Viðreisn kynnir stefnumál sín fyrir komandi kjörtímabil Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 17:22 Þorgerður Katrín og Daði Már kynntu stefnumál Viðreisnar á blaðamannafundi í dag. Aðsend Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, þar sem vextir, vöruverð og þjónustukostnaður muni lækka. Það séu tæplega 900 þúsund krónur á ári sé miðað við par með tvö börn sem skuldar 31 milljón króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi Viðreisnar í dag þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Daði Már Kristófersson varaformaður kynntu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar. Mikil áhersla var lögð á að kynna hversu mikið kosningaloforð flokksins munu kosta og hvernig þau verða fjármögnuð. Hyggjast auka tekjur ríkissjóðs um 125 milljarða króna Viðreisn áætlar að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 125 milljarða á kjörtímabilinu vegna lægri vaxtakostnaðar ríksins, aukins hagvaxtar og markaðsleiðar í sjávarútvegi. Viðreisn hyggst auka fjárframlög í tiltekna málaflokka, sérstaklega til heilbrigðis-, velferðar- og menntamála, um samtals 90 milljarða króna. Af því leiði að bætt afkoma ríkissjóðs verði 35 milljarðar, til að koma í veg fyrir halla. „Við teljum nauðsynlegt og heiðarlegt að sýna kjósendum hvað kosningaáherslur Viðreisnar kosta og hvernig staðið verður við stóru orðin, eins og við höfum alltaf gert. Við erum umbótaflokkur en stöndum fyrir ábyrga hagstjórn. Tekjur ríkissjóðs vegna þeirra breytinga sem við boðum eru auðvitað háðar óvissu og við munum stilla útgjöld af þannig að ríkissjóður verði rekinn í jafnvægi,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Muni auka framlög til heilbrigðismála um 33 milljarða króna Á fundinum kom fram að mesta aukning í útgjöldum ríkisins verði til heilbrigðismála, alls 33 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Útgjöld til velferðarmála aukist um 26 milljarða króna og til menntamála um þrettán milljarða króna samtals á kjörtímabilinu. Þá vilji Viðreisn auka framlög til samgöngumála um ellefu milljarða króna og til nýsköpunar um sjö milljarða króna. Samtals muni því útgjöld ríkissjóðs aukast um 90 milljarða króna á meðan tekjur ríkissjóðs aukast um 125 milljarða. Lykilatriði sé að auka ekki skuldir ríkissjóðs. „Það er mikilvægt að tryggja heimilunum í landinu aukalega 72 þúsund krónur á mánuði. Það munar hverri fjölskyldu sannarlega um. Til viðbótar náum við að skapa svigrúm til þess að ráðast í brýn verkefni sem fólkið í landinu er að bíða eftir. Forgangsmál hjá okkur er að niðurgreiða sálfræðiþjónustu, minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu og efla menntun og nýsköpun. Við sjáum mörg tækifæri til að bæta hag og líðan fólksins í landinu, ef Viðreisn verður í ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi Viðreisnar í dag þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Daði Már Kristófersson varaformaður kynntu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar. Mikil áhersla var lögð á að kynna hversu mikið kosningaloforð flokksins munu kosta og hvernig þau verða fjármögnuð. Hyggjast auka tekjur ríkissjóðs um 125 milljarða króna Viðreisn áætlar að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 125 milljarða á kjörtímabilinu vegna lægri vaxtakostnaðar ríksins, aukins hagvaxtar og markaðsleiðar í sjávarútvegi. Viðreisn hyggst auka fjárframlög í tiltekna málaflokka, sérstaklega til heilbrigðis-, velferðar- og menntamála, um samtals 90 milljarða króna. Af því leiði að bætt afkoma ríkissjóðs verði 35 milljarðar, til að koma í veg fyrir halla. „Við teljum nauðsynlegt og heiðarlegt að sýna kjósendum hvað kosningaáherslur Viðreisnar kosta og hvernig staðið verður við stóru orðin, eins og við höfum alltaf gert. Við erum umbótaflokkur en stöndum fyrir ábyrga hagstjórn. Tekjur ríkissjóðs vegna þeirra breytinga sem við boðum eru auðvitað háðar óvissu og við munum stilla útgjöld af þannig að ríkissjóður verði rekinn í jafnvægi,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Muni auka framlög til heilbrigðismála um 33 milljarða króna Á fundinum kom fram að mesta aukning í útgjöldum ríkisins verði til heilbrigðismála, alls 33 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Útgjöld til velferðarmála aukist um 26 milljarða króna og til menntamála um þrettán milljarða króna samtals á kjörtímabilinu. Þá vilji Viðreisn auka framlög til samgöngumála um ellefu milljarða króna og til nýsköpunar um sjö milljarða króna. Samtals muni því útgjöld ríkissjóðs aukast um 90 milljarða króna á meðan tekjur ríkissjóðs aukast um 125 milljarða. Lykilatriði sé að auka ekki skuldir ríkissjóðs. „Það er mikilvægt að tryggja heimilunum í landinu aukalega 72 þúsund krónur á mánuði. Það munar hverri fjölskyldu sannarlega um. Til viðbótar náum við að skapa svigrúm til þess að ráðast í brýn verkefni sem fólkið í landinu er að bíða eftir. Forgangsmál hjá okkur er að niðurgreiða sálfræðiþjónustu, minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu og efla menntun og nýsköpun. Við sjáum mörg tækifæri til að bæta hag og líðan fólksins í landinu, ef Viðreisn verður í ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira