„Við munum alltaf standa upp aftur“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 16:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á kjörstað. Hann leynir því ekki að niðurstaða kosninganna eru honum mikil vonbrigði. vísir/sigurjón Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir niðurstöðu kosninganna óvæntustu kosningaúrslit sem hann hefur upplifað. Sigmundur Davíð sagði í öllum viðtölum í nótt að hann vildi bíða og sjá hver niðurstaðan yrði, því alltaf hafi það verið svo að þeir flokkar sem hann hefur stýrt hafi sótt verulega í sig veðrið þegar á talningu hefur liðið. Nú liggur fyrir að Miðflokkurinn tapaði miklu fylgi og fjórum þingmönnum. „Ég sofnaði með tölvuna í fanginu í morgun en þegar ég vaknaði sá ég að óvæntustu kosningaúrslit sem ég hef upplifað innan lands eða utan hafa ekki breyst,“ segir Sigmundur Davíð í pistli sem hann var að birta á Facebook-síðu sinni. Sluppu ekki ósárir frá kosningunum Hann segir að kjósendur geti ekki haft rangt fyrir sér en úrslitin komi á óvart því hann hafi aldrei upplifað eins mikinn mun á stemmingu fyrir kosningar og svo niðurstöðum. „En stundum fæst ekkert við aðstæðurnar ráðið,"“ segir Sigmundur Davíð. „Stjórnmál eru ekki bara vinnan mín heldur líka áhugamál. Undanfarna mánuði hef ég fylgst með þróuninni í öðrum löndum og síðustu vikur hef ég óttast að það gæti farið eins hjá okkur og hollenska Lýðræðisflokknum sem var stofnaður sama ár og Miðflokkurinn og hefur svipaðar áherslur. Hann var sigurvegari sveitarstjórnakosninganna og fékk flesta fulltrúa kjörna rétt fyrir upphaf Covid og var með hátt í 20% stuðning í könnunum fram að því að faraldurinn hófst. Eftir það sáu þeir vart til sólar og enduðu með 5% fylgi. Í gær taldi ég víst að við slyppum við þau örlög en svo var ekki,“ segir Sigmundur Davíð nú. Niðurstaðan Sigmundi mikil vonbrigði Hann segir að niðurstaðan séu sér mikil vonbrigði vegna hinnar miklu vinnu sem vinir hans í flokksstarfinu inntu af hendi. „Ég varð líka fyrir vonbrigðum með að tveir traustir prinsippmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem hefðu haft góð og mikilvæg áhrif á Alþingi komust ekki inn.“ Sigmundur lýkur máli sínu með því að vitna í Roy Bennett, stjórnmálamann frá Zimbabwe (1957-2018): „En í stjórnmálum eins og lífinu er þetta ekki spurning um hversu oft þú ert sleginn niður heldur hversu oft þú getur staðið upp aftur,“ segir Sigmundur og klikkir út með loforði eða hótun, fer eftir því af hvaða hóli er horft: „Og við munum alltaf standa upp aftur.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sigmundur Davíð sagði í öllum viðtölum í nótt að hann vildi bíða og sjá hver niðurstaðan yrði, því alltaf hafi það verið svo að þeir flokkar sem hann hefur stýrt hafi sótt verulega í sig veðrið þegar á talningu hefur liðið. Nú liggur fyrir að Miðflokkurinn tapaði miklu fylgi og fjórum þingmönnum. „Ég sofnaði með tölvuna í fanginu í morgun en þegar ég vaknaði sá ég að óvæntustu kosningaúrslit sem ég hef upplifað innan lands eða utan hafa ekki breyst,“ segir Sigmundur Davíð í pistli sem hann var að birta á Facebook-síðu sinni. Sluppu ekki ósárir frá kosningunum Hann segir að kjósendur geti ekki haft rangt fyrir sér en úrslitin komi á óvart því hann hafi aldrei upplifað eins mikinn mun á stemmingu fyrir kosningar og svo niðurstöðum. „En stundum fæst ekkert við aðstæðurnar ráðið,"“ segir Sigmundur Davíð. „Stjórnmál eru ekki bara vinnan mín heldur líka áhugamál. Undanfarna mánuði hef ég fylgst með þróuninni í öðrum löndum og síðustu vikur hef ég óttast að það gæti farið eins hjá okkur og hollenska Lýðræðisflokknum sem var stofnaður sama ár og Miðflokkurinn og hefur svipaðar áherslur. Hann var sigurvegari sveitarstjórnakosninganna og fékk flesta fulltrúa kjörna rétt fyrir upphaf Covid og var með hátt í 20% stuðning í könnunum fram að því að faraldurinn hófst. Eftir það sáu þeir vart til sólar og enduðu með 5% fylgi. Í gær taldi ég víst að við slyppum við þau örlög en svo var ekki,“ segir Sigmundur Davíð nú. Niðurstaðan Sigmundi mikil vonbrigði Hann segir að niðurstaðan séu sér mikil vonbrigði vegna hinnar miklu vinnu sem vinir hans í flokksstarfinu inntu af hendi. „Ég varð líka fyrir vonbrigðum með að tveir traustir prinsippmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem hefðu haft góð og mikilvæg áhrif á Alþingi komust ekki inn.“ Sigmundur lýkur máli sínu með því að vitna í Roy Bennett, stjórnmálamann frá Zimbabwe (1957-2018): „En í stjórnmálum eins og lífinu er þetta ekki spurning um hversu oft þú ert sleginn niður heldur hversu oft þú getur staðið upp aftur,“ segir Sigmundur og klikkir út með loforði eða hótun, fer eftir því af hvaða hóli er horft: „Og við munum alltaf standa upp aftur.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26