Bayern Munchen vann 4-0 sigur á Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir var sem fyrr í byrjunarliði Bayern.
Bayern sem hafði unnið fyrstu tvo leikina samtals 11-0 hélt uppteknum hætti að skora mikið en fá á sig fá sem engin mörk.
Það var Lina Magull sem kom heimastúlkum í Bayern yfir strax á 3. mínútu. Það var svo Lea Schuller sem kom liðinu í 2-0 á 17. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
4 :0 vs. Freiburg!
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 11, 2021
Der Spielbericht zum #DieLiga-Heimsieg: https://t.co/HQrkFbaNR4#MiaSanMia #FCBayern pic.twitter.com/QP8hmUpGtA
Glódís Perla var svo sjálf á ferðinni á 66. mínútu og róðurinn orðinn virkilega þungur fyrir gestina. Lea Schuller bætti svo sínu öðru marki og fjórða marki Bayern rétt fyrir leikslok. 4-0 sigur staðreynd og Bayern er í efsta sæti deildarinnar með níu stig og markatöluna 15-0.