Styrkja Píeta samtökin til þriggja ára Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2021 12:23 Frá undirritun samningsins. Píeta samtökin og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hafa gert samning um að ríkið styrki starfsemi samtakanna í forvörnum gegn sjálfsvígum. Samningurinn er til þriggja ára og fá Píeta samtökin 25 milljónir króna á ári samkvæmt honum. Áður hafa fjármögnunarsamningar við Píeta samtökin einungis náð til eins árs í senn. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að með þriggja ára samningi geti forsvarsmenn samtakanna skipulagt starfið lengra fram í tímann og eflt það. Þar segir einnig að markmiðið sé að styrkja vinnu Píeta samtakanna gegn sjálfsvígum og þannig fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum á Íslandi. Í áðurnefndri tilkynningu segir að starfsemi samtakanna sé einkum tvíþætt. Annarsvegar felur hún í sér að veita fyrstu hjálp, þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og vera brú í úrræði fyrir aðra. Hins vegar snýr starfsemin að því að vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi og þá meðal annars með því að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar í samfélaginu um orsakir og afleiðingar sjálfsvíga og sjálfsskaða. „Þessi samningur markar tímamót í sögu Píeta samtakanna þar sem félagsmálaráðuneytið veitir starfseminni sýn og viðurkenningu. Nú hefur verið tekið stórt skref í að tryggja ákveðinn stöðugleika í rekstri samtakanna til þriggja ára,“ segir Dr. Sigríður Björk Þormar, formaður stjórnar Píeta, á vef Stjórnarráðsins. „Það er ákveðinn léttir í húsi Píeta í dag á sjálfum alþjóðlegur forvarnardegi sjálfsvíga og við horfum bjartari augum fram á við. Fyrir hönd Píeta samtakanna þökkum við ráðherra og hans fólki einlæglega fyrir þennan mikilvæga samning.“ Ásmundur Einar segir Píeta samtökin ómetanleg og það forvarnarstarf sem þau vinna gríðarlega mikilvægt. „Allt þeirra starf er unnið að samúð og virðingu fyrir þeim sem til þeirra leita og ég er ótrúlega stoltur af þessu samstarfi sem við erum að fara í með samtökunum. Með því að gera samning til þriggja ára geta samtökin skipulagt starfið lengra fram í tímann ásamt því að auka forvarnir og fræðslu, sem þýðir þau geta tekið betur á móti einstaklingum sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða og aðstandendum þeirra.“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Áður hafa fjármögnunarsamningar við Píeta samtökin einungis náð til eins árs í senn. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að með þriggja ára samningi geti forsvarsmenn samtakanna skipulagt starfið lengra fram í tímann og eflt það. Þar segir einnig að markmiðið sé að styrkja vinnu Píeta samtakanna gegn sjálfsvígum og þannig fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum á Íslandi. Í áðurnefndri tilkynningu segir að starfsemi samtakanna sé einkum tvíþætt. Annarsvegar felur hún í sér að veita fyrstu hjálp, þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og vera brú í úrræði fyrir aðra. Hins vegar snýr starfsemin að því að vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi og þá meðal annars með því að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar í samfélaginu um orsakir og afleiðingar sjálfsvíga og sjálfsskaða. „Þessi samningur markar tímamót í sögu Píeta samtakanna þar sem félagsmálaráðuneytið veitir starfseminni sýn og viðurkenningu. Nú hefur verið tekið stórt skref í að tryggja ákveðinn stöðugleika í rekstri samtakanna til þriggja ára,“ segir Dr. Sigríður Björk Þormar, formaður stjórnar Píeta, á vef Stjórnarráðsins. „Það er ákveðinn léttir í húsi Píeta í dag á sjálfum alþjóðlegur forvarnardegi sjálfsvíga og við horfum bjartari augum fram á við. Fyrir hönd Píeta samtakanna þökkum við ráðherra og hans fólki einlæglega fyrir þennan mikilvæga samning.“ Ásmundur Einar segir Píeta samtökin ómetanleg og það forvarnarstarf sem þau vinna gríðarlega mikilvægt. „Allt þeirra starf er unnið að samúð og virðingu fyrir þeim sem til þeirra leita og ég er ótrúlega stoltur af þessu samstarfi sem við erum að fara í með samtökunum. Með því að gera samning til þriggja ára geta samtökin skipulagt starfið lengra fram í tímann ásamt því að auka forvarnir og fræðslu, sem þýðir þau geta tekið betur á móti einstaklingum sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða og aðstandendum þeirra.“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira