„Fuglaskoðun er svo falleg myndlíking“ Ritstjórn Albúmm.is skrifar 22. september 2021 14:30 Anna Gréta Nightjar in the Northern Sky er fyrsti singúll frá samnefndri plötu frá píanóleikaranum, söngkonunni og lagahöfundinum Önnu Grétu. Platan er fyrsta útgáfa Önnu Grétu og er gefin út hjá hinni virtu ACT Music jazz útgáfu í Þýskalandi, en ACT er ein öflugasta jazz útgáfa Evrópu, sem skrifar aðeins samning upp á samning við 1-2 nýja listamenn á ári. Á plötunni kemur Anna Gréta í fyrsta skipti fram sem söngkona ásamt því að spila á píanó, semja lögin og útsetja. Titill og þema plötunnar sækir innblástur úr heimi fuglanna en Nightjar eða Náttfari á íslensku er sjaldséður fugl hér í norðrinu. „Lagið fjallar um leitina að einhverju sérstöku og mér finnst fuglaskoðunin vera svo falleg myndlíking fyrir það. Stundum getur leitin eftir sjaldséðum fugli eða blómi verið eins og leitin eftir ástinni, vináttu eða bara einhverri þýðingarmikilli upplifun. Einn daginn getur það verið að heyra í skógarþrestinum syngja út í garði og þann næsta kannski að sjá náttfarann fljúga á norðurhimni“ - segir Anna Gréta. Platan kemur út í heild sinni þann 29. október 2021. Plötuna vann Anna Gréta með upptökustjóranum Alberti Finnbogasyni ásamt einvala liði íslenskra jazz tónlistarmanna; Einari Scheving (trommur), Skúla Sverrissyni (bassi), Hilmari Jenssyni (gítar), Sigurði Flosasyni (saxófónn), Magnúsi Trygvason Eliassen (trommur), Johan Tengholm (kontrabassi) og Ragnheiði Gröndal (bakraddir). Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög
Platan er fyrsta útgáfa Önnu Grétu og er gefin út hjá hinni virtu ACT Music jazz útgáfu í Þýskalandi, en ACT er ein öflugasta jazz útgáfa Evrópu, sem skrifar aðeins samning upp á samning við 1-2 nýja listamenn á ári. Á plötunni kemur Anna Gréta í fyrsta skipti fram sem söngkona ásamt því að spila á píanó, semja lögin og útsetja. Titill og þema plötunnar sækir innblástur úr heimi fuglanna en Nightjar eða Náttfari á íslensku er sjaldséður fugl hér í norðrinu. „Lagið fjallar um leitina að einhverju sérstöku og mér finnst fuglaskoðunin vera svo falleg myndlíking fyrir það. Stundum getur leitin eftir sjaldséðum fugli eða blómi verið eins og leitin eftir ástinni, vináttu eða bara einhverri þýðingarmikilli upplifun. Einn daginn getur það verið að heyra í skógarþrestinum syngja út í garði og þann næsta kannski að sjá náttfarann fljúga á norðurhimni“ - segir Anna Gréta. Platan kemur út í heild sinni þann 29. október 2021. Plötuna vann Anna Gréta með upptökustjóranum Alberti Finnbogasyni ásamt einvala liði íslenskra jazz tónlistarmanna; Einari Scheving (trommur), Skúla Sverrissyni (bassi), Hilmari Jenssyni (gítar), Sigurði Flosasyni (saxófónn), Magnúsi Trygvason Eliassen (trommur), Johan Tengholm (kontrabassi) og Ragnheiði Gröndal (bakraddir). Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög