Birna sleit krossband í þriðja sinn: „Engin endalok fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 14:36 Birna Berg Haraldsdóttir ætlar sér að snúa aftur af krafti á næsta ári en veit vel að í því felst gríðarleg áskorun. vísir/vilhelm „Ég fann strax hvað hafði gerst og það fóru alls konar hugsanir í gegnum hausinn,“ segir Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, sem sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum. Birna sleit krossband í hægra hné í stórsigri með ÍBV gegn Gróttu í Coca Cola-bikarnum á föstudagskvöld. Hún hefur áður unnið sig upp úr krossbandsslitum, á báðum hnjám, og veit því vel að nú tekur við langt og strangt endurhæfingarferli. Hún missir af leiktíðinni sem er rétt að hefjast en stefnir nú á næstu leiktíð. „Ég verð alveg að viðurkenna það að yfir helgina hefur þetta verið þannig að eina mínútuna var ég mjög peppuð og fannst ég geta þetta, en næstu var ég kannski hágrenjandi að hugsa um hvort þetta væri þess virði og hvort líkaminn minn væri tilbúinn í þetta. En þetta eru engin endalok fyrir mig og ég myndi aldrei sætta mig við að enda ferilinn svona. Enda ætlaði ég mér að koma heim úr atvinnumennsku og vinna titla með ÍBV. Þetta býr til smá krókaleið að því marki,“ segir Birna sem sneri heim til Íslands úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð. Hugðust búa til sirkusmark og áttu svo að fara út af Þessi 28 ára gamla stórskytta segir sérstaklega svekkjandi að hugsa til þess hvernig hún meiddist í leiknum á föstudag: „Siggi [Sigurður Bragason, þjálfari] tók leikhlé og sagði að við ættum tvær mínútur eftir og svo ætlaði hann að skipta þeim yngri inn á. Við ákváðum þá að búa til sirkusmark og ég hoppa einhvern veginn upp, en Sunnu [Jónsdóttur, liðsfélaga] er hrint á mig og hún lendir á hnénu. Þetta er algjört óhapp og bara ótrúlega svekkjandi en ég þarf að sætta mig við þetta.“ Birna Berg segir lífið tómlegt án handbolta og ætlar sér að snúa aftur á völlinn þrátt fyrir þriðju krossbandsslitin.vísir/vilhelm „Mér finnst þetta rosalega erfitt en ég reyni að hugsa jákvætt. Það eru margir að reyna að hughreysta mann með því að benda á að þetta sé ekki það hræðilegasta sem gæti gerst. En ég er bara handboltakona, ekkert annað, og ef að það er tekið frá manni þá finnst manni lífið vera svo tómlegt. Ég veit að það gæti hljómað dramatískt en handboltinn hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu og ég er bara ekkert tilbúin að enda þetta svona. Mér finnst ég eiga nóg eftir og ætlaði mér stóra hluti í vetur. Það gerir þetta svo svekkjandi,“ segir Birna. Sjaldan liðið eins vel og fyrir þetta tímabil Birna meiddist illa í ökkla í byrjun maí og gat því ekki beitt sér með ÍBV í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Hún varði sumrinu í að vinna sig upp úr því með hjálp styrktarþjálfara: „Ég get þakkað honum mikið fyrir að ég er sterk í fótunum í dag og er vel undirbúin fyrir það sem ég er að fara að ganga í gegnum. Það er alla vega jákvætt. En áður en að krossbandið fór hafði mér sjaldan liðið eins vel. Ég var svo létt á mér, hafði gengið vel í æfingaleikjunum og fann svo mikla tilhlökkun fyrir tímabilinu eftir þetta síðasta tímabil, með endalausum hléum og Covid-pásum. Þá var maður með úrslitakeppnina sem gulrót og svo var hún tekin af manni þegar ég meiddist,“ segir Birna sem vonast til að komast í aðgerð í lok mánaðarins. „Þetta er erfitt en ég er sterk andlega og ef einhver getur tekist á við þetta þá er það ég. Ég hef gert þetta áður og veit alveg hvað ég er að fara út í.“ Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Birna sleit krossband í hægra hné í stórsigri með ÍBV gegn Gróttu í Coca Cola-bikarnum á föstudagskvöld. Hún hefur áður unnið sig upp úr krossbandsslitum, á báðum hnjám, og veit því vel að nú tekur við langt og strangt endurhæfingarferli. Hún missir af leiktíðinni sem er rétt að hefjast en stefnir nú á næstu leiktíð. „Ég verð alveg að viðurkenna það að yfir helgina hefur þetta verið þannig að eina mínútuna var ég mjög peppuð og fannst ég geta þetta, en næstu var ég kannski hágrenjandi að hugsa um hvort þetta væri þess virði og hvort líkaminn minn væri tilbúinn í þetta. En þetta eru engin endalok fyrir mig og ég myndi aldrei sætta mig við að enda ferilinn svona. Enda ætlaði ég mér að koma heim úr atvinnumennsku og vinna titla með ÍBV. Þetta býr til smá krókaleið að því marki,“ segir Birna sem sneri heim til Íslands úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð. Hugðust búa til sirkusmark og áttu svo að fara út af Þessi 28 ára gamla stórskytta segir sérstaklega svekkjandi að hugsa til þess hvernig hún meiddist í leiknum á föstudag: „Siggi [Sigurður Bragason, þjálfari] tók leikhlé og sagði að við ættum tvær mínútur eftir og svo ætlaði hann að skipta þeim yngri inn á. Við ákváðum þá að búa til sirkusmark og ég hoppa einhvern veginn upp, en Sunnu [Jónsdóttur, liðsfélaga] er hrint á mig og hún lendir á hnénu. Þetta er algjört óhapp og bara ótrúlega svekkjandi en ég þarf að sætta mig við þetta.“ Birna Berg segir lífið tómlegt án handbolta og ætlar sér að snúa aftur á völlinn þrátt fyrir þriðju krossbandsslitin.vísir/vilhelm „Mér finnst þetta rosalega erfitt en ég reyni að hugsa jákvætt. Það eru margir að reyna að hughreysta mann með því að benda á að þetta sé ekki það hræðilegasta sem gæti gerst. En ég er bara handboltakona, ekkert annað, og ef að það er tekið frá manni þá finnst manni lífið vera svo tómlegt. Ég veit að það gæti hljómað dramatískt en handboltinn hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu og ég er bara ekkert tilbúin að enda þetta svona. Mér finnst ég eiga nóg eftir og ætlaði mér stóra hluti í vetur. Það gerir þetta svo svekkjandi,“ segir Birna. Sjaldan liðið eins vel og fyrir þetta tímabil Birna meiddist illa í ökkla í byrjun maí og gat því ekki beitt sér með ÍBV í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Hún varði sumrinu í að vinna sig upp úr því með hjálp styrktarþjálfara: „Ég get þakkað honum mikið fyrir að ég er sterk í fótunum í dag og er vel undirbúin fyrir það sem ég er að fara að ganga í gegnum. Það er alla vega jákvætt. En áður en að krossbandið fór hafði mér sjaldan liðið eins vel. Ég var svo létt á mér, hafði gengið vel í æfingaleikjunum og fann svo mikla tilhlökkun fyrir tímabilinu eftir þetta síðasta tímabil, með endalausum hléum og Covid-pásum. Þá var maður með úrslitakeppnina sem gulrót og svo var hún tekin af manni þegar ég meiddist,“ segir Birna sem vonast til að komast í aðgerð í lok mánaðarins. „Þetta er erfitt en ég er sterk andlega og ef einhver getur tekist á við þetta þá er það ég. Ég hef gert þetta áður og veit alveg hvað ég er að fara út í.“
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti