Íslenskan glímir við ímyndarvanda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2021 15:21 Íslensk málnefnd segir mikilvægt að menntakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar. Vísir/Vilhelm Mikilvægt er að skólakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar að mati Íslenskrar málnefndar, sem gefið hefur út árlegt álit sitt á stöðu íslenskrar tungu. Ályktunin er gefin út samhliða því að boðað hefur verið til málræktarþings um íslenskukennslu á 21. öld, sem haldið verður þann 30. september á Þjóðminjasafninu. Meðal þess sem fram kemur í ályktuninni er að mikilvægt sé að skólakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar. Auka þarf áherslu á málörvun og málþroska á leikskólastigi. Endurmeta þurfi inntak íslenskukennslu og menntun íslenskukennara. Þá þurfi að efla þurfi kennslu í íslensku sem öðru máli. Styðja þurfi betur við bókasöfn sem upplýsingaveitu og upplýsingamiðstöð og enn fremur námsefnisgerð á íslensku en nýta þurfi þar möguleika upplýsingatækninnar. Enskan tengd við skemmtilega hluti frekar en íslenskan Sérstakur kafli í ályktun málnefndar fjallar um ímyndarvanda íslenskunnar. Segir þar að íslenskan eigi við slíkan vanda að glíma sem þjóðtunga og kennslutunga, meðal annars á meðal skólabarna. Hluta skýringarinnar sé að finna innan menntakerfisins, en einnig svokallaðan umdæmisvanda. „Hann felst í stækkandi notkunarsviði ensku á kostnað íslensku og takmörkuðu aðgengi að fjölbreyttu innlendu eða þýddu efni,“ segir í ályktuninni. Íslenskir nemendur tengi ensku við skemmtilega hluti, en íslensku við þá sem eru ögn leiðinlegri. „Í huga nemenda er íslenska stundum tengd sérstaklega við skólaverkefni, einkunnir, leiðréttingar, virðingu og eldra fólk en enska aftur á móti við skemmtun, afþreyingu, ferðalög og framtíðartækifæri,“ segir í ályktuninni. „Mikilvægt er að skólar og samfélagið allt geri sér grein fyrir þessum viðhorfsvanda og átti sig á hve skaðleg neikvæð umræða um íslenska málnotkun getur verið fyrir ímynd íslensks máls annars vegar og sjálfsmynd nemenda hins vegar,“ segir ennfremur. Lesa má ítarlega ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2021 hér. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11 Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ályktunin er gefin út samhliða því að boðað hefur verið til málræktarþings um íslenskukennslu á 21. öld, sem haldið verður þann 30. september á Þjóðminjasafninu. Meðal þess sem fram kemur í ályktuninni er að mikilvægt sé að skólakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar. Auka þarf áherslu á málörvun og málþroska á leikskólastigi. Endurmeta þurfi inntak íslenskukennslu og menntun íslenskukennara. Þá þurfi að efla þurfi kennslu í íslensku sem öðru máli. Styðja þurfi betur við bókasöfn sem upplýsingaveitu og upplýsingamiðstöð og enn fremur námsefnisgerð á íslensku en nýta þurfi þar möguleika upplýsingatækninnar. Enskan tengd við skemmtilega hluti frekar en íslenskan Sérstakur kafli í ályktun málnefndar fjallar um ímyndarvanda íslenskunnar. Segir þar að íslenskan eigi við slíkan vanda að glíma sem þjóðtunga og kennslutunga, meðal annars á meðal skólabarna. Hluta skýringarinnar sé að finna innan menntakerfisins, en einnig svokallaðan umdæmisvanda. „Hann felst í stækkandi notkunarsviði ensku á kostnað íslensku og takmörkuðu aðgengi að fjölbreyttu innlendu eða þýddu efni,“ segir í ályktuninni. Íslenskir nemendur tengi ensku við skemmtilega hluti, en íslensku við þá sem eru ögn leiðinlegri. „Í huga nemenda er íslenska stundum tengd sérstaklega við skólaverkefni, einkunnir, leiðréttingar, virðingu og eldra fólk en enska aftur á móti við skemmtun, afþreyingu, ferðalög og framtíðartækifæri,“ segir í ályktuninni. „Mikilvægt er að skólar og samfélagið allt geri sér grein fyrir þessum viðhorfsvanda og átti sig á hve skaðleg neikvæð umræða um íslenska málnotkun getur verið fyrir ímynd íslensks máls annars vegar og sjálfsmynd nemenda hins vegar,“ segir ennfremur. Lesa má ítarlega ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2021 hér.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11 Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11
Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41