Gummi ræddi við Henderson: „Ótrúlega gott að fá þá aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2021 13:00 Jordan Henderson í viðtali eftir sigurinn góða í gærkvöld. Getty/Alex Livesey Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, ræddi við Guðmund Benediktsson á Anfield í gærkvöld eftir að hafa tryggt sínu liði 3-2 sigur á AC Milan í bráðfjörugum fyrsta leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á þessari leiktíð. Liverpool hóf leikinn af krafti og komst í 1-0 en missti gestina fram úr sér á lokakafla fyrri hálfleiks. Staðan í hléi var 2-1 Milan í vil og Guðmundur spurði Henderson hvað hefði farið úrskeiðis á þeim kafla: „Við lentum í fáeinum vandamálum í leiknum. Það var of mikið pláss á milli „línanna“ og slíkt, sem við ræddum um í hálfleik. Við gerðum fáein mistök og okkur var refsað, á þeim kafla, sem voru vonbrigði en heilt yfir fannst mér við spila virkilega vel, sérstaklega fyrstu 30 mínúturnar. Það hvernig við brugðumst við í seinni hálfleik var virkilega gott – við vissum að við hefðum 45 mínútur til að ná fram sigri – og mér fannst við höndla leikinn mjög vel. Við getum verið mjög ánægðir með frammistöðuna og auðvitað úrslitin líka, og reynum að læra af þessum 10-15 mínútum fyrir hálfleik.“ Klippa: Henderson í viðtali við Gumma Ben Klopp reyndi að bregðast við fyrir markið Guðmundur tók eftir því að Jürgen Klopp kallaði á Henderson rétt áður en jöfnunarmark Milan kom: „Ég held að stjórinn hafi séð það, og við fundum það, að eitthvað var ekki alveg eins og það átti að vera. Því miður náðum við ekki tökum á því þessar síðustu 10-15 mínútur í fyrri hálfleik, og var refsað, en við ræddum þetta nánar í hléinu og það hjálpaði okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náðum tveimur mörkum og höfðum fína stjórn á leiknum,“ sagði Henderson. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er í rénun mega áhorfendur fylla Anfield að nýju og Henderson brosti aðspurður hvernig honum liði með það: „Stórkostlega. Það er langt síðan við fengum Evrópukvöld á Anfield með stuðningsmönnum. Það var ótrúlega gott að fá þá aftur. Þetta breytir fótboltanum svo mikið og megi þetta vara sem lengst.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. 15. september 2021 22:31 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Liverpool hóf leikinn af krafti og komst í 1-0 en missti gestina fram úr sér á lokakafla fyrri hálfleiks. Staðan í hléi var 2-1 Milan í vil og Guðmundur spurði Henderson hvað hefði farið úrskeiðis á þeim kafla: „Við lentum í fáeinum vandamálum í leiknum. Það var of mikið pláss á milli „línanna“ og slíkt, sem við ræddum um í hálfleik. Við gerðum fáein mistök og okkur var refsað, á þeim kafla, sem voru vonbrigði en heilt yfir fannst mér við spila virkilega vel, sérstaklega fyrstu 30 mínúturnar. Það hvernig við brugðumst við í seinni hálfleik var virkilega gott – við vissum að við hefðum 45 mínútur til að ná fram sigri – og mér fannst við höndla leikinn mjög vel. Við getum verið mjög ánægðir með frammistöðuna og auðvitað úrslitin líka, og reynum að læra af þessum 10-15 mínútum fyrir hálfleik.“ Klippa: Henderson í viðtali við Gumma Ben Klopp reyndi að bregðast við fyrir markið Guðmundur tók eftir því að Jürgen Klopp kallaði á Henderson rétt áður en jöfnunarmark Milan kom: „Ég held að stjórinn hafi séð það, og við fundum það, að eitthvað var ekki alveg eins og það átti að vera. Því miður náðum við ekki tökum á því þessar síðustu 10-15 mínútur í fyrri hálfleik, og var refsað, en við ræddum þetta nánar í hléinu og það hjálpaði okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náðum tveimur mörkum og höfðum fína stjórn á leiknum,“ sagði Henderson. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er í rénun mega áhorfendur fylla Anfield að nýju og Henderson brosti aðspurður hvernig honum liði með það: „Stórkostlega. Það er langt síðan við fengum Evrópukvöld á Anfield með stuðningsmönnum. Það var ótrúlega gott að fá þá aftur. Þetta breytir fótboltanum svo mikið og megi þetta vara sem lengst.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. 15. september 2021 22:31 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30
Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00
Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. 15. september 2021 22:31
Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00