Felldi Real Madrid með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 12:00 Sebastien Thill sést hér sýna húðflúrið á Estadio Santiago Bernabeu í gærkvöldi. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Sebastien Thill og Sheriff Tiraspol eru leikmaður og lið sem fáir bjuggust við að ættu fyrirsagnirnar eftir Liverpool, PSG og Real Madrid kvöld í Meistaradeildinni. Svo var þó raunin í gærkvöldi. Sebastien Thill tryggði Sheriff Tiraspol 2-1 útisigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu og varð um leið fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg sem nær að skora í Meistaradeildinni. „Þetta er besta og mikilvægasta markið mitt á ferlinum. Á því er enginn vafi,“ sagði Sebastien Thill eftir leikinn. Sheriff Tiraspol's hero Sebastien Thill has gone from Champions League dreamer to toppling Real Madrid | @mcgrathmike https://t.co/070El17P9K— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 29, 2021 Thill var á láni hjá rússneska félaginu FC Tambov á síðustu leiktíð en liðið varð gjaldþrota í maí. „Allt liðið sýndi svo mikið hugrekki í leik sínum og ég var hafði nógu mikla heppni með mér til að ná að skora þokkalegasta mark,“ sagði Thill. „Við misstum algjörlega stjórn á okkur eftir leikinn. Það eru fullt af erlendum leikmönnum í liðnu og við erum að koma alls staðar af úr heiminum. Það er okkar styrkur,“ sagði Thill. Sebastien Thill er 27 ára gamall og hafði aldrei spilað í Meistaradeildinni fyrir þetta tímabil. Hans ferill hefur verið nær eingöngu í Lúxemborg fyrir utan síðasta tímabil í Rússlandi og þetta í Moldóvu. Sheriff's Sébastien Thill = 1st player from Luxembourg to score in the #UCL era pic.twitter.com/gsA0KsxDbf— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Hann hafði aðeins náð að skora eitt mark í sextán landsleikjum fyrir Lúxemborg. Markið kom í fyrsta leik en hann hefur ekki skorað í síðustu fimmtán. Thill hefur hins vegar alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni og það má sjá á húðflúri á fæti hans. Húðflúrið komst í fréttirnar eftir afrek Thill í gærkvöldi. Það eru ekki allir sem eru með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum eins og sjá má hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Húðflúr Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Sebastien Thill tryggði Sheriff Tiraspol 2-1 útisigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu og varð um leið fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg sem nær að skora í Meistaradeildinni. „Þetta er besta og mikilvægasta markið mitt á ferlinum. Á því er enginn vafi,“ sagði Sebastien Thill eftir leikinn. Sheriff Tiraspol's hero Sebastien Thill has gone from Champions League dreamer to toppling Real Madrid | @mcgrathmike https://t.co/070El17P9K— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 29, 2021 Thill var á láni hjá rússneska félaginu FC Tambov á síðustu leiktíð en liðið varð gjaldþrota í maí. „Allt liðið sýndi svo mikið hugrekki í leik sínum og ég var hafði nógu mikla heppni með mér til að ná að skora þokkalegasta mark,“ sagði Thill. „Við misstum algjörlega stjórn á okkur eftir leikinn. Það eru fullt af erlendum leikmönnum í liðnu og við erum að koma alls staðar af úr heiminum. Það er okkar styrkur,“ sagði Thill. Sebastien Thill er 27 ára gamall og hafði aldrei spilað í Meistaradeildinni fyrir þetta tímabil. Hans ferill hefur verið nær eingöngu í Lúxemborg fyrir utan síðasta tímabil í Rússlandi og þetta í Moldóvu. Sheriff's Sébastien Thill = 1st player from Luxembourg to score in the #UCL era pic.twitter.com/gsA0KsxDbf— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Hann hafði aðeins náð að skora eitt mark í sextán landsleikjum fyrir Lúxemborg. Markið kom í fyrsta leik en hann hefur ekki skorað í síðustu fimmtán. Thill hefur hins vegar alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni og það má sjá á húðflúri á fæti hans. Húðflúrið komst í fréttirnar eftir afrek Thill í gærkvöldi. Það eru ekki allir sem eru með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum eins og sjá má hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Húðflúr Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira