Sigmundur Davíð: „Ekki tilefni til að fara á taugum“ Þorgils Jónsson skrifar 26. september 2021 00:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er einn inni af frambjóðendum Miðflokksins eins og sakir standa. Þegar fyrstu tölur liggja fyrir í öllum kjördæmum stefnir í að Miðflokkurinn missi alla sína þingmenn fyrir utan formann sinn Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Í ávarpi sínu til stuðningsmanna fyrr í kvöld sagði Sigmundur að þó fyrstu tölur væru ekki góðar væri ekki tilefni til að fara á taugum. „Við höfum séð þetta allt áður. Fyrir síðustu kosningar upplifði maður allt þetta. Fyrstu tölur úr kjördæmum voru ekki heppilegar fyrir okkur og gáfu ekki góðar vísbendingar. Svo leið á nóttina og bættist jafnt og þétt við.“ Sigmundur sagði að frambjóðendur flokksins hefðu fengið góðar móttökur víða um land að undanförnu. „Ég hef engar efasemdir um að við munum bæta við okkur eftir því sem á líður. Við erum ekki að fara að vinna stórkostlegan kosningasigur, og gerðum ekki ráð fyrir því við þessar aðstæður. Það hentar okkur ekki þegar er ekki verið að ræða um pólitík. Það hentar öðrum betur.“ Fyrst og fremst væri Miðflokkurinn ekki flokkur sem léti undan í mótlæti enda væri það mikilvægasta í stjórnmálum þolgæði og þrautseigja. Fyrst og fremst, hvernig sem allt fer, erum við minnug þess að við erum flokkur sem lætur ekki undan mótlæti. Það mikilvægasta í pólitík er ekki lausnir og stefna heldur þolgæði og þrautseigja. „Eftir þessar kosningar munum við halda velli til þess að berjast áfram fyrir skynsemishyggju í pólitík og því sem við trúum á. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ríkisstjórn verður mynduð, en hlutverk okkar, hvort sem við verðum í ríkisstjórn eða utan ríkisstjórnar, verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Oft var þörf fyrir róttæka skynsemishyggju í pólitík en nú er nauðsyn.“ Fyrr í kvöld talaði Snorri Másson fréttamaður við þingmennina Bergþór Ólason og Karl Gauta Hjaltason sem eru á útleið miðað við núverandi stöðu. Bergþór sagði að þetta væri ekki sú staða sem þau höfðu vonast eftir. Karl Gauti sagði sömuleiðis að þetta liti ekki vel út. „Fólk virðist ekki kunna að meta það að við höfum verið í stjórnarandstöðu, mjög öflugri, t.d. gegn orkupakka þrjú, hálendisþjóðgarði og fleiri málum. Fólk virðist ekki vera að þakka okkur fyrir það í þessum kosningum og það er miður.“ Er þetta vanþakklæti í kjósendum? „Þetta kemur upp úr kjörkössunum. Ég er að vina að þetta lagist þegar líður á nóttina. Vegna þess að ég tel það vera mjög nauðsynlegt að Miðflokkurinn sé á þingi og stundi þar sína öflugu andstöðu gegn stjórnvöldum eins og við höfum gert allt þetta kjörtímabil.“ Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Í ávarpi sínu til stuðningsmanna fyrr í kvöld sagði Sigmundur að þó fyrstu tölur væru ekki góðar væri ekki tilefni til að fara á taugum. „Við höfum séð þetta allt áður. Fyrir síðustu kosningar upplifði maður allt þetta. Fyrstu tölur úr kjördæmum voru ekki heppilegar fyrir okkur og gáfu ekki góðar vísbendingar. Svo leið á nóttina og bættist jafnt og þétt við.“ Sigmundur sagði að frambjóðendur flokksins hefðu fengið góðar móttökur víða um land að undanförnu. „Ég hef engar efasemdir um að við munum bæta við okkur eftir því sem á líður. Við erum ekki að fara að vinna stórkostlegan kosningasigur, og gerðum ekki ráð fyrir því við þessar aðstæður. Það hentar okkur ekki þegar er ekki verið að ræða um pólitík. Það hentar öðrum betur.“ Fyrst og fremst væri Miðflokkurinn ekki flokkur sem léti undan í mótlæti enda væri það mikilvægasta í stjórnmálum þolgæði og þrautseigja. Fyrst og fremst, hvernig sem allt fer, erum við minnug þess að við erum flokkur sem lætur ekki undan mótlæti. Það mikilvægasta í pólitík er ekki lausnir og stefna heldur þolgæði og þrautseigja. „Eftir þessar kosningar munum við halda velli til þess að berjast áfram fyrir skynsemishyggju í pólitík og því sem við trúum á. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ríkisstjórn verður mynduð, en hlutverk okkar, hvort sem við verðum í ríkisstjórn eða utan ríkisstjórnar, verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Oft var þörf fyrir róttæka skynsemishyggju í pólitík en nú er nauðsyn.“ Fyrr í kvöld talaði Snorri Másson fréttamaður við þingmennina Bergþór Ólason og Karl Gauta Hjaltason sem eru á útleið miðað við núverandi stöðu. Bergþór sagði að þetta væri ekki sú staða sem þau höfðu vonast eftir. Karl Gauti sagði sömuleiðis að þetta liti ekki vel út. „Fólk virðist ekki kunna að meta það að við höfum verið í stjórnarandstöðu, mjög öflugri, t.d. gegn orkupakka þrjú, hálendisþjóðgarði og fleiri málum. Fólk virðist ekki vera að þakka okkur fyrir það í þessum kosningum og það er miður.“ Er þetta vanþakklæti í kjósendum? „Þetta kemur upp úr kjörkössunum. Ég er að vina að þetta lagist þegar líður á nóttina. Vegna þess að ég tel það vera mjög nauðsynlegt að Miðflokkurinn sé á þingi og stundi þar sína öflugu andstöðu gegn stjórnvöldum eins og við höfum gert allt þetta kjörtímabil.“
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira