Willie Garson er látinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2021 01:23 Sarah Jessica Parker og Willie Garson voru miklir vinir. Getty Leikarinn Willie Garson, sem var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Sex and the City, er látinn, aðeins 57 ára að aldri. Frá þessu greinir sonur hans, Nathen Garson, á Instagram síðu sinni. „Ég elska þig svo mikið pabbi. Hvíldu í friði. Ég er svo glaður yfir því að þú hafir getað deilt ævintýrum þínum með mér og hve miklu þú náðir að afreka,“ skrifar Nathen Garson með færslunni. CNN greinir frá en ekki kemur fram hver dánarorsök Garsons var. View this post on Instagram A post shared by Nathen Garson (@nathen_garson) Willie Garson lék hinn jákvæða Stanford Blatch, trúnaðarvin aðalpersónu þáttanna, Carrie Bradshaw. Hann lék einnig í sjónvarpsþáttum á borð við Cheers og Family Ties, svo dæmi séu tekin. Garson fæddist í New Jersey og hóf leiklistarferil sinn aðeins þrettán ára að aldri. Hann átti einn son, fyrrnefndan Nathen, sem hann ættleiddi og gerðist í framhaldinu talsmaður ættleiðingarsamtaka. Fjölmargir félagar Garsons hafa minnst hans á samfélagsmiðlum og vinnuveitendur hans hjá HBO votta sína dýpstu samúð. This breaks my heart. Willie Garson, a friend who loved me at my worst, (and always let me know it) is gone. Goodbye, Fatty. I love you always. https://t.co/Cow3esS0YB— Julie Bowen (@itsJulieBowen) September 21, 2021 Julie Bowen, ein af aðalleikkonum sjónvarpsþáttanna Modern Family, vottar samúð sína. Heartbroken at the death of @WillieGarson, a fine actor, devoted father, and acerbic, funny, gracious friend. Ave atque vale, pal. pic.twitter.com/oDamRgLtdG— Jim Beaver (@jumblejim) September 22, 2021 Leikarinn Jim Beaver gerir það líka en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk í Deadwood og Supernatural. Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Frá þessu greinir sonur hans, Nathen Garson, á Instagram síðu sinni. „Ég elska þig svo mikið pabbi. Hvíldu í friði. Ég er svo glaður yfir því að þú hafir getað deilt ævintýrum þínum með mér og hve miklu þú náðir að afreka,“ skrifar Nathen Garson með færslunni. CNN greinir frá en ekki kemur fram hver dánarorsök Garsons var. View this post on Instagram A post shared by Nathen Garson (@nathen_garson) Willie Garson lék hinn jákvæða Stanford Blatch, trúnaðarvin aðalpersónu þáttanna, Carrie Bradshaw. Hann lék einnig í sjónvarpsþáttum á borð við Cheers og Family Ties, svo dæmi séu tekin. Garson fæddist í New Jersey og hóf leiklistarferil sinn aðeins þrettán ára að aldri. Hann átti einn son, fyrrnefndan Nathen, sem hann ættleiddi og gerðist í framhaldinu talsmaður ættleiðingarsamtaka. Fjölmargir félagar Garsons hafa minnst hans á samfélagsmiðlum og vinnuveitendur hans hjá HBO votta sína dýpstu samúð. This breaks my heart. Willie Garson, a friend who loved me at my worst, (and always let me know it) is gone. Goodbye, Fatty. I love you always. https://t.co/Cow3esS0YB— Julie Bowen (@itsJulieBowen) September 21, 2021 Julie Bowen, ein af aðalleikkonum sjónvarpsþáttanna Modern Family, vottar samúð sína. Heartbroken at the death of @WillieGarson, a fine actor, devoted father, and acerbic, funny, gracious friend. Ave atque vale, pal. pic.twitter.com/oDamRgLtdG— Jim Beaver (@jumblejim) September 22, 2021 Leikarinn Jim Beaver gerir það líka en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk í Deadwood og Supernatural.
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira