceland á síðasta ári, arftaka sinn. Elísa er reynslumikil í fegurðarsamkeppnum og hefur tekið þátt nokkrum sinnum síðustu ár. Elísa Gróa keppti fyrst í Ungfrú Ísland árið 2015 og þetta er í fjórða skipti sem hún keppir í Miss Universe Iceland. Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í kvöld valin Miss Universe Iceland árið 2021.Arnór Trausti Elísa Gróa var í fyrsta sæti í ár og hlaut titilinn Miss Universe Iceland og kórónuna í þetta skiptið og mun keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe í Ísrael.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Bein útsending: Miss Universe Iceland 2021 Miss Universe Iceland 2021 verður krýnd í Gamlabíói í kvöld. Sýnt verður í beinni útsendingu frá keppninni hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir. 29. september 2021 12:45 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Bein útsending: Miss Universe Iceland 2021 Miss Universe Iceland 2021 verður krýnd í Gamlabíói í kvöld. Sýnt verður í beinni útsendingu frá keppninni hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir. 29. september 2021 12:45