Mbappé meiddur af velli er PSG mistókst að vinna | Haller skoraði fjögur í Portúgal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 21:30 Kylian Mbappé fór meiddur af velli í kvöld. Joris Verwijsty/Getty Images Öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Í A-riðli mættust Club Brugge og París Saint-Germain í Belgíu. Var þetta fyrsti leikurinn sem Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé byrja fyrir Parísarliðið. Það kom því ef til vill örlítið á óvart þegar Ander Herrera skoraði fyrsta mark leiksins og kom gestunum í 1-0. Herrera hefur verið heitur í frönsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. Þrjú mörk og tvær stoðsendingar til þessa þar og nú eitt mark í Meistaradeildinni. Heimamenn jöfnuðu þó metin þegar tæpur hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins og segja má að þetta séu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem talið var að Brugge ætti ekki möguleika gegn ógnarsterku liði PSG. Til að gera stöðuna enn dekkri fyrir Mauricio Pochettino og lærisveina hans þá haltraði Mbappé af velli snemma í síðari hálfleik. Óvíst er hversu illa meiddur hann er. Kylian Mbappe is forced out of PSG s game against Brugge with an injury pic.twitter.com/gRyWXNOYzX— B/R Football (@brfootball) September 15, 2021 Í hinum leik A-riðils vann Manchester City 6-3 sigur á RB Leipzig í ótrúlegum leik. Í B-riðli gerðu Atlético Madríd og FC Porto markalaust jafntefli. Þá vann Liverpool 3-2 sigur á AC Milan í mjög sveiflukenndum leik. Í C-riðli vann Ajax magnaðan 5-1 útisigur á Sporting. Sebastian Haller gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í leiknum. Sá hinn sami og Ajax gleymdi að skrá í Evrópuhóp sinn á síðstu leiktíð. Last season, ex-West Ham forward Sebastian Haller was accidentally left out of Ajax's Europa League squad, in a real-life FM administration error.Tonight, the Frenchman has a hat-trick - just so his employers don't forget about him again #UCL pic.twitter.com/fzVwqckz29— FourFourTwo (@FourFourTwo) September 15, 2021 Í hinum leik C-riðils vann Borussia Dortmund 2-1 sigur á Besiktas í Tyrklandi fyrr í dag. Í D-riðli vann Real Madríd nauman 1-0 sigur á Inter Mílanó. Fyrr í kvöld höfðu nýliðar FC Sheriff unnið 2-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Í A-riðli mættust Club Brugge og París Saint-Germain í Belgíu. Var þetta fyrsti leikurinn sem Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé byrja fyrir Parísarliðið. Það kom því ef til vill örlítið á óvart þegar Ander Herrera skoraði fyrsta mark leiksins og kom gestunum í 1-0. Herrera hefur verið heitur í frönsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. Þrjú mörk og tvær stoðsendingar til þessa þar og nú eitt mark í Meistaradeildinni. Heimamenn jöfnuðu þó metin þegar tæpur hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins og segja má að þetta séu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem talið var að Brugge ætti ekki möguleika gegn ógnarsterku liði PSG. Til að gera stöðuna enn dekkri fyrir Mauricio Pochettino og lærisveina hans þá haltraði Mbappé af velli snemma í síðari hálfleik. Óvíst er hversu illa meiddur hann er. Kylian Mbappe is forced out of PSG s game against Brugge with an injury pic.twitter.com/gRyWXNOYzX— B/R Football (@brfootball) September 15, 2021 Í hinum leik A-riðils vann Manchester City 6-3 sigur á RB Leipzig í ótrúlegum leik. Í B-riðli gerðu Atlético Madríd og FC Porto markalaust jafntefli. Þá vann Liverpool 3-2 sigur á AC Milan í mjög sveiflukenndum leik. Í C-riðli vann Ajax magnaðan 5-1 útisigur á Sporting. Sebastian Haller gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í leiknum. Sá hinn sami og Ajax gleymdi að skrá í Evrópuhóp sinn á síðstu leiktíð. Last season, ex-West Ham forward Sebastian Haller was accidentally left out of Ajax's Europa League squad, in a real-life FM administration error.Tonight, the Frenchman has a hat-trick - just so his employers don't forget about him again #UCL pic.twitter.com/fzVwqckz29— FourFourTwo (@FourFourTwo) September 15, 2021 Í hinum leik C-riðils vann Borussia Dortmund 2-1 sigur á Besiktas í Tyrklandi fyrr í dag. Í D-riðli vann Real Madríd nauman 1-0 sigur á Inter Mílanó. Fyrr í kvöld höfðu nýliðar FC Sheriff unnið 2-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira