Brot úr prósenti getur haft mikil áhrif á möguleg stjórnarmynstur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2021 13:58 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Vilhelm Litlar hreyfingar á fylgi geta haft miklar afleiðingar í för með sér, að sögn Eiríks Bergmann, stjórnmálafræðings. Hann telur Alþingiskosningarnar nú þær mest spennandi í langan tíma. Mesta spennan sé hvort að ríkisstjórnin haldi og hvaða flokkar ná yfir fimm prósent þröskuldinn. Tæplega 48.000 manns voru búnir að kjósa utan kjörfundar klukkan 19:00 í gærkvöldi. Það eru mun fleiri en í síðustu kosningum. Eríkur segir að síðustu ár hafi á fleiri nýtt sér þann kost að kjósa utan kjörfundar. Þá tilhneigingu megi einnig sjá erlendis. Þessi mikli fjöldi gæti einnig tengst kórónuveirufaraldrinum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæði flæki vissulega talningu enda má ekki byrja að telja þau fyrr en kjörstöðum er lokað. Ástæðan er sú að þeir sem skila utankjörfundaratkvæði geta enn kosið á kjördag og ekki sé hægt að telja atkvæði þeirra tvisvar. „Hins vegar hefur hingað til ekki verið grundvallarmunur á atkvæðum greiddum utankjörfundar eða á kjördegi. Fylgi flokkanna hefur verið á svipuðu róli í báðum gerðum atkvæða,“ segir Eiríkur. Spurning hvernig ríkisstjórn verður mynduð með níu flokka á þingi Kosningarnar nú segir Eiríkur þær mest spennandi lengi. „Í fyrsta lagi er feykilega mikil spenna um það hvort ríkisstjórnin haldi velli eða falli. Að undanförnu höfðu kannanir sýnt að ríkisstjórnin væri svo gott sem fallin. Síðan hafa verið að koma kannanir alveg á lokametrunum sem sýna hana halda velli og í rauninni vel það. Það er gríðarlega mikið spennuatriði,“ segir hann. Þá sé spennandi að sjá hvaða flokkar ná upp fyrir fimm próenta þröskuldinn sem þarf til að flokkar fái jöfnunarþingsæti. „Síðan er það auðvitað spennan sem fylgir því ef níu flokkar eru komnir inn á þing hvernig maður myndar ríkisstjórn við slíkar aðstæður sem ekki hafa verið uppi áður í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Skoðanakannanir sýna einnig að vegna þess hversu margir flokkarnir eru og atkvæðin dreifast að örlitlar breytingar, jafnvel aðeins brot úr prósenti, geti gerbreytt stöðunni og möguleikum á samsetningu ríkisstjórnar. „Litlar hreyfingar geta haft miklar afleiðingar í för með sér.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Tæplega 48.000 manns voru búnir að kjósa utan kjörfundar klukkan 19:00 í gærkvöldi. Það eru mun fleiri en í síðustu kosningum. Eríkur segir að síðustu ár hafi á fleiri nýtt sér þann kost að kjósa utan kjörfundar. Þá tilhneigingu megi einnig sjá erlendis. Þessi mikli fjöldi gæti einnig tengst kórónuveirufaraldrinum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæði flæki vissulega talningu enda má ekki byrja að telja þau fyrr en kjörstöðum er lokað. Ástæðan er sú að þeir sem skila utankjörfundaratkvæði geta enn kosið á kjördag og ekki sé hægt að telja atkvæði þeirra tvisvar. „Hins vegar hefur hingað til ekki verið grundvallarmunur á atkvæðum greiddum utankjörfundar eða á kjördegi. Fylgi flokkanna hefur verið á svipuðu róli í báðum gerðum atkvæða,“ segir Eiríkur. Spurning hvernig ríkisstjórn verður mynduð með níu flokka á þingi Kosningarnar nú segir Eiríkur þær mest spennandi lengi. „Í fyrsta lagi er feykilega mikil spenna um það hvort ríkisstjórnin haldi velli eða falli. Að undanförnu höfðu kannanir sýnt að ríkisstjórnin væri svo gott sem fallin. Síðan hafa verið að koma kannanir alveg á lokametrunum sem sýna hana halda velli og í rauninni vel það. Það er gríðarlega mikið spennuatriði,“ segir hann. Þá sé spennandi að sjá hvaða flokkar ná upp fyrir fimm próenta þröskuldinn sem þarf til að flokkar fái jöfnunarþingsæti. „Síðan er það auðvitað spennan sem fylgir því ef níu flokkar eru komnir inn á þing hvernig maður myndar ríkisstjórn við slíkar aðstæður sem ekki hafa verið uppi áður í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Skoðanakannanir sýna einnig að vegna þess hversu margir flokkarnir eru og atkvæðin dreifast að örlitlar breytingar, jafnvel aðeins brot úr prósenti, geti gerbreytt stöðunni og möguleikum á samsetningu ríkisstjórnar. „Litlar hreyfingar geta haft miklar afleiðingar í för með sér.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira