Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2021 12:32 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir vænlegast að rafhlaupahjól séu sett í hleðslu á afviknum stað fremur en inni í íbúðum fólks. Vísir/Samsett Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. Töluverður eldur kom upp í íbúð að Bríetartúni á föstudaginn. Meginkenning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sú að eldurinn hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu í íbúðinni. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, varar við því að fólk hlaði slík farartæki inni í íbúðum sínum. „Fólk þarf að fara varlega og hlaða þessi tæki þar sem er eins öruggt og hægt er. Menn þurfa aðvera mjög passasamir að þetta liggi ekki utan í einhverju öðru, og það séu ekki settar flíkur yfir viðkomandi grip,“ segir Jón Viðar. Slökkviliðið hafi verið kallað út nokkrum sinnum vegna elds sem hafi kviknað út frá rafhlaupahjólum eða rafhjólum. Eldur geti þó einnig kviknað út frá minni tækjum, eins og símunum okkar. „Þá höfum við minnisstætt útkall þar sem síminn var uppi í rúmi hjá viðkomandi og var í hleðslu. Svo kom í ljós við nánari skoðun að snúran var orðin trosnuð, hún var orðin léleg snúran sjálf. Það er að mörgu að hyggja í þessum málum. “ Stóru raftækin best hlaðin á afviknum stað Fólk verði alltaf að vera vakandi fyrir hættunum sem stafi af raftækjum á heimilinu. „Athuga hvort allar snúrur og tæki séu eitthvað farin að gefa sig, svo er gott að finna hvort sé einhver hitamyndun í gangi en aðalmálið er auðvitað að vera með þetta á þannig stað að það stafi sem minnst hætta af því,“ segir Jón Viðar. Þá sé ekki síður mikilvægt að fólk tryggi að reykskynjarar séu til staðar á heimilum, þeir séu í lagi, en best væri þó að hlaða þessi stóru raftæki á afviknum stað, til dæmis inni í bílskúr eða slíku rými. Greint var frá því á föstudag að rúða í íbúðinni að Bríetartúni hafi sprungið. Jón Viðar segir óljóst hvort sprengingin hafi verið út frá hlaupahjólinu sjálfu eða vegna gasefna sem losnuðu við eldinn. „Það er nú ekki alveg vitað hvort sprengingin hafi verið út frá viðkomandi hlut sem kviknaði í eða hvort það voru gösin sem mynduðust þarna og voru að valda sprengingunni, það er ekki alveg vitað en það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt í þessu,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Grunur um að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli Búið er að slökkva eld sem kom upp í íbúð að Bríetartúni 9 til 11. 17. september 2021 19:55 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Töluverður eldur kom upp í íbúð að Bríetartúni á föstudaginn. Meginkenning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sú að eldurinn hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu í íbúðinni. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, varar við því að fólk hlaði slík farartæki inni í íbúðum sínum. „Fólk þarf að fara varlega og hlaða þessi tæki þar sem er eins öruggt og hægt er. Menn þurfa aðvera mjög passasamir að þetta liggi ekki utan í einhverju öðru, og það séu ekki settar flíkur yfir viðkomandi grip,“ segir Jón Viðar. Slökkviliðið hafi verið kallað út nokkrum sinnum vegna elds sem hafi kviknað út frá rafhlaupahjólum eða rafhjólum. Eldur geti þó einnig kviknað út frá minni tækjum, eins og símunum okkar. „Þá höfum við minnisstætt útkall þar sem síminn var uppi í rúmi hjá viðkomandi og var í hleðslu. Svo kom í ljós við nánari skoðun að snúran var orðin trosnuð, hún var orðin léleg snúran sjálf. Það er að mörgu að hyggja í þessum málum. “ Stóru raftækin best hlaðin á afviknum stað Fólk verði alltaf að vera vakandi fyrir hættunum sem stafi af raftækjum á heimilinu. „Athuga hvort allar snúrur og tæki séu eitthvað farin að gefa sig, svo er gott að finna hvort sé einhver hitamyndun í gangi en aðalmálið er auðvitað að vera með þetta á þannig stað að það stafi sem minnst hætta af því,“ segir Jón Viðar. Þá sé ekki síður mikilvægt að fólk tryggi að reykskynjarar séu til staðar á heimilum, þeir séu í lagi, en best væri þó að hlaða þessi stóru raftæki á afviknum stað, til dæmis inni í bílskúr eða slíku rými. Greint var frá því á föstudag að rúða í íbúðinni að Bríetartúni hafi sprungið. Jón Viðar segir óljóst hvort sprengingin hafi verið út frá hlaupahjólinu sjálfu eða vegna gasefna sem losnuðu við eldinn. „Það er nú ekki alveg vitað hvort sprengingin hafi verið út frá viðkomandi hlut sem kviknaði í eða hvort það voru gösin sem mynduðust þarna og voru að valda sprengingunni, það er ekki alveg vitað en það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt í þessu,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Grunur um að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli Búið er að slökkva eld sem kom upp í íbúð að Bríetartúni 9 til 11. 17. september 2021 19:55 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Grunur um að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli Búið er að slökkva eld sem kom upp í íbúð að Bríetartúni 9 til 11. 17. september 2021 19:55