Höskuldur Gunnlaugss.: Frábært frammistöðutímabil heilt yfir Árni Jóhannsson skrifar 25. september 2021 16:41 Höskuldur á fleygiferð gegn HK Vilhelm Gunnarsson Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, var sáttur með sína menn í dag og þó að sá stóri hafi ekki verið landað þá gat hann verið stoltur af sínu liði. Breiðablik lagði HK að velli í síðustu umferð Íslandsmótsins 3-0 og um leið sendu granna sína niður um deild. Höskuldur var spurður að því hvernig hugarfar hans manna var fyrir leik vitandi það að titilbaráttan var ekki í þeirra höndum. „Fyrst og fremst þurfti að halda standar. Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og þeir gáfu okkur þokkalegan leik þangað til að við náum fyrsta en samt í raun og veru öðru markinu markinu. Það var bara að klára okkar og ef eitthvað myndi gerast hinum megin þá myndi það bara gerast. Við erum samt bara sáttir með frammistöðuna okkar í sumar.“ Höskuldur var þá spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með frammistöðuna í dag líka. „Mér fannst við bara þolinmóðir og héldum í okkar gildi. Við ætluðum að fara í öll návígi af fullum krafti og HK er svo kraftmikið lið og við þurftum að jafna þá þar áður en við gátum farið að spila eitthvað. Mér fannst þetta bara hrikalega fagmannleg frammistaða frá fyrstu til síðustu mínútu.“ Blaðamaður spurði þá hvort það væri ekki saga sumarsins hjá Blikum að þeir væru orðnir mikið fagmannlegri en þeir voru t.d. á síðasta sumri og lengi framan af þessu sumri. Höskuldur var sammála því „Algjörlega. Það er kominn meiri stöðugleiki hjá okkur. Markatalan hér er því til dæmis, 32-2, smá brösug byrjun sem kannski er hægt að líta til baka núna á og svekkja sig. Seinni helmingur mótsins vorum við yfirburðar lið á Íslandi. Tókum hvern andstæðinginn á fætur öðrum og pökkuðum honum en þetta er ekki bara seinni umferðin. Við klárlega lærum af þessum en það eru fullt af vörðum sem við yfirstigum á þessu tímabili en það er bara þessi síðasta stóra varða sem okkur tókst ekki að yfirstíga.“ Viðtalið var tekið skömmu eftir að leik lauk í dag en Höskuldur var spurður að því hvort það væru einhver sérstök augnablik sem hann gæti litið til og svekkt sig meira á en öðru og í kjölfarið hvenær menn byrjuðu að hugsa um næsta tímabil. „Auðvitað er styst í leikinn á móti FH. Það var ótrúlegt, kannski vorum við ekki á okkar degi en við vorum samt mikið betri en FH í þeim leik, fjandinn hafi það að það hafi ekki allavega farið jafntefli þar. En þú veist, þetta er bara fótbolti og það sem við getum dregið lærdóm af þessu tímabili er að vera búnir að finna betri takt fyrr á tímabilinu. Þetta er aðeins öðruvísi mót í maí, öðruvísi aðstæður, við lærum bara af því og komu sterkari á næsta tímabili.“ „Ætli við gefum okkur ekki fyrstu tvær vikurnar í október til að kúpla okkur alveg burt. Svo kemur nóvember og þá byrjar þetta um leið. Þá verður grunnurinn lagður að næsta tímabili.“ Að lokum var Höskuldur spurður að þvi hvort hann væri ekki sáttur við tímabilið þó að sá stóri hafi ekki farið á loft. „Já hiklaust. Það væri hrokafullt af mér að segja annað. Við náum stiga meti, förum langt í Evrópur og gjörsamlega sprengjum markametið okkar. Glimrandi fótbolti sem við spiluðum, sérstaklega í þessu Evrópuævintýri, spiluðum hugrakkan fótbolta fyrir íslenskt lið. Förum út og stöndum okkur mjög vel á móti stórum liðum í Evrópu. Frábært frammistöðutímabil heilt yfir og við erum mjög stutt frá því að landa þeim stóra.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 15:53 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Sjá meira
Höskuldur var spurður að því hvernig hugarfar hans manna var fyrir leik vitandi það að titilbaráttan var ekki í þeirra höndum. „Fyrst og fremst þurfti að halda standar. Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og þeir gáfu okkur þokkalegan leik þangað til að við náum fyrsta en samt í raun og veru öðru markinu markinu. Það var bara að klára okkar og ef eitthvað myndi gerast hinum megin þá myndi það bara gerast. Við erum samt bara sáttir með frammistöðuna okkar í sumar.“ Höskuldur var þá spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með frammistöðuna í dag líka. „Mér fannst við bara þolinmóðir og héldum í okkar gildi. Við ætluðum að fara í öll návígi af fullum krafti og HK er svo kraftmikið lið og við þurftum að jafna þá þar áður en við gátum farið að spila eitthvað. Mér fannst þetta bara hrikalega fagmannleg frammistaða frá fyrstu til síðustu mínútu.“ Blaðamaður spurði þá hvort það væri ekki saga sumarsins hjá Blikum að þeir væru orðnir mikið fagmannlegri en þeir voru t.d. á síðasta sumri og lengi framan af þessu sumri. Höskuldur var sammála því „Algjörlega. Það er kominn meiri stöðugleiki hjá okkur. Markatalan hér er því til dæmis, 32-2, smá brösug byrjun sem kannski er hægt að líta til baka núna á og svekkja sig. Seinni helmingur mótsins vorum við yfirburðar lið á Íslandi. Tókum hvern andstæðinginn á fætur öðrum og pökkuðum honum en þetta er ekki bara seinni umferðin. Við klárlega lærum af þessum en það eru fullt af vörðum sem við yfirstigum á þessu tímabili en það er bara þessi síðasta stóra varða sem okkur tókst ekki að yfirstíga.“ Viðtalið var tekið skömmu eftir að leik lauk í dag en Höskuldur var spurður að því hvort það væru einhver sérstök augnablik sem hann gæti litið til og svekkt sig meira á en öðru og í kjölfarið hvenær menn byrjuðu að hugsa um næsta tímabil. „Auðvitað er styst í leikinn á móti FH. Það var ótrúlegt, kannski vorum við ekki á okkar degi en við vorum samt mikið betri en FH í þeim leik, fjandinn hafi það að það hafi ekki allavega farið jafntefli þar. En þú veist, þetta er bara fótbolti og það sem við getum dregið lærdóm af þessu tímabili er að vera búnir að finna betri takt fyrr á tímabilinu. Þetta er aðeins öðruvísi mót í maí, öðruvísi aðstæður, við lærum bara af því og komu sterkari á næsta tímabili.“ „Ætli við gefum okkur ekki fyrstu tvær vikurnar í október til að kúpla okkur alveg burt. Svo kemur nóvember og þá byrjar þetta um leið. Þá verður grunnurinn lagður að næsta tímabili.“ Að lokum var Höskuldur spurður að þvi hvort hann væri ekki sáttur við tímabilið þó að sá stóri hafi ekki farið á loft. „Já hiklaust. Það væri hrokafullt af mér að segja annað. Við náum stiga meti, förum langt í Evrópur og gjörsamlega sprengjum markametið okkar. Glimrandi fótbolti sem við spiluðum, sérstaklega í þessu Evrópuævintýri, spiluðum hugrakkan fótbolta fyrir íslenskt lið. Förum út og stöndum okkur mjög vel á móti stórum liðum í Evrópu. Frábært frammistöðutímabil heilt yfir og við erum mjög stutt frá því að landa þeim stóra.“
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 15:53 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 15:53