Nýbakaður afi með fjölskylduna í forgangi: Róar mig að vita að ég skil við ÍBV á betri stað Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2021 13:32 Helgi Sigurðsson hefur nú stýrt bæði Fylki og ÍBV upp í efstu deild á þeim fimm árum sem hann hefur starfað sem þjálfari. „Þetta er algjörlega að mínu frumkvæði. Oftar en ekki er þetta í hina áttina og þess vegna er þetta kannski svolítið skrýtið. En ég færist með þessu nær fjölskyldunni og það er það sem skiptir mig mestu máli,“ segir Helgi Sigurðsson, fráfarandi þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta. Um leið og Eyjamenn fögnuðu því um helgina að snúa aftur í deild þeirra bestu, með því að tryggja sér 2. sæti í Lengjudeildinni, fengu þeir að vita að Helgi yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Helgi tók við ÍBV fyrir tveimur árum og segir tímann í Eyjum hafa verið frábæran. Hann vill hins vegar vera hjá fjölskyldu sinni uppi á landi og ákvað því að segja skilið við félagið. „Auðvitað er skrýtið að stökkva frá borði því maður hefði viljað vera með liðið áfram og ná frábærum árangri í Pepsi Max-deildinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi í dag. „Það er engin dramatík á bakvið þetta, bara breyttar fjölskylduaðstæður. Það er orðið erfiðara fyrir mig að vera mikið frá fjölskyldunni samhliða því að sinna starfinu eins og ég vil gera það. Ég varð afi í fyrradag, við eigum þrjú börn, og maður vill huga að fjölskyldunni sem er það mikilvægasta í lífinu,“ segir Helgi. Fjölskyldan hafi getað verið minna í Eyjum í ár en í fyrra. Kvíði ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV „Þegar ég skýrði út mínar ástæður fyrir stjórn ÍBV þá skildu menn þær mjög vel. Þetta var því eins góður viðskilnaður og hugsast gat. Þetta eru búin að vera tvö frábær ár í Eyjum og það sem að róar mig aðeins niður er að ég veit að ég skil við liðið á betri stað en það var á áður. Margir ungir og efnilegir strákar eru búnir að taka stór skref fram á við, ásamt því að við höfum haft reynslumikla og frábæra stráka innanborðs. Ég kvíði því ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV þó að ég stígi frá borði. Þetta er frábært félag. Ég gæti ekki verið stoltari af mínum árangri og að hafa fylgt eftir þeim árangri sem ég náði með Fylki á sínum tíma,“ segir Helgi sem stýrði Fylki upp í efstu deild árið 2017 og var með liðið í tvö tímabil þar á eftir, áður en hann fór svo til Vestmannaeyja. Ekki rætt við önnur félög Helgi hefur hug á að starfa áfram í þjálfun en segist ekki vera farinn að ræða við nein félög: „Það er bara næsta skref að sjá hvort að einhverjir vilji njóta krafta minna og hvað verði í boði. En ég er ekkert búinn með ÍBV. Það eru tveir leikir eftir og ég sagði við strákana í gær að við ætluðum að taka sex stig úr þeim og koma okkur í 50 stig. Það væri árangur sem að lið ná ekki á hverju ári, þó að Framarar hafi auðvitað náð frábærum árangri í sumar Þetta var allt bara að gerast í gær og ég er bara að undirbúa leik á laugardaginn. Ég vil klára þetta verkefni með ÍBV og hugur minn er enn þar. Ég er langt því frá farinn að tala við önnur félög.“ Pepsi Max-deild karla ÍBV Lengjudeild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Um leið og Eyjamenn fögnuðu því um helgina að snúa aftur í deild þeirra bestu, með því að tryggja sér 2. sæti í Lengjudeildinni, fengu þeir að vita að Helgi yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Helgi tók við ÍBV fyrir tveimur árum og segir tímann í Eyjum hafa verið frábæran. Hann vill hins vegar vera hjá fjölskyldu sinni uppi á landi og ákvað því að segja skilið við félagið. „Auðvitað er skrýtið að stökkva frá borði því maður hefði viljað vera með liðið áfram og ná frábærum árangri í Pepsi Max-deildinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi í dag. „Það er engin dramatík á bakvið þetta, bara breyttar fjölskylduaðstæður. Það er orðið erfiðara fyrir mig að vera mikið frá fjölskyldunni samhliða því að sinna starfinu eins og ég vil gera það. Ég varð afi í fyrradag, við eigum þrjú börn, og maður vill huga að fjölskyldunni sem er það mikilvægasta í lífinu,“ segir Helgi. Fjölskyldan hafi getað verið minna í Eyjum í ár en í fyrra. Kvíði ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV „Þegar ég skýrði út mínar ástæður fyrir stjórn ÍBV þá skildu menn þær mjög vel. Þetta var því eins góður viðskilnaður og hugsast gat. Þetta eru búin að vera tvö frábær ár í Eyjum og það sem að róar mig aðeins niður er að ég veit að ég skil við liðið á betri stað en það var á áður. Margir ungir og efnilegir strákar eru búnir að taka stór skref fram á við, ásamt því að við höfum haft reynslumikla og frábæra stráka innanborðs. Ég kvíði því ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV þó að ég stígi frá borði. Þetta er frábært félag. Ég gæti ekki verið stoltari af mínum árangri og að hafa fylgt eftir þeim árangri sem ég náði með Fylki á sínum tíma,“ segir Helgi sem stýrði Fylki upp í efstu deild árið 2017 og var með liðið í tvö tímabil þar á eftir, áður en hann fór svo til Vestmannaeyja. Ekki rætt við önnur félög Helgi hefur hug á að starfa áfram í þjálfun en segist ekki vera farinn að ræða við nein félög: „Það er bara næsta skref að sjá hvort að einhverjir vilji njóta krafta minna og hvað verði í boði. En ég er ekkert búinn með ÍBV. Það eru tveir leikir eftir og ég sagði við strákana í gær að við ætluðum að taka sex stig úr þeim og koma okkur í 50 stig. Það væri árangur sem að lið ná ekki á hverju ári, þó að Framarar hafi auðvitað náð frábærum árangri í sumar Þetta var allt bara að gerast í gær og ég er bara að undirbúa leik á laugardaginn. Ég vil klára þetta verkefni með ÍBV og hugur minn er enn þar. Ég er langt því frá farinn að tala við önnur félög.“
Pepsi Max-deild karla ÍBV Lengjudeild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira