Ytri Rangá ennþá á toppnum Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2021 08:41 Það styttist í lokatölur úr laxveiðiánum Það styttist í að fyrstu lokatölur sumarsins verði opinberar úr laxveiðiánum en það er orðið illveiðanlegt í mörgum ánum. Eftir úrhelli síðustu daga hafa árnar sérstaklega á vesturlandi orðið erfiðar eða allt að því illveiðanlegar sem á eftir að hafa áhrif á lokatölur úr ánum en margar af þeim eiga oft góða endaspretti í september. Nýr listi yfir aflahæstu árnar var birtur á vef Landssambands Veiðifélaga í morgun og þar má sjá að Ytri Rangá er ennþá aflahæst með 2.939 laxa en vikan skilaði 117 löxum a land. Eystri Rangá er í öðru sæti en þar hafa veiðst 2.801 lax með veiði upp á 203 laxa í vikunni. Miðfjarðará er svo í þriðja sæti og er aflahæst sjálfbæru ánna með 1.596 laxa og vikuveiði upp á 158 laxa sem er frábær veiði í ánni á þessum tíma. Staðan er ennþá þannig að aðeins fimm laxveiðiár hafa farið yfir 1.000 laxa og með ofantöldum ám eru það Norðurá og Þverá/Kjarrá sem ná þessu marki með 1.431 lax úr Norðurá og 1.259 laxa úr Þverá/Kjarrá. Eina áin sem á möguleika á að ná þessu þó það sé ekki líklegt eins og skilyrðin eru núna er Haffjarðará með 892 laxa. Stangveiði Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði
Eftir úrhelli síðustu daga hafa árnar sérstaklega á vesturlandi orðið erfiðar eða allt að því illveiðanlegar sem á eftir að hafa áhrif á lokatölur úr ánum en margar af þeim eiga oft góða endaspretti í september. Nýr listi yfir aflahæstu árnar var birtur á vef Landssambands Veiðifélaga í morgun og þar má sjá að Ytri Rangá er ennþá aflahæst með 2.939 laxa en vikan skilaði 117 löxum a land. Eystri Rangá er í öðru sæti en þar hafa veiðst 2.801 lax með veiði upp á 203 laxa í vikunni. Miðfjarðará er svo í þriðja sæti og er aflahæst sjálfbæru ánna með 1.596 laxa og vikuveiði upp á 158 laxa sem er frábær veiði í ánni á þessum tíma. Staðan er ennþá þannig að aðeins fimm laxveiðiár hafa farið yfir 1.000 laxa og með ofantöldum ám eru það Norðurá og Þverá/Kjarrá sem ná þessu marki með 1.431 lax úr Norðurá og 1.259 laxa úr Þverá/Kjarrá. Eina áin sem á möguleika á að ná þessu þó það sé ekki líklegt eins og skilyrðin eru núna er Haffjarðará með 892 laxa.
Stangveiði Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði