Aldrei séð skotvopn á heimilinu í Rauðagerði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2021 10:52 Þóranna Helga Gunnarsdóttir við hús þeirra Armandos í Rauðagerði. Vísir/Vilhelm Ekkja Armando Beqirai, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í febrúar, segir að ekkert skotvopn hafi verið geymt á heimili þeirra, þrátt fyrir staðhæfingu Angjelins Sterkaj um það fyrir dómi í gær. Þetta kom fram þegar hún vitnaði fyrir dómi í morgun við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þáttinn sem leiddi til þess að Armando var skotinn til bana. Þau fjögur báru vitni í dómssal í gær. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn en hin þrjú segjast ekkert hafa vitað um manndrápið. Vaknaði við hljóð fyrir utan Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armandos, lýsti kvöldinu örlagaríka fyrir dómi í morgun. Armando hafi verið við vinnu um kvöldið en hún heima með son þeirra. Síðustu samskiptin þeirra á milli hafi farið fram í gegn um Facebook rétt eftir klukkan ellefu, en stuttu síðar hafi hún vaknað við einhver hljóð fyrir utan. „Þetta hljómaði meira eins og einhver hefði dottið á hurðina í bílskúrnum og ég hugsaði að hann væri kominn heim,“ sagði Þóranna. Örskömmu síðar hafi Bjarnar, maðurinn sem bjó á neðri hæð hússins ásamt bróður Þórönnu, Bjarka, hlaupið upp stigann að íbúð hennar og Armandos og kallað til hennar að hringja á sjúkrabíl. Það hafi hún gert strax, og á meðan hún hafi beðið eftir svari frá neyðarlínunni hafi hún klætt sig í náttslopp og gripið son sinn. Sá Armando liggjandi á jörðinni Á meðan hún hafi gengið niður tröppurnar hafi Neyðarlínan svarað henni. Um leið og hún hafi komið út hafi hún séð Armando liggjandi á jörðinni og Bjarnar og Bjarka standa við hlið hans. „Það eru nokkrir metrar milli útidyrahurðarinnar og bílskúrshurðarinnar. Armando liggur fyrir framan litlu bílskúrshurðina [sem er gengið inn um]. Ég fer strax að honum, Bjarnar tekur strákinn minn og Bjarki bróðir sem býr með Bjarnari á neðri hæðinni athugar lífsmörk,“ sagði Þóranna. „Ég er alltaf enn með 112 í símanum, sjúkrabílarnir eru komnir um það bil þremur og hálfri mínútu frá því að ég hringi. Við erum að prófa endurlífgunartilraunir en svo koma sjúkrabílarnir, tveir til þrír sjúkrabílar,“ sagði Þóranna. Lögregla færði hana inn í bílskúr „Einn sjúkraflutningamaður byrjar hjartahnoð, annar klippir upp peysuna. Sá sem klippir upp peysuna er kominn hingað [Þóranna bendir á brjóstkassann] og spyr mig hvort hann hafi verið stunginn. Ég vissi það ekki og hann lokar fyrir og segir „við skulum ekkert fara í þetta.“ Þeir setja hann strax upp á börurnar, út í bíl og eru farnir stuttu eftir að löggan er komin.“ Við þetta hafi tvær lögreglukonur sem komnar voru á staðinn ýtt henni inn í bílskúrinn. „Ég man ekki af hverju hann var opinn en allavega, svo standa stelpurnar með mér inni í bílskúrnum og það kemur einn sem er lögreglumaður og er að skoða vettvanginn og segir „bíddu hér eru skothylki“. Þá spyr hann: var hann skotinn? Og það er það eina sem ég man.“ Lögreglukonurnar létu hana bíða í talsverðan tíma inni í bílskúrnum. Þær hafi eftir nokkra stund spurt hana hvort hún vildi ekki fara inn til sín. Þóranna hafi þá gert tilraun til að ganga út úr bílskúrnum en þær stöðvað hana og varað hana við því að bílaplanið væri nú rannsóknarvettvangur. Gat ekki ímyndað sér að hann væri dáinn „Ég verð að fara út til að komast inn. Svo fer ég út og svo þarf ég að bíða þar lengi og ég hringi í vini hans sem ég var viss um að voru að vinna með honum um kvöldið. Svo er ég bara að spyrja um stöðuna. Svo hringi ég í bróður hans og í foreldra mína,“ segir Þóranna. Höfuðið lá í vestur, í átt að innganginum í húsin og hann var rosalega nálægt hurðinni. „Ég hugsaði að það hefði gerst þegar hann var að loka hurðinni. Hann lá á bakinu. Og ég sá ekkert blóð og ég gat ekki ímyndað mér að hann væri dáinn. Ég tók ekki eftir neinu. Ekki fyrr en ég er beðin að lyfta höfðinu að ég sé blóð.“ Hún lýsir því að Armando hafi verið talsvert í símanum síðdegis daginn áður og greinilega hafi einhverjar deilur staðið yfir milli aðila. Hann hafi hins vegar hvorki ógnað neinum né verið með læti. Armando haf aldrei verið með skotvopn á heimilinu. Aldrei séð skotvopn á heimilinu „Hann var aldrei með skotvopn á heimilinu. Ég sá aldrei að hann hafi verið með haglabyssu í bílskúrnum. Strákarnir, Armando og vinir hans, voru oft í bílskúrnum, að grilla og lyfta og svona. En ég var þar mikið líka, ég var alltaf á bílnum á morgnanna til að fara með [soninn] á leikskólann. Við vorum líka að breyta bílskúrnum. Ég hefði vitað ef það hefði verið skotvopn, held ég, það var mikið dót í bílskúrnum en ég var þarna mikið.“ Angjelin Sterkaj bar fyrir sig sjálfsvörn og sagði að Armando hefði verið með haglabyssu í Rauðagerði. Þóranna fullyrðir að það hafi aldrei verið vopn á svæðinu. Þá fann lögregla ekki haglabyssu á vettvangnum.Vísir/Vilhelm Hún segir málið hafa haft mikil áhrif á sig og börn sín. „Þetta er eitthvað sem ég hefði aldrei valið mér og hvað þá að eiga tvö börn undir tveggja ára og vera ein,“ sagði Þóranna. Sonurinn sé með mikinn aðskilnaðarkvíða. „Þau fara að sofa á sitthvorum tíma því þau þurfa bæði mömmu sína. [Sonurinn] er með mikinn aðskilnaðarkvíða. Ég reyni að þjálfa hann til að fara í feluleik til að þjálfa hann og hlutirnir gangi betur fyrir sig. Þetta tekur virkilega á og er erfitt, fyrir utan alla umfjöllunina í fjölmiðlum,“ sagði Þóranna. Rætt var við Þórönnu í Kompás í vetur. Viðtalið má sjá að neðan. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. 14. september 2021 10:08 Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21 Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þáttinn sem leiddi til þess að Armando var skotinn til bana. Þau fjögur báru vitni í dómssal í gær. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn en hin þrjú segjast ekkert hafa vitað um manndrápið. Vaknaði við hljóð fyrir utan Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armandos, lýsti kvöldinu örlagaríka fyrir dómi í morgun. Armando hafi verið við vinnu um kvöldið en hún heima með son þeirra. Síðustu samskiptin þeirra á milli hafi farið fram í gegn um Facebook rétt eftir klukkan ellefu, en stuttu síðar hafi hún vaknað við einhver hljóð fyrir utan. „Þetta hljómaði meira eins og einhver hefði dottið á hurðina í bílskúrnum og ég hugsaði að hann væri kominn heim,“ sagði Þóranna. Örskömmu síðar hafi Bjarnar, maðurinn sem bjó á neðri hæð hússins ásamt bróður Þórönnu, Bjarka, hlaupið upp stigann að íbúð hennar og Armandos og kallað til hennar að hringja á sjúkrabíl. Það hafi hún gert strax, og á meðan hún hafi beðið eftir svari frá neyðarlínunni hafi hún klætt sig í náttslopp og gripið son sinn. Sá Armando liggjandi á jörðinni Á meðan hún hafi gengið niður tröppurnar hafi Neyðarlínan svarað henni. Um leið og hún hafi komið út hafi hún séð Armando liggjandi á jörðinni og Bjarnar og Bjarka standa við hlið hans. „Það eru nokkrir metrar milli útidyrahurðarinnar og bílskúrshurðarinnar. Armando liggur fyrir framan litlu bílskúrshurðina [sem er gengið inn um]. Ég fer strax að honum, Bjarnar tekur strákinn minn og Bjarki bróðir sem býr með Bjarnari á neðri hæðinni athugar lífsmörk,“ sagði Þóranna. „Ég er alltaf enn með 112 í símanum, sjúkrabílarnir eru komnir um það bil þremur og hálfri mínútu frá því að ég hringi. Við erum að prófa endurlífgunartilraunir en svo koma sjúkrabílarnir, tveir til þrír sjúkrabílar,“ sagði Þóranna. Lögregla færði hana inn í bílskúr „Einn sjúkraflutningamaður byrjar hjartahnoð, annar klippir upp peysuna. Sá sem klippir upp peysuna er kominn hingað [Þóranna bendir á brjóstkassann] og spyr mig hvort hann hafi verið stunginn. Ég vissi það ekki og hann lokar fyrir og segir „við skulum ekkert fara í þetta.“ Þeir setja hann strax upp á börurnar, út í bíl og eru farnir stuttu eftir að löggan er komin.“ Við þetta hafi tvær lögreglukonur sem komnar voru á staðinn ýtt henni inn í bílskúrinn. „Ég man ekki af hverju hann var opinn en allavega, svo standa stelpurnar með mér inni í bílskúrnum og það kemur einn sem er lögreglumaður og er að skoða vettvanginn og segir „bíddu hér eru skothylki“. Þá spyr hann: var hann skotinn? Og það er það eina sem ég man.“ Lögreglukonurnar létu hana bíða í talsverðan tíma inni í bílskúrnum. Þær hafi eftir nokkra stund spurt hana hvort hún vildi ekki fara inn til sín. Þóranna hafi þá gert tilraun til að ganga út úr bílskúrnum en þær stöðvað hana og varað hana við því að bílaplanið væri nú rannsóknarvettvangur. Gat ekki ímyndað sér að hann væri dáinn „Ég verð að fara út til að komast inn. Svo fer ég út og svo þarf ég að bíða þar lengi og ég hringi í vini hans sem ég var viss um að voru að vinna með honum um kvöldið. Svo er ég bara að spyrja um stöðuna. Svo hringi ég í bróður hans og í foreldra mína,“ segir Þóranna. Höfuðið lá í vestur, í átt að innganginum í húsin og hann var rosalega nálægt hurðinni. „Ég hugsaði að það hefði gerst þegar hann var að loka hurðinni. Hann lá á bakinu. Og ég sá ekkert blóð og ég gat ekki ímyndað mér að hann væri dáinn. Ég tók ekki eftir neinu. Ekki fyrr en ég er beðin að lyfta höfðinu að ég sé blóð.“ Hún lýsir því að Armando hafi verið talsvert í símanum síðdegis daginn áður og greinilega hafi einhverjar deilur staðið yfir milli aðila. Hann hafi hins vegar hvorki ógnað neinum né verið með læti. Armando haf aldrei verið með skotvopn á heimilinu. Aldrei séð skotvopn á heimilinu „Hann var aldrei með skotvopn á heimilinu. Ég sá aldrei að hann hafi verið með haglabyssu í bílskúrnum. Strákarnir, Armando og vinir hans, voru oft í bílskúrnum, að grilla og lyfta og svona. En ég var þar mikið líka, ég var alltaf á bílnum á morgnanna til að fara með [soninn] á leikskólann. Við vorum líka að breyta bílskúrnum. Ég hefði vitað ef það hefði verið skotvopn, held ég, það var mikið dót í bílskúrnum en ég var þarna mikið.“ Angjelin Sterkaj bar fyrir sig sjálfsvörn og sagði að Armando hefði verið með haglabyssu í Rauðagerði. Þóranna fullyrðir að það hafi aldrei verið vopn á svæðinu. Þá fann lögregla ekki haglabyssu á vettvangnum.Vísir/Vilhelm Hún segir málið hafa haft mikil áhrif á sig og börn sín. „Þetta er eitthvað sem ég hefði aldrei valið mér og hvað þá að eiga tvö börn undir tveggja ára og vera ein,“ sagði Þóranna. Sonurinn sé með mikinn aðskilnaðarkvíða. „Þau fara að sofa á sitthvorum tíma því þau þurfa bæði mömmu sína. [Sonurinn] er með mikinn aðskilnaðarkvíða. Ég reyni að þjálfa hann til að fara í feluleik til að þjálfa hann og hlutirnir gangi betur fyrir sig. Þetta tekur virkilega á og er erfitt, fyrir utan alla umfjöllunina í fjölmiðlum,“ sagði Þóranna. Rætt var við Þórönnu í Kompás í vetur. Viðtalið má sjá að neðan.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. 14. september 2021 10:08 Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21 Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. 14. september 2021 10:08
Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21
Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10
Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08
Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34