Aftakaveður í kortum á kjördag Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2021 11:44 Björn Leví telur val á kjördegi enga tilviljun, þá séu líkur á vondu veðri verlegar og nú líti allt út fyrir að sú verði raunin. Hann telur slæma kjörsókn henta valdhöfum ákaflega vel. vísir/vilhelm Veðurútlit fyrir kjördag, laugardaginn 25. september, er afleitt. Á hádegi verður ausandi rigning og hávaða rok, um og í kringum tuttugu metrar á sekúndu. Og ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á kjörsókn. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á vakt vill reyndar setja fyrirvara við spá svo langt fram í tímann. „Við skulum aðeins bíða og sjá,“ segir Haraldur og bendir á að spáin verði orðin marktækari strax á morgun. „Þá fer maður að trúa þessu betur.“ Ekki er kræsilegt að ganga til kosninga í veðri sem þessu.skjáskot af vef veðurstofunnar Og þessi spá sem fyrirliggjandi er sé reyndar þannig að veður verst um hádegi. Strax seinna um daginn fer að sljákka í veðurhami. „En þetta verður spennandi að sjá,“ segir Haraldur sem telur engan vafa á leika að verði þessi staðan mun það koma niður á kjörsókn. Björn Leví, þingmaður Pírata, segist hafa varað við því að þessi staða gæti komið upp í þingræðu þegar dagsetningin fyrir kosningar var valin. „Rökin fyrir því að velja þessa dagsetningu en ekki seinni dagsetningu voru að þetta gæti sloppið áður en veður yrði slæmt. Ýmis dæmi eru um ansi slæmt veður fyrr í september þannig að þau rök duga skammt. Kosningardagsetningin 25. september, rétt rúmum mánuði fyrr en þær óvæntu kosningar sem við upplifðum 2016 og 2017, er upplýst val ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví þá. Og nú sýni veðurspá nákvæmlega hver vandinn sé við að hafa kosningar að hausti til. „En vilji ríkisstjórnar til að sitja á valdastólum tók yfir allt annað.“ Björn Leví gerir þetta að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segist þar vitaskuld vonast til að svona verði þetta ekki. „En höfum það á hreinu að það er veðmál þessarar ríkisstjórnar að hafa þetta svona - og lýðræðið liggur einfaldlega undir. Það eru líkur á því að færri mæti á kjörstað sem er alltaf slæmt,“ segir Björn Leví sem vill hvetja fólk á kjörstað nú þegar og skila utankjörstaðaatkvæði sínu. Veður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á vakt vill reyndar setja fyrirvara við spá svo langt fram í tímann. „Við skulum aðeins bíða og sjá,“ segir Haraldur og bendir á að spáin verði orðin marktækari strax á morgun. „Þá fer maður að trúa þessu betur.“ Ekki er kræsilegt að ganga til kosninga í veðri sem þessu.skjáskot af vef veðurstofunnar Og þessi spá sem fyrirliggjandi er sé reyndar þannig að veður verst um hádegi. Strax seinna um daginn fer að sljákka í veðurhami. „En þetta verður spennandi að sjá,“ segir Haraldur sem telur engan vafa á leika að verði þessi staðan mun það koma niður á kjörsókn. Björn Leví, þingmaður Pírata, segist hafa varað við því að þessi staða gæti komið upp í þingræðu þegar dagsetningin fyrir kosningar var valin. „Rökin fyrir því að velja þessa dagsetningu en ekki seinni dagsetningu voru að þetta gæti sloppið áður en veður yrði slæmt. Ýmis dæmi eru um ansi slæmt veður fyrr í september þannig að þau rök duga skammt. Kosningardagsetningin 25. september, rétt rúmum mánuði fyrr en þær óvæntu kosningar sem við upplifðum 2016 og 2017, er upplýst val ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví þá. Og nú sýni veðurspá nákvæmlega hver vandinn sé við að hafa kosningar að hausti til. „En vilji ríkisstjórnar til að sitja á valdastólum tók yfir allt annað.“ Björn Leví gerir þetta að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segist þar vitaskuld vonast til að svona verði þetta ekki. „En höfum það á hreinu að það er veðmál þessarar ríkisstjórnar að hafa þetta svona - og lýðræðið liggur einfaldlega undir. Það eru líkur á því að færri mæti á kjörstað sem er alltaf slæmt,“ segir Björn Leví sem vill hvetja fólk á kjörstað nú þegar og skila utankjörstaðaatkvæði sínu.
Veður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira