Fór sem skemmtikraftur en snýr aftur til að vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 14:01 Ronaldo kemur inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. Alex Livesey/Getty Images Samfélagsmiðlateymi Manchester United hefur unnið yfirvinnu við að sýna öllum og ömmum þeirra að Cristiano Ronaldo sé mættur aftur á Old Trafford í Manchester. Það þarf vart að segja fótboltaunnendum að Ronaldo sé mættur aftur í raðir Manchester United. Portúgalinn hefur verið einn besti fótboltamaður heims undanfarin ár en margt hefur breyst frá því hann steig fyrst fram á sjónarsviðið haustið 2003. A simply mood @Cristiano #MUFC | #RonaldoReturns pic.twitter.com/o0ifX9vpI0— Manchester United (@ManUtd) September 9, 2021 Aðeins fjórum dögum eftir að hinn 18 ára gamli Ronaldo skrifaði undir hjá Manchester United var hann á bekknum gegn Bolton Wanderers. Hann var á þeim tíma dýrasti táningur í heimi og sýndi af hverju á þeim 30 mínútum sem hann spilaði þann daginn. Staðan var 1-0 Man Utd í vil en Bolton var að færa sig upp á skaftið og Sir Alex Ferguson ákvað því að setja Ronaldo inn á. Portúgalinn ungi setti einfaldlega upp sýningu það sem eftir lifði leiks. „Það var svo erfitt að halda í við hann. Ég var að horfa á fæturna á honum þegar ég hefði átt að vera horfa á boltann. Hann tók þessi skæri og var með allar þessar gabbhreyfingar. Thierry Henry og Ryan Giggs gerðu það sama en ekki á þessum hraða og ekki svona mikið af því. Þetta var endalaust,“ sagði Nicky Hunt, bakvörður Bolton þann daginn - þá 19 ára gamall. „Hann gat notað báða fætur, gat farið til hægri eða vinstri. Það var erfitt að horfa á hann, boltann og mína eigin fætur því maður var við það að detta. Ég spilaði gegn honum fimm eða sex sinnum og átti nokkur skelfileg eftirmiðdegi sem fóru í að reyna elta hann,“ bætti Hunt við. Leik Man Utd og Bolton haustið 2003 lauk með 4-0 sigri Ronaldo og félaga. Ronaldo í leiknum gegn Bolton.Neal Simpson/Getty Images Þegar Ronaldo kom fyrst fram á sjónvarsviðið var hann skemmtikraftur. Hann eyddi miklum tíma í að taka skæri og leika allskyns kúnstir með boltann. Þegar hann skoraði þá voru mörkin oftar en ekki glæsileg. Það hefur nú breyst en Ronaldo er ekki sami skemmtikrafturinn í dag og hefur í raun ekki verið síðan hann fór til Real Madríd. Hans aðalmarkmið er að skora mörk og vinna leiki, það er næg skemmtun fyrir áhorfendur. Hann snýr aftur á Old Trafford sem framherji skorar óstjórnlega mikið af mörkum. Hann snýr ekki aftur sem lunkni vængmaðurinn sem bakverðir hræddust að myndi niðurlægja þá. „Ég er ekki hér til þess að fara í frí. Ég er hér til að vinna aftur, ég og liðsfélagar mínir getum það. Ég er klár í slaginn og ég tel að þetta sé gott tækifæri fyrir mig, stuðningsfólkið og félagið að taka skref fram á við,“ sagði Ronaldo í viðtali við Wes Brown, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Man Utd. Alls hefur Ronaldo skorað 674 mörk fyrir Sporting, Manchester United, Real Madríd og Juventus. Það er spurning hvort mörkin verði orðin 675 eftir leik Man Utd og Newcastle United um helgina. Klippa: Ronaldo er klár í slaginn Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Það þarf vart að segja fótboltaunnendum að Ronaldo sé mættur aftur í raðir Manchester United. Portúgalinn hefur verið einn besti fótboltamaður heims undanfarin ár en margt hefur breyst frá því hann steig fyrst fram á sjónarsviðið haustið 2003. A simply mood @Cristiano #MUFC | #RonaldoReturns pic.twitter.com/o0ifX9vpI0— Manchester United (@ManUtd) September 9, 2021 Aðeins fjórum dögum eftir að hinn 18 ára gamli Ronaldo skrifaði undir hjá Manchester United var hann á bekknum gegn Bolton Wanderers. Hann var á þeim tíma dýrasti táningur í heimi og sýndi af hverju á þeim 30 mínútum sem hann spilaði þann daginn. Staðan var 1-0 Man Utd í vil en Bolton var að færa sig upp á skaftið og Sir Alex Ferguson ákvað því að setja Ronaldo inn á. Portúgalinn ungi setti einfaldlega upp sýningu það sem eftir lifði leiks. „Það var svo erfitt að halda í við hann. Ég var að horfa á fæturna á honum þegar ég hefði átt að vera horfa á boltann. Hann tók þessi skæri og var með allar þessar gabbhreyfingar. Thierry Henry og Ryan Giggs gerðu það sama en ekki á þessum hraða og ekki svona mikið af því. Þetta var endalaust,“ sagði Nicky Hunt, bakvörður Bolton þann daginn - þá 19 ára gamall. „Hann gat notað báða fætur, gat farið til hægri eða vinstri. Það var erfitt að horfa á hann, boltann og mína eigin fætur því maður var við það að detta. Ég spilaði gegn honum fimm eða sex sinnum og átti nokkur skelfileg eftirmiðdegi sem fóru í að reyna elta hann,“ bætti Hunt við. Leik Man Utd og Bolton haustið 2003 lauk með 4-0 sigri Ronaldo og félaga. Ronaldo í leiknum gegn Bolton.Neal Simpson/Getty Images Þegar Ronaldo kom fyrst fram á sjónvarsviðið var hann skemmtikraftur. Hann eyddi miklum tíma í að taka skæri og leika allskyns kúnstir með boltann. Þegar hann skoraði þá voru mörkin oftar en ekki glæsileg. Það hefur nú breyst en Ronaldo er ekki sami skemmtikrafturinn í dag og hefur í raun ekki verið síðan hann fór til Real Madríd. Hans aðalmarkmið er að skora mörk og vinna leiki, það er næg skemmtun fyrir áhorfendur. Hann snýr aftur á Old Trafford sem framherji skorar óstjórnlega mikið af mörkum. Hann snýr ekki aftur sem lunkni vængmaðurinn sem bakverðir hræddust að myndi niðurlægja þá. „Ég er ekki hér til þess að fara í frí. Ég er hér til að vinna aftur, ég og liðsfélagar mínir getum það. Ég er klár í slaginn og ég tel að þetta sé gott tækifæri fyrir mig, stuðningsfólkið og félagið að taka skref fram á við,“ sagði Ronaldo í viðtali við Wes Brown, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Man Utd. Alls hefur Ronaldo skorað 674 mörk fyrir Sporting, Manchester United, Real Madríd og Juventus. Það er spurning hvort mörkin verði orðin 675 eftir leik Man Utd og Newcastle United um helgina. Klippa: Ronaldo er klár í slaginn
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira