Gunnar Smári sagður hafa rekið glæsilega kosningabaráttu fyrir Ingu Sæland Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 11:43 Inga Sæland í öruggum höndum á leiðinni í kosningasjónvarp Stöðvar 2 í gær. Vísir/vilhelm Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar telur ekki ólíklegt að Flokkur fólksins hafi notið góðs af kosningabaráttu Sósíalistaflokksins. Daði Már og oddviti Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, Guðrún Hafsteinsdóttir, sátu í stúdíóinu hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi og ræddu eitt og annað sem viðkemur nýafstöðnum kosningum. Daði Már vildi koma þeim sem standa að skoðanakönnunum til varnar, en ýmsir vilja meina að þetta hafi verið skellur fyrir þá aðila. Daði Már sagði þetta eðli máls samkvæmt ónákvæmt, verið væri að mæla skotmark á hreyfingu. Breytingaröflin tapað „Skekkjur geta orðið miklar og bara ein talning sem telur og það er kjördagur. Þetta snýst fyrst og fremst um sviptingar á fylgi. Og athyglisvert er að fylgi Sósíalista gufar upp eftir að hafa siglt sterkt inn í kosningarnar,“ sagði Daði Már og vildi, með fullri virðingu, meina að Sósíalistar hafi ekki verið „varfærnir í yfirlýsingum“. Og Daði Már taldi að svo virðist sem að það fylgi sem mældist hjá Sósíalistum hafi færst yfir á Flokk fólksins. Skelegg kosningabarátta Gunnars Smára og Sósíalistaflokksins er helst talin hafa gagnast Ingu Sæland.vísir/vilhelm Daði Már vildi meina að breytingaröflin öll hafi tapað nema Viðreisn og það megi hafa til marks um áhugaleysi þjóðarinnar á breytingum. Guðrún taldi þetta ekki standast, lífið væri síbreytilegt og allt breytingum háð. „En mér finnst ég hafa skynjað það í gegnum kosningabaráttuna að fólk vildi pólitískan stöðugleika. Og allt tal um að hér væri allt á vonarvöl og þau kerfi sem við byggjum velferð okkar á væru að hruni komin, þjóðin hafnaði því,“ sagði Guðrún. Drengileg framganga Gunnars Smára í garð Ingu Daði Már bætti því þá við, sem hann hafði heyrt, að Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokksins hafi „rekið mjög skelegga kosningabaráttu … fyrir Flokk fólksins“. Jakob Frímann Magnússon nýr þingmaður Flokks fólksins segir það rétt, Gunnar Smári hafi sýnt drengsskap og talað Ingu og hennar áherslur upp.Flokkur fólksins Í fjarfundabúnaði var einnig Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, sem flaug inn á þing sem frambjóðandi Flokks fólksins sagði það rétt, Sósíalistar hafi rekið glæsilega kosningabaráttu. „Gunnar Smári sýndi drengskap í því að tala Ingu upp og hennar áherslur,“ sagi Jakob sem taldi að kjósendum hafi brugðið þegar hann fór að tala um að hrófla ætti við eignarrétti svo sem það að brjóta upp fyrirtæki. Eignarréttur væri stjórnarskrárvarinn og þá gæti nú ýmislegt farið af stað. Upptöku af umræðunum má sjá að neðan. Klippa: Sprengisandur - Guðrún, Daði Már, Ingibjörg og Jakob Frímann Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Daði Már og oddviti Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, Guðrún Hafsteinsdóttir, sátu í stúdíóinu hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi og ræddu eitt og annað sem viðkemur nýafstöðnum kosningum. Daði Már vildi koma þeim sem standa að skoðanakönnunum til varnar, en ýmsir vilja meina að þetta hafi verið skellur fyrir þá aðila. Daði Már sagði þetta eðli máls samkvæmt ónákvæmt, verið væri að mæla skotmark á hreyfingu. Breytingaröflin tapað „Skekkjur geta orðið miklar og bara ein talning sem telur og það er kjördagur. Þetta snýst fyrst og fremst um sviptingar á fylgi. Og athyglisvert er að fylgi Sósíalista gufar upp eftir að hafa siglt sterkt inn í kosningarnar,“ sagði Daði Már og vildi, með fullri virðingu, meina að Sósíalistar hafi ekki verið „varfærnir í yfirlýsingum“. Og Daði Már taldi að svo virðist sem að það fylgi sem mældist hjá Sósíalistum hafi færst yfir á Flokk fólksins. Skelegg kosningabarátta Gunnars Smára og Sósíalistaflokksins er helst talin hafa gagnast Ingu Sæland.vísir/vilhelm Daði Már vildi meina að breytingaröflin öll hafi tapað nema Viðreisn og það megi hafa til marks um áhugaleysi þjóðarinnar á breytingum. Guðrún taldi þetta ekki standast, lífið væri síbreytilegt og allt breytingum háð. „En mér finnst ég hafa skynjað það í gegnum kosningabaráttuna að fólk vildi pólitískan stöðugleika. Og allt tal um að hér væri allt á vonarvöl og þau kerfi sem við byggjum velferð okkar á væru að hruni komin, þjóðin hafnaði því,“ sagði Guðrún. Drengileg framganga Gunnars Smára í garð Ingu Daði Már bætti því þá við, sem hann hafði heyrt, að Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokksins hafi „rekið mjög skelegga kosningabaráttu … fyrir Flokk fólksins“. Jakob Frímann Magnússon nýr þingmaður Flokks fólksins segir það rétt, Gunnar Smári hafi sýnt drengsskap og talað Ingu og hennar áherslur upp.Flokkur fólksins Í fjarfundabúnaði var einnig Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, sem flaug inn á þing sem frambjóðandi Flokks fólksins sagði það rétt, Sósíalistar hafi rekið glæsilega kosningabaráttu. „Gunnar Smári sýndi drengskap í því að tala Ingu upp og hennar áherslur,“ sagi Jakob sem taldi að kjósendum hafi brugðið þegar hann fór að tala um að hrófla ætti við eignarrétti svo sem það að brjóta upp fyrirtæki. Eignarréttur væri stjórnarskrárvarinn og þá gæti nú ýmislegt farið af stað. Upptöku af umræðunum má sjá að neðan. Klippa: Sprengisandur - Guðrún, Daði Már, Ingibjörg og Jakob Frímann
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31
Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15