Segir að lið sitt muni sakna Harvey Elliott og að Mo Salah sé hinn fullkomni atvinnumaður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 20:01 Klopp fyrir leik dagsins. Shaun Botterill/Getty Images Jurgen Klopp ræddi við fjölmiðla eftir 3-0 sigur Liverpool á Leeds United í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann ræddi meiðsli hins unga Harvey Elliott sem og Mo Salah en Egyptinn hefur nú skorað 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni. „Harvey Elliott er á spítala, það er ljóst að um er að ræða slæm ökklameiðsli. Það var eins og hann hefði farið úr lið, læknalið okkar setti hann aftur í lið og hann fann fyrir miklum sársauka. Meira vitum við ekki núna, við verðum að bíða,“ sagði Klopp um meiðsli hins unga Elliott. „Mér gæti ekki verið meira sama hvort það var rautt spjald, það kemur mér ekki við. Þetta voru mjög alvarleg meiðsli fyrir aðeins 18 ára gamlan leikmann, rauða spjaldið skiptir ekki máli. Tvær eða þrjár vikur, við getum spilað áfram – Harvey getur það ekki. Við munum spila fótbolta án hans en við munum sakna hans þar sem hann er frábær leikmaður.“ Mo Salah var við hlið Harvey Elliott þegar hann var tæklaður í dag.Laurence Griffiths/Getty Images Klopp var spurður út í hvað hann hefði verið að ræða við fjórða dómara leiksins en hann vildi ekki fara út í það. „Við spiluðum mjög vel þangað til Harvey þurfti að fara af velli. Allt liðið var í sjokki og við misstum ryðmann. Það er venjulegt, það er mennskt. Við spiluðum eins vel og hægt er gegn Leeds United, við unnum sanngjarnt.“ „Ég talaði við leikmennina eftir leik, við þurftum að ræða Harvey líka. Leikurinn var spilaður á miklum hraða sem mér líkar vel við svo eflaust fannst mér þessi leikur skemmtilegur.“ Klopp ræddi einnig Mo Salah sem skoraði sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni í dag. „Tölfræðin hans er ótrúleg. Hann er enn hungraður og ég veit ekki hversu mörg met til viðbótar hann getur slegið. Síðan hann gekk til liðs við okkur hefur hann verið hinn fullkomni leikmaður.“ Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Öruggur sigur Liverpool á Elland Road Liverpool vann einkar þægilegan 3-0 sigur á Leeds United er liðin mættust á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 12. september 2021 17:25 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
„Harvey Elliott er á spítala, það er ljóst að um er að ræða slæm ökklameiðsli. Það var eins og hann hefði farið úr lið, læknalið okkar setti hann aftur í lið og hann fann fyrir miklum sársauka. Meira vitum við ekki núna, við verðum að bíða,“ sagði Klopp um meiðsli hins unga Elliott. „Mér gæti ekki verið meira sama hvort það var rautt spjald, það kemur mér ekki við. Þetta voru mjög alvarleg meiðsli fyrir aðeins 18 ára gamlan leikmann, rauða spjaldið skiptir ekki máli. Tvær eða þrjár vikur, við getum spilað áfram – Harvey getur það ekki. Við munum spila fótbolta án hans en við munum sakna hans þar sem hann er frábær leikmaður.“ Mo Salah var við hlið Harvey Elliott þegar hann var tæklaður í dag.Laurence Griffiths/Getty Images Klopp var spurður út í hvað hann hefði verið að ræða við fjórða dómara leiksins en hann vildi ekki fara út í það. „Við spiluðum mjög vel þangað til Harvey þurfti að fara af velli. Allt liðið var í sjokki og við misstum ryðmann. Það er venjulegt, það er mennskt. Við spiluðum eins vel og hægt er gegn Leeds United, við unnum sanngjarnt.“ „Ég talaði við leikmennina eftir leik, við þurftum að ræða Harvey líka. Leikurinn var spilaður á miklum hraða sem mér líkar vel við svo eflaust fannst mér þessi leikur skemmtilegur.“ Klopp ræddi einnig Mo Salah sem skoraði sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni í dag. „Tölfræðin hans er ótrúleg. Hann er enn hungraður og ég veit ekki hversu mörg met til viðbótar hann getur slegið. Síðan hann gekk til liðs við okkur hefur hann verið hinn fullkomni leikmaður.“
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Öruggur sigur Liverpool á Elland Road Liverpool vann einkar þægilegan 3-0 sigur á Leeds United er liðin mættust á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 12. september 2021 17:25 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Öruggur sigur Liverpool á Elland Road Liverpool vann einkar þægilegan 3-0 sigur á Leeds United er liðin mættust á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 12. september 2021 17:25