Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2021 10:32 Lenia Rún kom inn sem jöfnunarþingmaður í Reykjavík Norður á síðustu stundu. Fyrir vikið komst Brynjar Níelsson ekki á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. Lenya er yngsti kjörni þingmaður sögunnar en hún er 21 árs og 269 daga gömul. Hún bætir met Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur sem var 21 árs og 303 daga þegar hún var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Lenya var á kosningavöku Pírata í nótt. „Svo kom ég bara heim og ákvað að fara að sofa klukkan fimm og setja símann á airplane-mode. Ég hugsaði bara, ég vakna þegar ég vakna,“ segir Lenya. „Þetta var bara alltof spennandi og of taugatrekkjandi.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að ná inn á þing. Enn þá að meðtaka þetta „Ég ætla ekki að ljúga. Þegar við töluðum saman í gær þá var ég ekki að búast við þessu, var að gera ráð fyrir að verða varaþingmaður. Ég var alls ekki búin að sjá fyrir mér að verða þingmaður og er enn þá aðeins að meðtaka þetta.“ Lenya er á þriðja ári í lögfræðinámi við Háskóla Íslands. Hún hefur verið virk í stúdentapólitíkinni hjá Vöku. Þá hefur hún bæði búið á Íslandi og í Kúrdistan en þaðan eru foreldrar hennar. „Ég ólst upp í Breiðholtinu fyrstu fjögur árin en svo fluttum við í Salahverfið,“ segir Lenya. Þar hefur hún búið fyrir utan árin 2013-2016 þegar fjölskyldan bjó í Kúrdistan. Ætlar að vaða í afglæpavæðingu Hún segist brenna fyrir ýmiss málefni. „Að sjálfsögðu, það er ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram. Ég held ég gæti verið góður fultrúi þeirra hópa sem fá svo sjaldan áheyrn. Eins og unga fólkið, útlendingar og innflytjendur.“ Hún segir mjög mikla vinnu fram undan. „Ég veit ekki hvar ég myndi byrja. Auðvitað afglæpavæðingin, við erum komin svo langt með þessa vinnu en við gætum klárað það á þessu kjörtímabili, strax núna í haust.“ Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Lenya er yngsti kjörni þingmaður sögunnar en hún er 21 árs og 269 daga gömul. Hún bætir met Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur sem var 21 árs og 303 daga þegar hún var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Lenya var á kosningavöku Pírata í nótt. „Svo kom ég bara heim og ákvað að fara að sofa klukkan fimm og setja símann á airplane-mode. Ég hugsaði bara, ég vakna þegar ég vakna,“ segir Lenya. „Þetta var bara alltof spennandi og of taugatrekkjandi.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að ná inn á þing. Enn þá að meðtaka þetta „Ég ætla ekki að ljúga. Þegar við töluðum saman í gær þá var ég ekki að búast við þessu, var að gera ráð fyrir að verða varaþingmaður. Ég var alls ekki búin að sjá fyrir mér að verða þingmaður og er enn þá aðeins að meðtaka þetta.“ Lenya er á þriðja ári í lögfræðinámi við Háskóla Íslands. Hún hefur verið virk í stúdentapólitíkinni hjá Vöku. Þá hefur hún bæði búið á Íslandi og í Kúrdistan en þaðan eru foreldrar hennar. „Ég ólst upp í Breiðholtinu fyrstu fjögur árin en svo fluttum við í Salahverfið,“ segir Lenya. Þar hefur hún búið fyrir utan árin 2013-2016 þegar fjölskyldan bjó í Kúrdistan. Ætlar að vaða í afglæpavæðingu Hún segist brenna fyrir ýmiss málefni. „Að sjálfsögðu, það er ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram. Ég held ég gæti verið góður fultrúi þeirra hópa sem fá svo sjaldan áheyrn. Eins og unga fólkið, útlendingar og innflytjendur.“ Hún segir mjög mikla vinnu fram undan. „Ég veit ekki hvar ég myndi byrja. Auðvitað afglæpavæðingin, við erum komin svo langt með þessa vinnu en við gætum klárað það á þessu kjörtímabili, strax núna í haust.“
Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira