Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Birgir Olgeirsson skrifar 13. september 2021 14:08 Claudia í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia er ákærð fyrir samverknað en hún fékk fyrirmæli um að fylgjast með bifreiðum og senda Shpetim Qerimi, eins þeirra sem ákærðir eru í málinu, skilaboð í gegnum Messenger þegar önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð. Varð Claudia við þessu, samkvæmt ákæru, og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir Claudia segist hafa kynnst Angjelin í júní árið 2020. Hún sagðist ekki hafa vitað hver ætti bílana sem hún átti að fylgjast með eða af hverju það skipti máli. „Það hvarflaði ekki að mér að spyrja af hverju. Ég geri yfirleitt það sem mér er sagt að gera, ég spyr ekki,“ sagði Claudia fyrir dómi. Átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ Claudia átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ ef önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð sem hún gerði. Claudia sagðist hafa vitað af einhverjum erjum sem tengdust Antoni Kristni Þórarinssyni, eins þeirra sem var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins, en Anton var ekki ákærður í málinu. Angjelin Sterkaj bar við fyrir dómi í morgun að Armando Beqirai og félagi hans hefðu farið fram á 25 milljónir hvor frá Anton Kristni. Angjelin hafi verið beðinn um að hafa milligöngu um það en Angjelin sagðist hafa neitað því. Upp úr því sköpuðust deilur milli Armando og Angjelin. Angjelin ræðir við lögmann sinn í morgun.Vísir Angjelin sagði Armando hafa hótað sér og fjölskyldu sinni ofbeldi. Boðað hafði verið til sáttafundar mánudaginn 15. febrúar að sögn Angjelin. Hann sagðist hins vegar hafa ætlað að reyna að ræða við Armando laugardagskvöldið 13. febrúar. Hafi hann óttast um líf sitt og þess vegna mætt vopnaður skammbyssu með hljóðdeyfi að heimili Armando þar sem hann skaut Armando níu sinnum. Kveðst hafa verið einn að verki Angjelin heldur því fram að hann hefði verið einn að verki og enginn hafi vitað um fyrirætlanir hans. Hvorki Shpetim, sem ók honum í Rauðagerði kvöldið örlagaríka, né Claudia, sem var beðin um að fylgjast með bifreið Armando. Claudia sagðist ekki hafa áttað sig á því fyrr en degi síðar hvað hefði gerst. Hún hefði séð fréttir af morðinu í Rauðagerði og séð Angjelin „eyðileggja skó“ sem voru með blóði á. „Ég spurði hann hvort hann hefði drepið Armando, því mér fannst allt vera að smella saman.“ Murat ræðir við verjanda sinn í dómssal.Vísir Claudia hafði meðal annars verið beðin um að fara með tösku til Reykjavíkur frá Borgarnesi sem innihélt byssuna sem Angjelin notaði við verknaðinn. Hún sagðist ekki hafa vitað að það væri byssa í töskunni. Eitthvað hart hafi verið í töskunni og hún svolítið þung, en hún hafi ekki vitað af byssu. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag en næstir í skýrslutöku eru Shpetim Qerimi, sem ók Angjelin í Rauðagerði, og Murat Selivrada, sem er sakaður um að hafa bent Claudiu á bifreiðarnar sem hún átti að fylgjast með. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Claudia er ákærð fyrir samverknað en hún fékk fyrirmæli um að fylgjast með bifreiðum og senda Shpetim Qerimi, eins þeirra sem ákærðir eru í málinu, skilaboð í gegnum Messenger þegar önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð. Varð Claudia við þessu, samkvæmt ákæru, og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir Claudia segist hafa kynnst Angjelin í júní árið 2020. Hún sagðist ekki hafa vitað hver ætti bílana sem hún átti að fylgjast með eða af hverju það skipti máli. „Það hvarflaði ekki að mér að spyrja af hverju. Ég geri yfirleitt það sem mér er sagt að gera, ég spyr ekki,“ sagði Claudia fyrir dómi. Átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ Claudia átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ ef önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð sem hún gerði. Claudia sagðist hafa vitað af einhverjum erjum sem tengdust Antoni Kristni Þórarinssyni, eins þeirra sem var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins, en Anton var ekki ákærður í málinu. Angjelin Sterkaj bar við fyrir dómi í morgun að Armando Beqirai og félagi hans hefðu farið fram á 25 milljónir hvor frá Anton Kristni. Angjelin hafi verið beðinn um að hafa milligöngu um það en Angjelin sagðist hafa neitað því. Upp úr því sköpuðust deilur milli Armando og Angjelin. Angjelin ræðir við lögmann sinn í morgun.Vísir Angjelin sagði Armando hafa hótað sér og fjölskyldu sinni ofbeldi. Boðað hafði verið til sáttafundar mánudaginn 15. febrúar að sögn Angjelin. Hann sagðist hins vegar hafa ætlað að reyna að ræða við Armando laugardagskvöldið 13. febrúar. Hafi hann óttast um líf sitt og þess vegna mætt vopnaður skammbyssu með hljóðdeyfi að heimili Armando þar sem hann skaut Armando níu sinnum. Kveðst hafa verið einn að verki Angjelin heldur því fram að hann hefði verið einn að verki og enginn hafi vitað um fyrirætlanir hans. Hvorki Shpetim, sem ók honum í Rauðagerði kvöldið örlagaríka, né Claudia, sem var beðin um að fylgjast með bifreið Armando. Claudia sagðist ekki hafa áttað sig á því fyrr en degi síðar hvað hefði gerst. Hún hefði séð fréttir af morðinu í Rauðagerði og séð Angjelin „eyðileggja skó“ sem voru með blóði á. „Ég spurði hann hvort hann hefði drepið Armando, því mér fannst allt vera að smella saman.“ Murat ræðir við verjanda sinn í dómssal.Vísir Claudia hafði meðal annars verið beðin um að fara með tösku til Reykjavíkur frá Borgarnesi sem innihélt byssuna sem Angjelin notaði við verknaðinn. Hún sagðist ekki hafa vitað að það væri byssa í töskunni. Eitthvað hart hafi verið í töskunni og hún svolítið þung, en hún hafi ekki vitað af byssu. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag en næstir í skýrslutöku eru Shpetim Qerimi, sem ók Angjelin í Rauðagerði, og Murat Selivrada, sem er sakaður um að hafa bent Claudiu á bifreiðarnar sem hún átti að fylgjast með.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34