Vilhjálmur segir Bryndísi hafa flaðrað upp um sig eins og hundstík Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2021 13:54 Vilhjálmur gefur lítið fyrir lýðræðið innan Sjálfstæðisflokknum. Hann lýsir því hvernig sér hafi verið fórnað í prófkjöri af uppstillingarnefnd en Bryndís Haraldsdóttir tók sætið. Hún sagði ekki einu sinni takk en hringdi einhvern tíma í Vilhjálm, bullaði og lét eins og fífl, að sögn Vilhjálms. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir lýðræðið í Sjálfstæðisflokknum. Hann skrifar einskonar kveðjupistil sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hann fer hörðum orðum um það hversu grátt hann var leikinn af uppstillingarnefnd og forystu flokksins. Á vefmiðlinum Miðjunni, sem gerir sér mat úr pistlinum og endurbirtir í heild, er fullyrt að Morgunblaðið hafi beðið með birtingu pistilsins þar til eftir kosningar. Í athugasemd sem birtist með pistlinum í blaðinu segir að greinin hafi verið tilbúin til birtingar á kjördag og engu hafi verið breytt eftir að úrslit lágu fyrir. Vilhjálmur segist hafa verið niðurlægður og svikinn og fylltur af lygi þegar hann stóð í baráttu um sæti á lista flokksins í Kraganum. Fórnað á altari kynjakvóta Vilhjálmur greinir frá því að þjónusta hans við þingræðið hafi hafist 27. apríl 2013 með fullu umboði fyrir kjördæmi sitt Kragann. Því er nú lokið. Skjáskot af hluta pistils Vilhjálms en þar fer hann hörðum orðum um það hvernig hlutirnir gangi fyrir sig innan Sjálfstæðisflokksins. Hann gefur ekki mikið fyrir hina meintu lýðræðisveislu sem prófkjör flokksins eru sögð vera.Morgunblaðið „Ég fór þrisvar í gegnum lýðræðisveislu, sem kölluð er prófkjör. Tvisvar vegnaði mér vel. Hið fyrsta sinni leitaði formaður uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Jónas Guðmundsson lögmaður, allra leiða til að færa mig af listanum, ellegar að færa mig úr því sæti sem lýðræðisveislan skilaði. Það gekk ekki eftir! Einhverjum til mæðu!“ Næst heppnaðist Jónasi, að sögn Vilhjálms að færa hann niður um sæti sem þó tryggði honum þingsæti þá. „Því sinni lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju. Núverandi ritari flokksins taldi þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju. Sá er hlaut kosningu í þriðja sæti lýsti einnig ánægju með snillina.“ Vilhjálmur segir að það sem hann kallar „runk með listann“ hafi ekki skipt þessa menn neinu máli. „En þeir litu betur út í augum Landssambands sjálfstæðiskvenna. Þær konur fengu mikla upphefð. Sú er hlaut upphefðina þakkaði aldrei fyrir sig, fyrir að halda frið. Þegar sá, er var niðurlægður, var fallinn af Alþingi í snemmbúnum kosningum hringdi hún og bullaði og lét eins og fífl. Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ En þarna er um að ræða Bryndísi Haraldsdóttur þingmann. Lygi, niðurlæging og svik Vilhjálmur rekur að honum hafi ekki vegnað vel í þriðja skipti sem hann reyndi fyrir sér í vegnaði honum ekki vel enda ekki í náðinni þeirra sex efstu í prófkjöri á liðnu sumri. Hann hafi verið talinn hættulegur. „Þegar einhverjir fulltrúar í uppstillingarnefnd vildu leiðrétta hlut Vilhjálms Bjarnasonar sagði ein meginfraukan úr Mosfellsbæ: „Þessi Vilhjálmur Bjarnason skiptir engu máli.““ Vilhjálmur segir að eftir niðurlægingu í prófkjöri 2016 hafi sér verið gefin loforð „sem voru svikin og einskis verð lygi.“ Í pistlinum segist Vilhjálmur hafa þjónað þingræðinu eftir bestu samvisku og betur sé ekki hægt að gera. „Ég geng uppréttur og stoltur frá borði þrátt fyrir lygi, niðurlægingu og svik.“ Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Davíð og Hannes glaðhlakkalegir vegna rýrrar uppskeru Gunnars Smára Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur og Sjálfstæðismaður hafa báðir skrifað pistil þar sem þeir fagna niðurstöðum kosninga. Ekki þykir þeim verra að Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkurinn náðu ekki manni á þing. 28. september 2021 11:13 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Á vefmiðlinum Miðjunni, sem gerir sér mat úr pistlinum og endurbirtir í heild, er fullyrt að Morgunblaðið hafi beðið með birtingu pistilsins þar til eftir kosningar. Í athugasemd sem birtist með pistlinum í blaðinu segir að greinin hafi verið tilbúin til birtingar á kjördag og engu hafi verið breytt eftir að úrslit lágu fyrir. Vilhjálmur segist hafa verið niðurlægður og svikinn og fylltur af lygi þegar hann stóð í baráttu um sæti á lista flokksins í Kraganum. Fórnað á altari kynjakvóta Vilhjálmur greinir frá því að þjónusta hans við þingræðið hafi hafist 27. apríl 2013 með fullu umboði fyrir kjördæmi sitt Kragann. Því er nú lokið. Skjáskot af hluta pistils Vilhjálms en þar fer hann hörðum orðum um það hvernig hlutirnir gangi fyrir sig innan Sjálfstæðisflokksins. Hann gefur ekki mikið fyrir hina meintu lýðræðisveislu sem prófkjör flokksins eru sögð vera.Morgunblaðið „Ég fór þrisvar í gegnum lýðræðisveislu, sem kölluð er prófkjör. Tvisvar vegnaði mér vel. Hið fyrsta sinni leitaði formaður uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Jónas Guðmundsson lögmaður, allra leiða til að færa mig af listanum, ellegar að færa mig úr því sæti sem lýðræðisveislan skilaði. Það gekk ekki eftir! Einhverjum til mæðu!“ Næst heppnaðist Jónasi, að sögn Vilhjálms að færa hann niður um sæti sem þó tryggði honum þingsæti þá. „Því sinni lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju. Núverandi ritari flokksins taldi þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju. Sá er hlaut kosningu í þriðja sæti lýsti einnig ánægju með snillina.“ Vilhjálmur segir að það sem hann kallar „runk með listann“ hafi ekki skipt þessa menn neinu máli. „En þeir litu betur út í augum Landssambands sjálfstæðiskvenna. Þær konur fengu mikla upphefð. Sú er hlaut upphefðina þakkaði aldrei fyrir sig, fyrir að halda frið. Þegar sá, er var niðurlægður, var fallinn af Alþingi í snemmbúnum kosningum hringdi hún og bullaði og lét eins og fífl. Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ En þarna er um að ræða Bryndísi Haraldsdóttur þingmann. Lygi, niðurlæging og svik Vilhjálmur rekur að honum hafi ekki vegnað vel í þriðja skipti sem hann reyndi fyrir sér í vegnaði honum ekki vel enda ekki í náðinni þeirra sex efstu í prófkjöri á liðnu sumri. Hann hafi verið talinn hættulegur. „Þegar einhverjir fulltrúar í uppstillingarnefnd vildu leiðrétta hlut Vilhjálms Bjarnasonar sagði ein meginfraukan úr Mosfellsbæ: „Þessi Vilhjálmur Bjarnason skiptir engu máli.““ Vilhjálmur segir að eftir niðurlægingu í prófkjöri 2016 hafi sér verið gefin loforð „sem voru svikin og einskis verð lygi.“ Í pistlinum segist Vilhjálmur hafa þjónað þingræðinu eftir bestu samvisku og betur sé ekki hægt að gera. „Ég geng uppréttur og stoltur frá borði þrátt fyrir lygi, niðurlægingu og svik.“
Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Davíð og Hannes glaðhlakkalegir vegna rýrrar uppskeru Gunnars Smára Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur og Sjálfstæðismaður hafa báðir skrifað pistil þar sem þeir fagna niðurstöðum kosninga. Ekki þykir þeim verra að Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkurinn náðu ekki manni á þing. 28. september 2021 11:13 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Davíð og Hannes glaðhlakkalegir vegna rýrrar uppskeru Gunnars Smára Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur og Sjálfstæðismaður hafa báðir skrifað pistil þar sem þeir fagna niðurstöðum kosninga. Ekki þykir þeim verra að Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkurinn náðu ekki manni á þing. 28. september 2021 11:13