Stálu bæði Meistaradeildargulli og EM-silfri Reece James Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 09:01 Reece James fagnar hér með Meisataradeildarbikarinn og með gullið um hálsinn. Getty/Manu Fernandez Þetta var frábært sumar fyrir Chelsea manninn Reece James sem vann fyrst Meistaradeildina með Chelsea og fékk síðan silfur með enska landsliðinu á Evrópumótinu. Haustið ætlar ekki að vera eins gott. Reece James var að spila með Chelsea á þriðjudagskvöldið þegar liðið hóf titilvörn sína í Meistaradeildinni með 1-0 sigur á Zenit frá Sankti Pétursborg í Rússlandi. James sagði frá því á Instagram síðu sinni að á meðan leiknum stóð hafi þjófar brotist inn hjá honum og tekið með sér peningaskápinn. Chelsea defender Reece James says his Champions League winners' medal was stolen during a robbery at his home on Tuesday.James says his Super Cup winners' medal and his Euro 2020 runners-up medal were also stolen from his safe.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 16, 2021 Í þessum peningaskáp voru hvorki dýrmætir skartgripir eða miklir peningar heldur voru þarna bæði Meistaradeildargullið og EM-silfrið frá því í sumar sem og gullið sem James vann í Ofurbikarnum á dögunum. James sýndi brot úr öryggismyndavél þar sem má sjá innbrotsþjófana ganga um eignina áður en þeir drógu peningaskápinn út í bíl. James biðlaði um leið til þeirra sem horfa á myndbandið hvort þeir þekkja til þessara manna. „Ég biðla til allra stuðningsmanna Chelsea og enska landsliðsins til að hjálpa við að bera kennsl á þessi skítseiði sem munu aldrei geta sofið rótt vegna allra sönnunargagnanna sem eru til um glæp þeirra. Lögreglan, ráðgjafar mínir, Chelsea félagið sem og margir aðrir styðja við bakið á mér og við höfum góðar vísbendingar um hverjir glæpamennirnir eru. Við nálgumst þá,“ skrifaði Reece James á Instagram. „Sem betur fer þá var enginn heima í innbrotinu og ég vil láta alla vita af því að það er allt í lagi með mig. Ég met mikils að hafa þennan vettvang til að segja frá ólukku minni og saman getum við náðu þessum einstaklingum og náð fram réttlætinu,“ skrifaði James. View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Reece James var að spila með Chelsea á þriðjudagskvöldið þegar liðið hóf titilvörn sína í Meistaradeildinni með 1-0 sigur á Zenit frá Sankti Pétursborg í Rússlandi. James sagði frá því á Instagram síðu sinni að á meðan leiknum stóð hafi þjófar brotist inn hjá honum og tekið með sér peningaskápinn. Chelsea defender Reece James says his Champions League winners' medal was stolen during a robbery at his home on Tuesday.James says his Super Cup winners' medal and his Euro 2020 runners-up medal were also stolen from his safe.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 16, 2021 Í þessum peningaskáp voru hvorki dýrmætir skartgripir eða miklir peningar heldur voru þarna bæði Meistaradeildargullið og EM-silfrið frá því í sumar sem og gullið sem James vann í Ofurbikarnum á dögunum. James sýndi brot úr öryggismyndavél þar sem má sjá innbrotsþjófana ganga um eignina áður en þeir drógu peningaskápinn út í bíl. James biðlaði um leið til þeirra sem horfa á myndbandið hvort þeir þekkja til þessara manna. „Ég biðla til allra stuðningsmanna Chelsea og enska landsliðsins til að hjálpa við að bera kennsl á þessi skítseiði sem munu aldrei geta sofið rótt vegna allra sönnunargagnanna sem eru til um glæp þeirra. Lögreglan, ráðgjafar mínir, Chelsea félagið sem og margir aðrir styðja við bakið á mér og við höfum góðar vísbendingar um hverjir glæpamennirnir eru. Við nálgumst þá,“ skrifaði Reece James á Instagram. „Sem betur fer þá var enginn heima í innbrotinu og ég vil láta alla vita af því að það er allt í lagi með mig. Ég met mikils að hafa þennan vettvang til að segja frá ólukku minni og saman getum við náðu þessum einstaklingum og náð fram réttlætinu,“ skrifaði James. View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira