Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 27-23 | Frábær markvarsla lagði grunninn að sigri heimamanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2021 21:15 Selfoss vann flottan fjögurra marka sigur á FH í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „“Selfoss vann góðan fjögurra marka sigur á FH í kvöld, lokatölur 27-23. Segja má að markvarsla heimamanna hafi lagt grunn að sigri kvöldsins. Selfyssingar skoruðu fyrsta mark leiksins en næstu mínútur voru í einkaeigu gestanna. Phil Döhler varði eins og óður maður og FH-ingar komust í 5-1 þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Halldór Jóhann var þá búinn að sjá nóg og tók leikhlé fyrir Selfyssinga. Við það batnaði leikur heimamanna til muna og þeir unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn. Eftir rúmlega tuttugu mínútna leik virtist Jón Bjarni Ólafsson fara í andlitið á Hergeiri Grímssyni og fékk að líta beint rautt spjald. Einar Sverrisson fór á vítapunktinn og jafnaði leikinn í 10-10, og í næstu sókn komust Selfyssingar yfir í fyrsta skipti síðan í stöðunni 1-0. Liðin skiptust á að skora næstu mínútur og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 14-12, Selfyssingum í vil. Seinni hálfleikur bauð svo upp á mikla spennu lengst af. Selfyssingar náðu fjögurra marka forystu snemma í hálfleiknum, en gestirnir virtust þó aldrei vera langt undan. Heimamenn héldu forskoti sínu í þrem til fjórum mörkum, og þegar um stundarfjórðungur var eftir var staðan 20-17, Selfyssingum í vil. FH-ingar sóttu hart að heimamönnum, en Vilius Rasimas var algjörlega frábær í marki Selfyssinga og sá til þess að gestirnir náðu aldrei að jafna leikinn. Þeir gerðu þó sitt besta til að hleypa spennu í leikinn og minnkuðu muninn í eitt mark þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Heimamenn reyndust þó sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum virkilega sterkan fjögurra marka sigur, 27-23. Af hverju vann Selfoss? Eftir virkilega erfiðar upphafsmínútur voru Selfyssingar heilt yfir líklega sterkari aðilinn. Eins og áður segir var Vilius Rasimas frábær í marki heimamanna og átti stóran þátt í sigrinum. Hverjir stóðu upp úr? Vilius Rasimas átti frábæran dag í markinu. Hann varði hvorki meira né minna en 18 bolta og var því með tæplega 44% markvörslu. Einar Sverrisson og Ísak Gústavsson áttu líka fínan dag fyrir Selfyssinga. Einar skoraði átta mörk, þar af fimm af vítalínunni. Ísak skoraði fimm og átti sinn þátt í að breyta leik Selfyssinga eftir erfiða byrjun. Hvað gekk illa? Eins og fram hefur komið gekk Selfyssingum illa að spila handbolta fyrstu tíu mínútur leiksins. Eftir það áttu FH-ingar í miklum erfiðleikum með að koma boltanum í netið, en gestirnir skoruðu ekki nema 18 mörk á seinustu 50 mínútum leiksins. Hvað gerist næst? FH-ingar fara í bátsferð til Eyja á sunnudaginn þar sem þeir munu kljást við ÍBV. Selfyssingar fara á Ásvelli eftir slétta viku þar sem að deildarmeistarar Hauka bíða þeirra. Við bara gefum eftir og svo var hann bara frábær í markinu hjá þeim Sigursteinn Arndal segir að tapið í kvöld hafi verið vonbrigði.Vísir/Hulda Margrét „Þetta eru bara vonbrigði,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, eftir tapið í kvöld. „Við mættum bara frábæru Selfossliði sem spilaði af miklum krafti og það var of mikið í okkar leik sem var ekki í lagi.“ „Við lentum í vandræðum og þurftum að vera með rétthentan hægra meginn og við klikkum of mikið.“ FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust fljótt í 5-1, en eftir það fór að halla undan fæti. Sigursteinn segist ekki hafa svörin við því af hverju það gerðist. „Það er ekki gott að segja. Þetta er handbolti og það eru sviptingar. Við höfum séð þetta milljón sinnum áður. Það er rétt að við byrjum þetta vel, en við náum ekki að halda það út.“ „Við lendum í einhverjum tveim mínútum og eitthvað. Við bara gefum eftir og svo var hann bara frábær í markinu hjá þeim. Það er ekkert hægt að horfa framhjá því.“ Jón Bjarni Ólafsson fékk að líta beint rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik þegar hann virtist fara í andlitið á Hergeiri Grímssyni. Sigursteinn vildi ekki tjá sig of mikið um það. „Þeir hljóta að vera með það á hreinu.“ FH fer til Vestmannaeyja um helgina þar sem að þeir mæta ÍBV á sunnudaginn. „Það leggst bara vel í mig. Mótið er byrjað og við þurfum bara að hugsa vel um okkur og mæta klárir til Eyja næstu helgi,“ sagði Sigursteinn að lokum. Þetta var bara allt annar leikur en við sýndum í síðasta leik Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega ánægður með sína menn í kvöld.vísir/hulda margrét „Mér líður töluvert betur en eftir síðasta leik, ég get alveg sagt þér það,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga eftir igurinn í kvöld. „Við vorum bara frábærir. Lendum 5-1 undir, smá pirringur í hópnum og kannski var það bara það sem þurfti til að kveikja á okkur. Við fáum svo bara á okkur 18 mörk á einhverjum 55 mínútum.“ „Við vorum bara frábærir í dag varnarlega. Vilius Geggjaður í markinu og við vorum líka klókir sóknarlega á köflum þar sem við þruftum að vera klókir. Þetta var bara allt annar leikur en við sýndum í síðasta leik og kannski svona sama frammistaða og við sýndum í Evrópukeppninni síðustu helgi.“ „En ég er bara fyrst og fremst gríðarlega stoltur af strákunum. Það eru margir að leggja alveg rosalega mikið í þetta og spila margar mínútur. Strákar eins og Elvar að koma hérna inn og spilar stórkostlega í raun og veru, 60 mínútur í vörn og er að spila sína fyrstu meistaraflokksleiki.“ Í stöðunnu 5-1 tók Halldór leikhlé fyrir Selfyssinga, og fljótlega eftir það fór liðið að saxa á forskot gestanna. Hann vildi þó ekki gefa upp havð fór fram í leikhléinu. „Það er svo sem kannski bara á milli hópsins hvað ég sagði í raun og veru. Við þurftum kannski bara smá „restart“ og það tókst. Stundum tekst það og stundum tekst það ekki.“ „Fyrst og fremst vildum við bara vinna með það sem við vorum búnir að leggja upp með og halda í planið. Við vorum að taka of mikið af slæmum skotum í byrjun þar sem við vorum að skjóta undir pressu og illa á markmanninn.“ „Við fórum í raun bara að leggja meira í þetta og þá fór þetta að koma. Þessir eldri kannski sýndu líka sína reynslu og þá fór þetta að ganga og við fengum smá blóð á tennurnar varnarlega og mér fannst við frábærir þar. Dómararnir leyfðu mikið á báða bóga í kvöld og ég held að liðin hafi bara spilað þannig.“ Meiðslalisti Selfyssinga er nokkuð langur, en liðið hefur verið í meiðslavandræðum frá miðju seinasta tímabili. Guðmundur Hólmar Helgason og Tryggvi Þórisson, sem báðir hafa verið að glíma við meiðsli, voru í hóp hjá Selfyssingum og Halldór vonast til að það fari að styttast í að þeir geti tekið þátt að fullu. „Þeir eru bara til skrauts,“ sagði Halldór léttur. „Tryggvi er á góðri leið og Gummi líka. Við erum bara því miður að reikna þetta þannig að eftir að það var fjölgað í 16 í hóp og við erum með marga unga stráka sem þurfa að spila mínútur með U-liðinu og við getum ekki veitt þeim það frábæra augnablik að fá að vera með í hóp í meistaraflokki af því að við eigum bara fjögur sæti í U-liðinu.“ „Þannig að í staðin fyrir að vera með 12 eða 13 á skýrslu þá erum við í rauninni að leyfa þessum sem eru meiddir og ekki klárir að vera með og þeir eru auðvitað bara stuðningur fyrir strákana. Þeir eru jákvæðir og flottir á bekknum.“ „En vonandi styttist aðeins í þá og vonandi styttist í aðeins fleiri. Á meðan að enginn er að detta út.“ Selfyssingar mæta Haukum eftir viku og Halldór segir að liðið þurfi að sýna sama leik og í kvöld ef þeir ætli sér að ná einhverju úr þeim leik. „Þetta leggst mjög vel í mig, bara eins og allir leikir. Þetta er gríðarlega erfið deild og það eru mörg jöfn lið. Haukarnir eru frábærir og sennilega best mannaða liðið í deildinni.“ „Við vitum alveg hvað bíður okkar þar og við þurfum bara að eiga toppleik og leik af þessu kaliberi til þess að eig möguleika á sigri. Við förum auðvitað í alla leiki til að selja okkur dýrt og svo verður það bara að koma í ljós hvernig það fer.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss FH Íslenski handboltinn Handbolti
„“Selfoss vann góðan fjögurra marka sigur á FH í kvöld, lokatölur 27-23. Segja má að markvarsla heimamanna hafi lagt grunn að sigri kvöldsins. Selfyssingar skoruðu fyrsta mark leiksins en næstu mínútur voru í einkaeigu gestanna. Phil Döhler varði eins og óður maður og FH-ingar komust í 5-1 þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Halldór Jóhann var þá búinn að sjá nóg og tók leikhlé fyrir Selfyssinga. Við það batnaði leikur heimamanna til muna og þeir unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn. Eftir rúmlega tuttugu mínútna leik virtist Jón Bjarni Ólafsson fara í andlitið á Hergeiri Grímssyni og fékk að líta beint rautt spjald. Einar Sverrisson fór á vítapunktinn og jafnaði leikinn í 10-10, og í næstu sókn komust Selfyssingar yfir í fyrsta skipti síðan í stöðunni 1-0. Liðin skiptust á að skora næstu mínútur og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 14-12, Selfyssingum í vil. Seinni hálfleikur bauð svo upp á mikla spennu lengst af. Selfyssingar náðu fjögurra marka forystu snemma í hálfleiknum, en gestirnir virtust þó aldrei vera langt undan. Heimamenn héldu forskoti sínu í þrem til fjórum mörkum, og þegar um stundarfjórðungur var eftir var staðan 20-17, Selfyssingum í vil. FH-ingar sóttu hart að heimamönnum, en Vilius Rasimas var algjörlega frábær í marki Selfyssinga og sá til þess að gestirnir náðu aldrei að jafna leikinn. Þeir gerðu þó sitt besta til að hleypa spennu í leikinn og minnkuðu muninn í eitt mark þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Heimamenn reyndust þó sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum virkilega sterkan fjögurra marka sigur, 27-23. Af hverju vann Selfoss? Eftir virkilega erfiðar upphafsmínútur voru Selfyssingar heilt yfir líklega sterkari aðilinn. Eins og áður segir var Vilius Rasimas frábær í marki heimamanna og átti stóran þátt í sigrinum. Hverjir stóðu upp úr? Vilius Rasimas átti frábæran dag í markinu. Hann varði hvorki meira né minna en 18 bolta og var því með tæplega 44% markvörslu. Einar Sverrisson og Ísak Gústavsson áttu líka fínan dag fyrir Selfyssinga. Einar skoraði átta mörk, þar af fimm af vítalínunni. Ísak skoraði fimm og átti sinn þátt í að breyta leik Selfyssinga eftir erfiða byrjun. Hvað gekk illa? Eins og fram hefur komið gekk Selfyssingum illa að spila handbolta fyrstu tíu mínútur leiksins. Eftir það áttu FH-ingar í miklum erfiðleikum með að koma boltanum í netið, en gestirnir skoruðu ekki nema 18 mörk á seinustu 50 mínútum leiksins. Hvað gerist næst? FH-ingar fara í bátsferð til Eyja á sunnudaginn þar sem þeir munu kljást við ÍBV. Selfyssingar fara á Ásvelli eftir slétta viku þar sem að deildarmeistarar Hauka bíða þeirra. Við bara gefum eftir og svo var hann bara frábær í markinu hjá þeim Sigursteinn Arndal segir að tapið í kvöld hafi verið vonbrigði.Vísir/Hulda Margrét „Þetta eru bara vonbrigði,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, eftir tapið í kvöld. „Við mættum bara frábæru Selfossliði sem spilaði af miklum krafti og það var of mikið í okkar leik sem var ekki í lagi.“ „Við lentum í vandræðum og þurftum að vera með rétthentan hægra meginn og við klikkum of mikið.“ FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust fljótt í 5-1, en eftir það fór að halla undan fæti. Sigursteinn segist ekki hafa svörin við því af hverju það gerðist. „Það er ekki gott að segja. Þetta er handbolti og það eru sviptingar. Við höfum séð þetta milljón sinnum áður. Það er rétt að við byrjum þetta vel, en við náum ekki að halda það út.“ „Við lendum í einhverjum tveim mínútum og eitthvað. Við bara gefum eftir og svo var hann bara frábær í markinu hjá þeim. Það er ekkert hægt að horfa framhjá því.“ Jón Bjarni Ólafsson fékk að líta beint rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik þegar hann virtist fara í andlitið á Hergeiri Grímssyni. Sigursteinn vildi ekki tjá sig of mikið um það. „Þeir hljóta að vera með það á hreinu.“ FH fer til Vestmannaeyja um helgina þar sem að þeir mæta ÍBV á sunnudaginn. „Það leggst bara vel í mig. Mótið er byrjað og við þurfum bara að hugsa vel um okkur og mæta klárir til Eyja næstu helgi,“ sagði Sigursteinn að lokum. Þetta var bara allt annar leikur en við sýndum í síðasta leik Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega ánægður með sína menn í kvöld.vísir/hulda margrét „Mér líður töluvert betur en eftir síðasta leik, ég get alveg sagt þér það,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga eftir igurinn í kvöld. „Við vorum bara frábærir. Lendum 5-1 undir, smá pirringur í hópnum og kannski var það bara það sem þurfti til að kveikja á okkur. Við fáum svo bara á okkur 18 mörk á einhverjum 55 mínútum.“ „Við vorum bara frábærir í dag varnarlega. Vilius Geggjaður í markinu og við vorum líka klókir sóknarlega á köflum þar sem við þruftum að vera klókir. Þetta var bara allt annar leikur en við sýndum í síðasta leik og kannski svona sama frammistaða og við sýndum í Evrópukeppninni síðustu helgi.“ „En ég er bara fyrst og fremst gríðarlega stoltur af strákunum. Það eru margir að leggja alveg rosalega mikið í þetta og spila margar mínútur. Strákar eins og Elvar að koma hérna inn og spilar stórkostlega í raun og veru, 60 mínútur í vörn og er að spila sína fyrstu meistaraflokksleiki.“ Í stöðunnu 5-1 tók Halldór leikhlé fyrir Selfyssinga, og fljótlega eftir það fór liðið að saxa á forskot gestanna. Hann vildi þó ekki gefa upp havð fór fram í leikhléinu. „Það er svo sem kannski bara á milli hópsins hvað ég sagði í raun og veru. Við þurftum kannski bara smá „restart“ og það tókst. Stundum tekst það og stundum tekst það ekki.“ „Fyrst og fremst vildum við bara vinna með það sem við vorum búnir að leggja upp með og halda í planið. Við vorum að taka of mikið af slæmum skotum í byrjun þar sem við vorum að skjóta undir pressu og illa á markmanninn.“ „Við fórum í raun bara að leggja meira í þetta og þá fór þetta að koma. Þessir eldri kannski sýndu líka sína reynslu og þá fór þetta að ganga og við fengum smá blóð á tennurnar varnarlega og mér fannst við frábærir þar. Dómararnir leyfðu mikið á báða bóga í kvöld og ég held að liðin hafi bara spilað þannig.“ Meiðslalisti Selfyssinga er nokkuð langur, en liðið hefur verið í meiðslavandræðum frá miðju seinasta tímabili. Guðmundur Hólmar Helgason og Tryggvi Þórisson, sem báðir hafa verið að glíma við meiðsli, voru í hóp hjá Selfyssingum og Halldór vonast til að það fari að styttast í að þeir geti tekið þátt að fullu. „Þeir eru bara til skrauts,“ sagði Halldór léttur. „Tryggvi er á góðri leið og Gummi líka. Við erum bara því miður að reikna þetta þannig að eftir að það var fjölgað í 16 í hóp og við erum með marga unga stráka sem þurfa að spila mínútur með U-liðinu og við getum ekki veitt þeim það frábæra augnablik að fá að vera með í hóp í meistaraflokki af því að við eigum bara fjögur sæti í U-liðinu.“ „Þannig að í staðin fyrir að vera með 12 eða 13 á skýrslu þá erum við í rauninni að leyfa þessum sem eru meiddir og ekki klárir að vera með og þeir eru auðvitað bara stuðningur fyrir strákana. Þeir eru jákvæðir og flottir á bekknum.“ „En vonandi styttist aðeins í þá og vonandi styttist í aðeins fleiri. Á meðan að enginn er að detta út.“ Selfyssingar mæta Haukum eftir viku og Halldór segir að liðið þurfi að sýna sama leik og í kvöld ef þeir ætli sér að ná einhverju úr þeim leik. „Þetta leggst mjög vel í mig, bara eins og allir leikir. Þetta er gríðarlega erfið deild og það eru mörg jöfn lið. Haukarnir eru frábærir og sennilega best mannaða liðið í deildinni.“ „Við vitum alveg hvað bíður okkar þar og við þurfum bara að eiga toppleik og leik af þessu kaliberi til þess að eig möguleika á sigri. Við förum auðvitað í alla leiki til að selja okkur dýrt og svo verður það bara að koma í ljós hvernig það fer.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti