Hundraðasti sigur Hamilton í hádramatískum Rússlandskappakstri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. september 2021 13:56 Lewis Hamilton kemur í mark í Rússlandi við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna. Lars Baron - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Breski ökuþórinn Lewis Hamilton vann sinn hundraðasta sigur á ferlinum þegar að keppt var í formúlu 1 í Rússlandi í dag. Lando Norris var fremstur lengst af, en rigning á lokahringjunum varð honum að falli. Norris var á ráspól í fyrsta skipti á ferlinum þegar ræst var í Sochi í Rússlandi í dag. Hamilton var fjórði og hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Max Verstappen, tók út refsingu og ræsti aftastur. Hamilton fór ekki nógu vel af stað og féll niður í sjöunda sæti í upphafi keppni. Carlos Sainz á Ferrrari tók forystuna af Lando Norris, en Norris kom sér fljótlega aftur í fremsta sæti. Breski heimsmeistarinn vann upp sæti hægt og bítandi, og á sama tíma vann Verstappen sig hratt upp listann. Þegar um fimm hingir voru eftir var Norris fremstur, Hamilton annar og Verstappen kominn í þriðja og seinasta verðlaunasætið. Þegar þarna var komið við sögu fór að rigna, og liðin þurftu því að taka snögga ákvörðun um það hvort að skynsamlegt væri að fara inn á þjónustusvæði til að setja regndekkin undir, eða að halda áfram á þeim dekkjum sem þeir voru á og vona það besta. Hamilton og Verstappen skiptu um dekk á meðan að Norris hélt ótrauður áfram. Það reyndust þó vera dýrkeypt mistök fyrir Norris, en á næstu mínútum bætti mikið í rigningu og hann réð ekkert við bílinn. Verstappen og Hamilton sóttu hratt að Norris og fóru að lokum nokkuð auðveldlega fram úr honum. Lewis Hamilton kom fyrstur í mark, en þetta var hundraðasti sigur hans á ferlinum í formúlu 1. Hann er jafnframt fyristi ökumaðurinn í sögu formúlu 1 til að vinna hundrað keppnir. HISTORY!!! 💯@LewisHamilton becomes the first F1 driver ever to reach 100 wins 👏👏👏#RussianGP #F1 pic.twitter.com/AK5cCAaxpe— Formula 1 (@F1) September 26, 2021 Með sigrinum tekur hann forystuna í stigakeppni ökuþóra og er nú tveimur stigum fyrir ofan Max Vertappen sem kom annar í mark. Norris, sem sá í hyllingum sinn fyrsta sigur á ferlinum, féll alla leið niður í sjöunda sæti, en það var Carlos Sainz sem að hrifsaði til sín þriðja sætið og komst því á verðlaunapall. Formúla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Norris var á ráspól í fyrsta skipti á ferlinum þegar ræst var í Sochi í Rússlandi í dag. Hamilton var fjórði og hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Max Verstappen, tók út refsingu og ræsti aftastur. Hamilton fór ekki nógu vel af stað og féll niður í sjöunda sæti í upphafi keppni. Carlos Sainz á Ferrrari tók forystuna af Lando Norris, en Norris kom sér fljótlega aftur í fremsta sæti. Breski heimsmeistarinn vann upp sæti hægt og bítandi, og á sama tíma vann Verstappen sig hratt upp listann. Þegar um fimm hingir voru eftir var Norris fremstur, Hamilton annar og Verstappen kominn í þriðja og seinasta verðlaunasætið. Þegar þarna var komið við sögu fór að rigna, og liðin þurftu því að taka snögga ákvörðun um það hvort að skynsamlegt væri að fara inn á þjónustusvæði til að setja regndekkin undir, eða að halda áfram á þeim dekkjum sem þeir voru á og vona það besta. Hamilton og Verstappen skiptu um dekk á meðan að Norris hélt ótrauður áfram. Það reyndust þó vera dýrkeypt mistök fyrir Norris, en á næstu mínútum bætti mikið í rigningu og hann réð ekkert við bílinn. Verstappen og Hamilton sóttu hratt að Norris og fóru að lokum nokkuð auðveldlega fram úr honum. Lewis Hamilton kom fyrstur í mark, en þetta var hundraðasti sigur hans á ferlinum í formúlu 1. Hann er jafnframt fyristi ökumaðurinn í sögu formúlu 1 til að vinna hundrað keppnir. HISTORY!!! 💯@LewisHamilton becomes the first F1 driver ever to reach 100 wins 👏👏👏#RussianGP #F1 pic.twitter.com/AK5cCAaxpe— Formula 1 (@F1) September 26, 2021 Með sigrinum tekur hann forystuna í stigakeppni ökuþóra og er nú tveimur stigum fyrir ofan Max Vertappen sem kom annar í mark. Norris, sem sá í hyllingum sinn fyrsta sigur á ferlinum, féll alla leið niður í sjöunda sæti, en það var Carlos Sainz sem að hrifsaði til sín þriðja sætið og komst því á verðlaunapall.
Formúla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira