Til stendur að veita Þjóðhátíð í Eyjum ríkisstyrk vegna messufalls Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2021 12:16 Til stendur að ríkið styrki Þjóðhátíð í Eyjum og þar með ÍBV, en hátíðin hefur verið helsta fjáröflunarleið félagsins í gegnum árin, vegna messufalls í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að til standi að veita Þjóðhátíðar í Eyjum ríkisstyrk vegna tekjutaps ÍBV en hátíðinni hefur verið frestað nú í tvö ár. Hugmyndir þess efnis voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum að ræða það að við ættum eftir að koma með úrræði fyrir þá sem hugðu á stórhátíðahöld um verslunarmannahelgi. Gátu ekki gert það í fyrra og ekki í ár,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við fréttastofu að afloknum síðasta ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður undir merkjum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við höfum þurft að leggja mat á það að hvaða marki úrræðin sem við höfum verið með í gildi hafa gagnast þeim aðilum og erum sérstaklega að horfa til þeirra sem hafa verið að efna til hátíðahalds til að styðja við almannaheillastarfsemi eins og íþrótta- og æskulýðsstarf. Slíka starfsemi. Og hafa orðið af verulegum tekjum sem mögulega hafa staðið undir slíkri starfsemi,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu. Ekki liggur fyrir hversu há upphæðin verður en þarna er einkum um að ræða Þjóðhátíð í Eyjum. Segir Bjarni málið komið í farveg; til standi að koma á fót sjóði sem slíkir aðilar geti sótt í þegar svo ber undir. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, hefur áður sagt að nefndin hyggðist sækja um styrk, það sé eðlilegt því þjóðhátíðin hafi verið blásin af með viku fyrirvara vegna sóttvarnaraðgerða. Það hafi verið stjórnvaldsaðgerð og yfirvöld hljóti að taka áhrif af henni inn í reikninginn. ÍBV fékk ýmsa styrki í fyrra þegar aflýsa þurfti Þjóðhátíð en enginn þeirra kom beint úr ríkissjóði. Styrktaraðilar voru aðallega fyrirtæki úr Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær sem styrkti ÍBV um tuttugu milljónir króna. Það mun hafa komið félaginu fyrir vind. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum telur að henni þyki eðlilegt að ÍBV taki þetta samtal við ríkið sem kom ekkert að málum í fyrra, með að styrkja félagið sérstaklega vegna tekjufalls sem blasir við en Þjóðhátíð og tekjur af henni hefur verið helsta fjáröflunarleið ÍBV í gegnum tíðina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum ÍBV Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hugmyndir þess efnis voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum að ræða það að við ættum eftir að koma með úrræði fyrir þá sem hugðu á stórhátíðahöld um verslunarmannahelgi. Gátu ekki gert það í fyrra og ekki í ár,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við fréttastofu að afloknum síðasta ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður undir merkjum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við höfum þurft að leggja mat á það að hvaða marki úrræðin sem við höfum verið með í gildi hafa gagnast þeim aðilum og erum sérstaklega að horfa til þeirra sem hafa verið að efna til hátíðahalds til að styðja við almannaheillastarfsemi eins og íþrótta- og æskulýðsstarf. Slíka starfsemi. Og hafa orðið af verulegum tekjum sem mögulega hafa staðið undir slíkri starfsemi,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu. Ekki liggur fyrir hversu há upphæðin verður en þarna er einkum um að ræða Þjóðhátíð í Eyjum. Segir Bjarni málið komið í farveg; til standi að koma á fót sjóði sem slíkir aðilar geti sótt í þegar svo ber undir. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, hefur áður sagt að nefndin hyggðist sækja um styrk, það sé eðlilegt því þjóðhátíðin hafi verið blásin af með viku fyrirvara vegna sóttvarnaraðgerða. Það hafi verið stjórnvaldsaðgerð og yfirvöld hljóti að taka áhrif af henni inn í reikninginn. ÍBV fékk ýmsa styrki í fyrra þegar aflýsa þurfti Þjóðhátíð en enginn þeirra kom beint úr ríkissjóði. Styrktaraðilar voru aðallega fyrirtæki úr Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær sem styrkti ÍBV um tuttugu milljónir króna. Það mun hafa komið félaginu fyrir vind. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum telur að henni þyki eðlilegt að ÍBV taki þetta samtal við ríkið sem kom ekkert að málum í fyrra, með að styrkja félagið sérstaklega vegna tekjufalls sem blasir við en Þjóðhátíð og tekjur af henni hefur verið helsta fjáröflunarleið ÍBV í gegnum tíðina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum ÍBV Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira