Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 11:54 Anthony Gonzalez taldi sér ekki lengur vært innan Repúblikanaflokksins eftir að hann greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður fyrir embættisbrot í janúar. AP/Susan Walsh Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins. Anthony Gonzalez var einn aðeins tíu fulltrúadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot í kjölfar árásar stuðningsmanna þáverandi forsetans á bandaríska þinghúsið 6. janúar. Hann er sá fyrsti þeirra sem tilkynnir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Áður en atkvæðagreiðslan um kæruna fór fram í fulltrúadeildinni hafði Gonzalez verið talinn einn af vonarstjörnum Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post.. Atkvæði hans með kæru kallaði hins vegar yfir hann reiði Trump og stuðningsmanna hans. Stóð Gonzalez frammi fyrir hörðum prófkjörsslag í heimaríki sínu Ohio gegn fyrrverandi aðstoðarmanni Trump. Trump lýsti yfir stuðningi við mótframbjóðandann í febrúar. Telur Trump „krabbamein á landinu“ Í yfirlýsingu þar sem Gonzalez greindi frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram aftur sagði hann að best væri fyrir fjölskyldu sína að hann yrði ekki í framboði á næsta ári. „Þó að ósk mín um að eiga meira fjölskyldulíf liggi til grundvallar ákvörðunar minnar, þá er það einnig satt að núverandi ástand í stjórnmálunum, sérstaklega margar eitraðar hreyfingar innan okkar eigin flokks leikur verulegt hlutverk í ákvörðun minni,“ sagði Gonzalez. Í viðtali við New York Times sagði Gonzalez að augu sín hafi opnast þegar hann og fjölskylda hans þurftu aukna öryggisgæslu vegna hótana stuðningsmanna Trump eftir kæruna fyrir embættisbrot á flugvellinum í Cleveland fyrr á þessu ári. Lýsti Gonzalez Trump sem „krabbameini á landinu“ og að hann ætlaði sér að verja öllum sínum pólitísku kröftum í að tryggja að hann verði aldrei aftur forseti. Trump hefur lengi látið í veðri vaka að hann ætli að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. See my full statement below regarding my decision not to seek re-election. pic.twitter.com/vsggxjD1FI— Rep. Anthony Gonzalez (@RepAGonzalez) September 17, 2021 Sæta afleiðingum fyrir að ögra Trump Þeir fáu repúblikana á þingi sem snerust gegn Trump eftir að hann eggjaði áfram stuðningsmenn sína með lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í fyrra hafa fengið að kenna á því hjá kjósendum Repúblikanaflokksins í ár. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins frá Wyoming, var úthýst úr forystusveit þingflokksins eftir að hún greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður. Trump lýsti yfir stuðningi við keppinaut Cheney í prófkjöri í síðustu viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Lygar Trump um kosningarnar hafa síðan orðið að rétttrúnaði innan stórs hluta flokksins. Sumir þingmenn repúblikana hafa jafnframt komið múgnum sem réðst á þinghúsið til varnar. Meirihluti þeirra greiddi þannig atkvæði gegn því að óháð rannsóknarnefnd kannað atburðina 6. janúar fyrr á þessu ári. Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Anthony Gonzalez var einn aðeins tíu fulltrúadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot í kjölfar árásar stuðningsmanna þáverandi forsetans á bandaríska þinghúsið 6. janúar. Hann er sá fyrsti þeirra sem tilkynnir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Áður en atkvæðagreiðslan um kæruna fór fram í fulltrúadeildinni hafði Gonzalez verið talinn einn af vonarstjörnum Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post.. Atkvæði hans með kæru kallaði hins vegar yfir hann reiði Trump og stuðningsmanna hans. Stóð Gonzalez frammi fyrir hörðum prófkjörsslag í heimaríki sínu Ohio gegn fyrrverandi aðstoðarmanni Trump. Trump lýsti yfir stuðningi við mótframbjóðandann í febrúar. Telur Trump „krabbamein á landinu“ Í yfirlýsingu þar sem Gonzalez greindi frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram aftur sagði hann að best væri fyrir fjölskyldu sína að hann yrði ekki í framboði á næsta ári. „Þó að ósk mín um að eiga meira fjölskyldulíf liggi til grundvallar ákvörðunar minnar, þá er það einnig satt að núverandi ástand í stjórnmálunum, sérstaklega margar eitraðar hreyfingar innan okkar eigin flokks leikur verulegt hlutverk í ákvörðun minni,“ sagði Gonzalez. Í viðtali við New York Times sagði Gonzalez að augu sín hafi opnast þegar hann og fjölskylda hans þurftu aukna öryggisgæslu vegna hótana stuðningsmanna Trump eftir kæruna fyrir embættisbrot á flugvellinum í Cleveland fyrr á þessu ári. Lýsti Gonzalez Trump sem „krabbameini á landinu“ og að hann ætlaði sér að verja öllum sínum pólitísku kröftum í að tryggja að hann verði aldrei aftur forseti. Trump hefur lengi látið í veðri vaka að hann ætli að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. See my full statement below regarding my decision not to seek re-election. pic.twitter.com/vsggxjD1FI— Rep. Anthony Gonzalez (@RepAGonzalez) September 17, 2021 Sæta afleiðingum fyrir að ögra Trump Þeir fáu repúblikana á þingi sem snerust gegn Trump eftir að hann eggjaði áfram stuðningsmenn sína með lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í fyrra hafa fengið að kenna á því hjá kjósendum Repúblikanaflokksins í ár. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins frá Wyoming, var úthýst úr forystusveit þingflokksins eftir að hún greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður. Trump lýsti yfir stuðningi við keppinaut Cheney í prófkjöri í síðustu viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Lygar Trump um kosningarnar hafa síðan orðið að rétttrúnaði innan stórs hluta flokksins. Sumir þingmenn repúblikana hafa jafnframt komið múgnum sem réðst á þinghúsið til varnar. Meirihluti þeirra greiddi þannig atkvæði gegn því að óháð rannsóknarnefnd kannað atburðina 6. janúar fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira