Loksins undið ofan af mismunun barna með fæðingagalla Þorgils Jónsson skrifar 16. september 2021 21:31 Rakel Theodórsdóttir og fjölskylda fagna nýrri reglugerðarbreytingu sem tekur af tvímæli um að Bergur Páll sonur hennar, og öll börn með skarð í gómi eða tannboga eigi rétt á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tannréttinga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti á dögunum bráðabirgðaákvæði inn í reglugerð um greiðsluþátttöku til kostnaðar vegna nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga. Með ákvæðinu eru tekin af öll tvímæli um að öllum börnum með skarð í efri tannboga eða klofinn góm, harða eða mjúka, sé tryggð 95% endurgreiðsla vegna tannlækninga eða tannréttinga. Þessi breyting gjörbreytir stöðu barna með skarð í gómi, en foreldrar þeirra hafa lengi staðið í stappi við Sjúkratryggingar Íslands sem hafa ekki viljað taka þátt í nauðsynlegum tannréttingakostnaði. „Við áttum ekki rétt á neinu,“ segir Rakel Theodórsdóttir, móðir Bergs Páls, átta ára drengs með skarð í gómi. Hún segir að með þessari reglugerðarbreytingu sé „loksins verið að vinda ofan af mismunun milli barna með fæðingargalla“. „Þarna var verið að flokka börn með viðurkenndan fæðingargalla eftir því hvar fæðingargallinn var.“ Svandís fyrst til að sýna málinu áhuga Rakel segir að þetta hafi verið löng barátta. Svandís hafi verið fyrsti ráðherrann sem hafi sýnt málinu áhuga og komið á reglugerð sem tók gildi í upphafi árs 2020, þar sem kveðið var á um endurgreiðslur barna með skarð í gómi. Sjúkratryggingar hafi hins vegar ekki vikið frá sinni afstöðu. „Við vorum endalaust send í mat. Það var niðurstaðan að málið [kostnaður þessa hóps vegna tannréttinga] sé brýnt, en samt segja Sjúkratryggingar að við eigum ekki rétt á greiðsluþátttöku,“ segir Rakel. „Við kærum það til úrskurðarnefndar velferðarmála, sem dæma okkur í hag og málið er sent aftur á Sjúkratryggingar Íslands. Þar fundu þau sér bara áfram glufur til þess að takmarka greiðslur til okkar.“ „Þetta hefur alfarið staðið upp á Sjúkratryggingar og bitnar ekki á neinum nema langveikum börnum og fjölskyldum þeirra.“ Pattstaða þar til fyrir tveimur vikum Málið hafi verið í pattstöðu þangað til fyrir um tveimur vikum þegar ráðherra hafi gengið aftur í málið. „Nú er þetta bráðabirgðaákvæði komið inn í reglugerðina og málið algerlega skýrt. Við erum búin að senda inn reikninga til Sjúkratrygginga Íslands og ég fengið tilkynningu um að við fáum endurgreiðsluna í kringum helgina. Þannig að við ætlum að leyfa okkur að fagna.“ Heilbrigðismál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Þessi breyting gjörbreytir stöðu barna með skarð í gómi, en foreldrar þeirra hafa lengi staðið í stappi við Sjúkratryggingar Íslands sem hafa ekki viljað taka þátt í nauðsynlegum tannréttingakostnaði. „Við áttum ekki rétt á neinu,“ segir Rakel Theodórsdóttir, móðir Bergs Páls, átta ára drengs með skarð í gómi. Hún segir að með þessari reglugerðarbreytingu sé „loksins verið að vinda ofan af mismunun milli barna með fæðingargalla“. „Þarna var verið að flokka börn með viðurkenndan fæðingargalla eftir því hvar fæðingargallinn var.“ Svandís fyrst til að sýna málinu áhuga Rakel segir að þetta hafi verið löng barátta. Svandís hafi verið fyrsti ráðherrann sem hafi sýnt málinu áhuga og komið á reglugerð sem tók gildi í upphafi árs 2020, þar sem kveðið var á um endurgreiðslur barna með skarð í gómi. Sjúkratryggingar hafi hins vegar ekki vikið frá sinni afstöðu. „Við vorum endalaust send í mat. Það var niðurstaðan að málið [kostnaður þessa hóps vegna tannréttinga] sé brýnt, en samt segja Sjúkratryggingar að við eigum ekki rétt á greiðsluþátttöku,“ segir Rakel. „Við kærum það til úrskurðarnefndar velferðarmála, sem dæma okkur í hag og málið er sent aftur á Sjúkratryggingar Íslands. Þar fundu þau sér bara áfram glufur til þess að takmarka greiðslur til okkar.“ „Þetta hefur alfarið staðið upp á Sjúkratryggingar og bitnar ekki á neinum nema langveikum börnum og fjölskyldum þeirra.“ Pattstaða þar til fyrir tveimur vikum Málið hafi verið í pattstöðu þangað til fyrir um tveimur vikum þegar ráðherra hafi gengið aftur í málið. „Nú er þetta bráðabirgðaákvæði komið inn í reglugerðina og málið algerlega skýrt. Við erum búin að senda inn reikninga til Sjúkratrygginga Íslands og ég fengið tilkynningu um að við fáum endurgreiðsluna í kringum helgina. Þannig að við ætlum að leyfa okkur að fagna.“
Heilbrigðismál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira