Örlagarík frammistaða Ingu Sæland kvöldið fyrir kosningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2021 12:00 Inga Sæland beygði af í kappræðum leiðtoganna á RÚV kvöldið fyrir kosningar. Hafsteinn telur frammistöðu hennar hafa skipt sköpum fyrir stuðning við Flokk fólksins í kosningunum. Skoðanakannanir fyrir alþingiskosningar 2016 og 2017 vanmátu Sjálfstæðisflokkinn og Flokk fólksins - en fylgi Pírata og Samfylkingarinnar reyndist ofmetið. Þetta sýnir samanburður doktorsnema í félagstölfræði. Miklar fylgisbreytingar geti orðið síðustu viku kosningabaráttunnar - frammistaða í sjónvarpi kvöldið fyrir kosningar geti jafnvel skipt sköpum. Hafsteinn Einarsson doktorsnemi í félagstölfræði við Manchester-háskóla bar á dögunum saman niðurstöður síðustu skoðanakannana fyrir alþingiskosningar 2016 og 17 við niðurstöður kosninganna sjálfra. Í ljós kom að kannanir muni spá nokkurn veginn rétt fyrir um fylgi flestra flokka - en skekkju sé að vænta hjá einstaka flokkum. Píratar voru þannig ofmetnir um næstum 5 prósent 2016 en Sjálfstæðisflokkurinn vanmetinn um 3 prósent. „Svo 2017 þá er það Flokkur fólksins, hann var vanmetinn dálítið mikið, 2,5 prósent sirka, Fjálfstæðisflokkur og Framsókn 2 prósent en á móti voru vinstri flokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, ofmetin aðeins,“ segir Hafsteinn. Ýmislegt geti skýrt þetta; ungt fólk sem líklegra er til að kjósa til vinstri mæti síður á kjörstað. Þá geti hrein tilviljun geti einnig ráðið niðurstöðum, eða að eitthvað gerist eftir að könnunum ljúki. Hátt hlutfall Íslendinga ákveði ekki hvað skuli kjósa fyrr en á kjördag. „Ég er til dæmis alveg sannfærður um það að 2017 þá átti frammistaða Ingu Sæland í lokasjónvarpsþættinum, hún jók fylgi hennar,“ segir Hafsteinn og vísar þar til eftirminnilegra leiðtogakappræðna 27. október 2017, kvöldið fyrir kosningar, þegar Inga beygði af í beinni útsendingu. Þó að kosningabaráttan í ár hafi verið stöðugri en í síðustu kosningum kæmi það Hafsteini ekki á óvart að fylgi flokkanna breytist alveg fram á kjördag. En hvaða flokkar heldur Hafsteinn að standi uppi sem sigurvegarar þegar talið hefur verið uppi úr kjörkössunum? „Það hefur aðeins verið að gefa eftir fylgi ríksstjórnarinnar síðustu daga en við skulum alls ekki afskrifa það að þau sæki í sig veðrið og haldi meirihluta á lokametrunum. En hver vinnur, það er ómögulegt að spá fyrir um það,“ segir Hafsteinn. Samanburð Hafsteins má nálgast í heild hér. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hafsteinn Einarsson doktorsnemi í félagstölfræði við Manchester-háskóla bar á dögunum saman niðurstöður síðustu skoðanakannana fyrir alþingiskosningar 2016 og 17 við niðurstöður kosninganna sjálfra. Í ljós kom að kannanir muni spá nokkurn veginn rétt fyrir um fylgi flestra flokka - en skekkju sé að vænta hjá einstaka flokkum. Píratar voru þannig ofmetnir um næstum 5 prósent 2016 en Sjálfstæðisflokkurinn vanmetinn um 3 prósent. „Svo 2017 þá er það Flokkur fólksins, hann var vanmetinn dálítið mikið, 2,5 prósent sirka, Fjálfstæðisflokkur og Framsókn 2 prósent en á móti voru vinstri flokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, ofmetin aðeins,“ segir Hafsteinn. Ýmislegt geti skýrt þetta; ungt fólk sem líklegra er til að kjósa til vinstri mæti síður á kjörstað. Þá geti hrein tilviljun geti einnig ráðið niðurstöðum, eða að eitthvað gerist eftir að könnunum ljúki. Hátt hlutfall Íslendinga ákveði ekki hvað skuli kjósa fyrr en á kjördag. „Ég er til dæmis alveg sannfærður um það að 2017 þá átti frammistaða Ingu Sæland í lokasjónvarpsþættinum, hún jók fylgi hennar,“ segir Hafsteinn og vísar þar til eftirminnilegra leiðtogakappræðna 27. október 2017, kvöldið fyrir kosningar, þegar Inga beygði af í beinni útsendingu. Þó að kosningabaráttan í ár hafi verið stöðugri en í síðustu kosningum kæmi það Hafsteini ekki á óvart að fylgi flokkanna breytist alveg fram á kjördag. En hvaða flokkar heldur Hafsteinn að standi uppi sem sigurvegarar þegar talið hefur verið uppi úr kjörkössunum? „Það hefur aðeins verið að gefa eftir fylgi ríksstjórnarinnar síðustu daga en við skulum alls ekki afskrifa það að þau sæki í sig veðrið og haldi meirihluta á lokametrunum. En hver vinnur, það er ómögulegt að spá fyrir um það,“ segir Hafsteinn. Samanburð Hafsteins má nálgast í heild hér.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira