Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 28. september 2021 11:35 Katrín Jakobsdóttir segist tilbúin til að vera forsætisráðherra áfram. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun og munu funda aftur eftir hádegi. Formaður Vinstri grænna segir ganginn í viðræðunum góðar. Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson formenn stjórnarflokkanna ræða þessa dagana um grundvöll til áframhaldandi samstarf og funduðu í um 90 mínútur í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín segir þau hafa haldið áfram að ræða stóru línurnar en eftir fjögurra ára samstarf vissu þau hvaða viðfangsefni væru framundan. „Við erum náttúrulega búin að starfa saman í fjögur ár þannig að við vitum ágætlega hvaða viðfangsefni eru fram undan,“ sagði Katrín eftir fundinn. Hún sagði þau ekki hafa rætt við forsvarsmenn annarra flokka eftir kosningarnar. Varðandi það hvort þau hefðu rætt um hvort hún yrði áfram forsætisráðherra, sagði Katrín að þau hefðu ákveðið að byrja að ræða málefnin. „Það er grunnurinn sem allt hitt byggir á. Síðan er hægt að fara að ræða útfærslu, verkaskiptingu og annað. Við ákváðum í gær að gefa okkur þessa viku til þess,“ sagði Katrín. Þegar fráfarandi ríkisstjórn var mynduð var ljóst að Vinstri græn færðu kannski mestu pólitísku fórnina með samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega en þeir hafa hins vegar unnið með Framsóknarflokki í mörgum ríkisstjórnum. Það var því lögð höfuðáhersla á það við upphaf stjórnarsamstarfsins að Katrín yrði forsætisráðherra. Sigurður Ingi ræddi við fréttamenn eftir fund leiðtoganna í Stjórnarráðinu í gær.Vísir/Vilhelm Katrín sagðist aðspurð til í að sitja áfram í embætti forsætisráðherra. „Já, já ég er alveg til í það.“ Formennirnir þrír munu funda aftur seinna í dag og halda viðræðum þeirra áfram. „Ef ríkisstjórn á að geta verið starfhæf út kjörtímabilið, þá skiptir öllu máli að það sé vandað vel til verka í upphafi,“ sagði Katrín. Hún sagði það fela í sér að greina viðfangsefnin sem séu framundan í samfélaginu, hver áherslumál flokkanna séu og hver ágreiningsefnin séu. Þetta þurfi að liggja fyrir áður en farið væri í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. En þegar þetta lægi fyrir væri hægt að snúa sér að útfærslum og ritun stjórnarsáttmála og verkaskiptingu. Þau væru einfaldlega ekki kominn þangað. Þegar kæmi að stjórnarsáttmála væru ókláruð mál eins og hálendisþjóðgarður sem ekki tókst að afgreiða fyrir kosningar uppi á borðum. „Þetta þarf allt að taka fyrir og ræða í upphafi. Þannig að við vöndum til verka.“ Katrín sagði að þegar því væri lokið hægt að ræða útfærslu, ritun stjórnarsáttmála og skiptingu ráðuneyta. „Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Katrín. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráðherrabústaðnum Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin. 28. september 2021 10:51 „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14 Góður árangur Framsóknar hafi áhrif Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöður kosninganna skýrar. Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum sé treyst til stjórnarmyndunar en formenn flokkanna komu saman á funduðu í Stjórnarráðinu í dag. 27. september 2021 16:12 Ólíklegt að allt verði eins og það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. 27. september 2021 15:57 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun og munu funda aftur eftir hádegi. Formaður Vinstri grænna segir ganginn í viðræðunum góðar. Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson formenn stjórnarflokkanna ræða þessa dagana um grundvöll til áframhaldandi samstarf og funduðu í um 90 mínútur í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín segir þau hafa haldið áfram að ræða stóru línurnar en eftir fjögurra ára samstarf vissu þau hvaða viðfangsefni væru framundan. „Við erum náttúrulega búin að starfa saman í fjögur ár þannig að við vitum ágætlega hvaða viðfangsefni eru fram undan,“ sagði Katrín eftir fundinn. Hún sagði þau ekki hafa rætt við forsvarsmenn annarra flokka eftir kosningarnar. Varðandi það hvort þau hefðu rætt um hvort hún yrði áfram forsætisráðherra, sagði Katrín að þau hefðu ákveðið að byrja að ræða málefnin. „Það er grunnurinn sem allt hitt byggir á. Síðan er hægt að fara að ræða útfærslu, verkaskiptingu og annað. Við ákváðum í gær að gefa okkur þessa viku til þess,“ sagði Katrín. Þegar fráfarandi ríkisstjórn var mynduð var ljóst að Vinstri græn færðu kannski mestu pólitísku fórnina með samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega en þeir hafa hins vegar unnið með Framsóknarflokki í mörgum ríkisstjórnum. Það var því lögð höfuðáhersla á það við upphaf stjórnarsamstarfsins að Katrín yrði forsætisráðherra. Sigurður Ingi ræddi við fréttamenn eftir fund leiðtoganna í Stjórnarráðinu í gær.Vísir/Vilhelm Katrín sagðist aðspurð til í að sitja áfram í embætti forsætisráðherra. „Já, já ég er alveg til í það.“ Formennirnir þrír munu funda aftur seinna í dag og halda viðræðum þeirra áfram. „Ef ríkisstjórn á að geta verið starfhæf út kjörtímabilið, þá skiptir öllu máli að það sé vandað vel til verka í upphafi,“ sagði Katrín. Hún sagði það fela í sér að greina viðfangsefnin sem séu framundan í samfélaginu, hver áherslumál flokkanna séu og hver ágreiningsefnin séu. Þetta þurfi að liggja fyrir áður en farið væri í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. En þegar þetta lægi fyrir væri hægt að snúa sér að útfærslum og ritun stjórnarsáttmála og verkaskiptingu. Þau væru einfaldlega ekki kominn þangað. Þegar kæmi að stjórnarsáttmála væru ókláruð mál eins og hálendisþjóðgarður sem ekki tókst að afgreiða fyrir kosningar uppi á borðum. „Þetta þarf allt að taka fyrir og ræða í upphafi. Þannig að við vöndum til verka.“ Katrín sagði að þegar því væri lokið hægt að ræða útfærslu, ritun stjórnarsáttmála og skiptingu ráðuneyta. „Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Katrín.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráðherrabústaðnum Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin. 28. september 2021 10:51 „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14 Góður árangur Framsóknar hafi áhrif Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöður kosninganna skýrar. Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum sé treyst til stjórnarmyndunar en formenn flokkanna komu saman á funduðu í Stjórnarráðinu í dag. 27. september 2021 16:12 Ólíklegt að allt verði eins og það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. 27. september 2021 15:57 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráðherrabústaðnum Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin. 28. september 2021 10:51
„Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14
Góður árangur Framsóknar hafi áhrif Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöður kosninganna skýrar. Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum sé treyst til stjórnarmyndunar en formenn flokkanna komu saman á funduðu í Stjórnarráðinu í dag. 27. september 2021 16:12
Ólíklegt að allt verði eins og það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. 27. september 2021 15:57
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent