„Það var bara allt kreisí“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. september 2021 20:30 Mikið álag var á verslunarmönnum um helgina. Netglæpir verða sífellt algengari og telur lögreglufulltrúi tímabært að skýra ýmis atriði í löggjöfinni. Mikið álag var á verslunarmönnum um helgina vegna netárása á greiðslumiðlunarfyrirtæki. Lögreglufulltrúi segir að netglæpir verði sífellt algengari og að aukning hafi verið á þeirri tegund árása þar sem brotamenn fremji litlar árásir og hóti stærri árásum greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Hann segir að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða þar sem tilgangur glæpasamtaka sé að græða peninga og ítrekar mikilvægi þess að fyrirtæki borgi alls ekki lausnargjald. Skýra þurfi ýmislegt betur í löggjöfinni. Helst þurfi að lögfesta auðkennaþjófnað sem í dag er ekki refsiverður. „Og svo þá að kannski skýra lögin betur. Aðeins nákvæmara tengt þessu. Það er svolítið síðan þessir kaflar voru endurskoðaðir,“ sagði Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Daði Gunnarsson er lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.stöð2 Vegna netárása lá þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja niðri á köflum um helgina sem skapaði álag hjá verslunarmönnum. „Það var bara allt „kreisí,“ sagði Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Hamborgarabúllu Tómasar á Bíldshöfða. „Eins og gefur að skilja þá mynduðust hérna raðir eftir þessum þremur kössum sem við erum með og það var hasar,“ sagði Sigurgestur Jóhann Rúnarsson, starfsmaður hjá Melabúðinni. Fólki hafi staðið til boða að greiða með millifærslu. „Og auðvitað peningurinn. Það eru auðvitað ekki allir sem ganga á sér með pening á sér dags daglega þannig við buðum fólki að millifæra sem þýddi auðvitað hægari afgreiðsla og tók allt sinn tíma en með samvinnu, þolinmæði og jákvæðni þá gekk þetta,“ sagði Sigurgestur. Á Búllunni bauðst fólki að borga síðar. „Bara komdu að borga á morgun eða hinn. Við höfum oft gert þetta og það hafa alltaf allir komið og borgað og það er ekkert mál,“ sagði Særún. Þurftu einhverjir að skilja vörurnar eftir og labba út sárir? „Já, einhverjir en ekki margir. En það kom fyrir að fólk var ekki með síma og ekki með pening og því lítið hægt að gera,“ sagði Sigurgestur. Netglæpir Greiðslumiðlun Verslun Netöryggi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir að netglæpir verði sífellt algengari og að aukning hafi verið á þeirri tegund árása þar sem brotamenn fremji litlar árásir og hóti stærri árásum greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Hann segir að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða þar sem tilgangur glæpasamtaka sé að græða peninga og ítrekar mikilvægi þess að fyrirtæki borgi alls ekki lausnargjald. Skýra þurfi ýmislegt betur í löggjöfinni. Helst þurfi að lögfesta auðkennaþjófnað sem í dag er ekki refsiverður. „Og svo þá að kannski skýra lögin betur. Aðeins nákvæmara tengt þessu. Það er svolítið síðan þessir kaflar voru endurskoðaðir,“ sagði Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Daði Gunnarsson er lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.stöð2 Vegna netárása lá þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja niðri á köflum um helgina sem skapaði álag hjá verslunarmönnum. „Það var bara allt „kreisí,“ sagði Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Hamborgarabúllu Tómasar á Bíldshöfða. „Eins og gefur að skilja þá mynduðust hérna raðir eftir þessum þremur kössum sem við erum með og það var hasar,“ sagði Sigurgestur Jóhann Rúnarsson, starfsmaður hjá Melabúðinni. Fólki hafi staðið til boða að greiða með millifærslu. „Og auðvitað peningurinn. Það eru auðvitað ekki allir sem ganga á sér með pening á sér dags daglega þannig við buðum fólki að millifæra sem þýddi auðvitað hægari afgreiðsla og tók allt sinn tíma en með samvinnu, þolinmæði og jákvæðni þá gekk þetta,“ sagði Sigurgestur. Á Búllunni bauðst fólki að borga síðar. „Bara komdu að borga á morgun eða hinn. Við höfum oft gert þetta og það hafa alltaf allir komið og borgað og það er ekkert mál,“ sagði Særún. Þurftu einhverjir að skilja vörurnar eftir og labba út sárir? „Já, einhverjir en ekki margir. En það kom fyrir að fólk var ekki með síma og ekki með pening og því lítið hægt að gera,“ sagði Sigurgestur.
Netglæpir Greiðslumiðlun Verslun Netöryggi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira