Aftakaveður í kortum á kjördag Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2021 11:44 Björn Leví telur val á kjördegi enga tilviljun, þá séu líkur á vondu veðri verlegar og nú líti allt út fyrir að sú verði raunin. Hann telur slæma kjörsókn henta valdhöfum ákaflega vel. vísir/vilhelm Veðurútlit fyrir kjördag, laugardaginn 25. september, er afleitt. Á hádegi verður ausandi rigning og hávaða rok, um og í kringum tuttugu metrar á sekúndu. Og ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á kjörsókn. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á vakt vill reyndar setja fyrirvara við spá svo langt fram í tímann. „Við skulum aðeins bíða og sjá,“ segir Haraldur og bendir á að spáin verði orðin marktækari strax á morgun. „Þá fer maður að trúa þessu betur.“ Ekki er kræsilegt að ganga til kosninga í veðri sem þessu.skjáskot af vef veðurstofunnar Og þessi spá sem fyrirliggjandi er sé reyndar þannig að veður verst um hádegi. Strax seinna um daginn fer að sljákka í veðurhami. „En þetta verður spennandi að sjá,“ segir Haraldur sem telur engan vafa á leika að verði þessi staðan mun það koma niður á kjörsókn. Björn Leví, þingmaður Pírata, segist hafa varað við því að þessi staða gæti komið upp í þingræðu þegar dagsetningin fyrir kosningar var valin. „Rökin fyrir því að velja þessa dagsetningu en ekki seinni dagsetningu voru að þetta gæti sloppið áður en veður yrði slæmt. Ýmis dæmi eru um ansi slæmt veður fyrr í september þannig að þau rök duga skammt. Kosningardagsetningin 25. september, rétt rúmum mánuði fyrr en þær óvæntu kosningar sem við upplifðum 2016 og 2017, er upplýst val ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví þá. Og nú sýni veðurspá nákvæmlega hver vandinn sé við að hafa kosningar að hausti til. „En vilji ríkisstjórnar til að sitja á valdastólum tók yfir allt annað.“ Björn Leví gerir þetta að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segist þar vitaskuld vonast til að svona verði þetta ekki. „En höfum það á hreinu að það er veðmál þessarar ríkisstjórnar að hafa þetta svona - og lýðræðið liggur einfaldlega undir. Það eru líkur á því að færri mæti á kjörstað sem er alltaf slæmt,“ segir Björn Leví sem vill hvetja fólk á kjörstað nú þegar og skila utankjörstaðaatkvæði sínu. Veður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Sjá meira
Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á vakt vill reyndar setja fyrirvara við spá svo langt fram í tímann. „Við skulum aðeins bíða og sjá,“ segir Haraldur og bendir á að spáin verði orðin marktækari strax á morgun. „Þá fer maður að trúa þessu betur.“ Ekki er kræsilegt að ganga til kosninga í veðri sem þessu.skjáskot af vef veðurstofunnar Og þessi spá sem fyrirliggjandi er sé reyndar þannig að veður verst um hádegi. Strax seinna um daginn fer að sljákka í veðurhami. „En þetta verður spennandi að sjá,“ segir Haraldur sem telur engan vafa á leika að verði þessi staðan mun það koma niður á kjörsókn. Björn Leví, þingmaður Pírata, segist hafa varað við því að þessi staða gæti komið upp í þingræðu þegar dagsetningin fyrir kosningar var valin. „Rökin fyrir því að velja þessa dagsetningu en ekki seinni dagsetningu voru að þetta gæti sloppið áður en veður yrði slæmt. Ýmis dæmi eru um ansi slæmt veður fyrr í september þannig að þau rök duga skammt. Kosningardagsetningin 25. september, rétt rúmum mánuði fyrr en þær óvæntu kosningar sem við upplifðum 2016 og 2017, er upplýst val ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví þá. Og nú sýni veðurspá nákvæmlega hver vandinn sé við að hafa kosningar að hausti til. „En vilji ríkisstjórnar til að sitja á valdastólum tók yfir allt annað.“ Björn Leví gerir þetta að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segist þar vitaskuld vonast til að svona verði þetta ekki. „En höfum það á hreinu að það er veðmál þessarar ríkisstjórnar að hafa þetta svona - og lýðræðið liggur einfaldlega undir. Það eru líkur á því að færri mæti á kjörstað sem er alltaf slæmt,“ segir Björn Leví sem vill hvetja fólk á kjörstað nú þegar og skila utankjörstaðaatkvæði sínu.
Veður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Sjá meira