Afturelding fylgir deildarmeisturum KR í efstu deild | ÍA og Grótta fallin Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 21:11 KR varð Lengjudeildarmeistari í kvöld og felldi Gróttu í 2. deild. Vísir/Hulda Margrét KR varð í kvöld Lengjudeildarmeistari kvenna í fótbolta eftir 3-0 sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, sem jafnframt felldi granna þeirra í 2. deild. Afturelding vann hreinan úrslitaleik gegn FH um sæti í efstu deild. Spennan var mikil bæði á toppi og botni Lengjudeildarinnar fyrir kvöldið. KR var á toppi deildarinnar með 39 stig, tveimur á undan Aftureldingu í öðru sæti og þremur á undan FH í því þriðja. KR hafði tryggt sæti sitt í efstu deild þar sem síðarnefndu félögin tvö mættust innbyrðis í hreinum úrslitaleik um að fylgja Vesturbæingum upp. Ljóst var að Aftureldingu dugði jafntefli til að fara upp en liðið tók á móti FH í spennuþrungnum leik í Mosfellsbæ. Markalaust var í leikhléi og allt fram á 69. mínútu. Sigrún Gunndís Harðardóttir kom Aftureldingu þá yfir og við það opnuðust flóðgáttir. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir bætti við tveimur mörkum á 74. og 78. mínútu. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir innsiglaði svo 4-0 sigur Aftureldingar, og jafnframt gullskó sinn, með 23. marki sínu í sumar á 84. mínútu. Afturelding mun því leika í Pepsi Max-deild kvenna að ári á kostnað FH. Hafnfirðingar sitja eftir í Lengjudeildinni og tókst ekki að komast upp í fyrstu tilraun eftir fall úr Pepsi Max-deildinni í fyrra. Það tókst hins vegar KR sem dugði sigur á grönnum sínum Gróttu á Seltjarnarnesi til að tryggja sér deildartitilinn. Kathleen Pingel skoraði tvö mörk fyrir þær svarthvítu í fyrri hálfleik til að veita liðinu 2-0 forystu í hléi. Aideen Keane innsiglaði 3-0 sigur KR kvenna tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Tap Gróttu þýddi mikla hættu á falli en alls gátu fjögur lið fallið fyrir lokaumferðina í kvöld. Hetjuleg endurkoma Skagakvenna dugði ekki til - Grótta með þeim niður ÍA og Augnablik voru neðst í deildinni með 14 stig en voru aðeins tveimur stigum frá HK og Gróttu sem voru þar fyrir ofan með 16 stig. Sigur botnliðanna var líklegt til að halda þeim uppi. ÍA gerði 3-3 jafntefli við Hauka í Hafnarfirði og féll því úr deildinni. Haukakonur komust 3-0 en Skagakonur náðu ekki að fullkomna frábæra endurkomu sína með sigurmarki. Þær höfnuðu því í botnsæti deildarinnar með 15 stig. Augnablik mætti HK í Kórnum og ljóst að sigur myndi duga Augnabliki til að halda sér uppi. Það myndi þá velta á markatölu hvort HK eða Grótta færi niður fyrst að Gróttukonur töpuðu fyrir KR. Augnablik vann 2-0 sigur í Kópavogsslagnum í Kórnum og bjargaði sér þannig frá falli. Stærð sigursins hefði þurft að vera meiri til að fella granna þeirra í leiðinni en Grótta var með tveimur mörkum lakari markatölu en HK og fylgdi ÍA því niður í 2. deild. Víkingskonur unnu 1-0 sigur á Grindavík og hafnaði Víkingur í fjórða sæti með 31 stig, fimm á eftir FH í því þriðja. Grindavík lauk keppni með 17 stig, líkt og Augnablik, í 6.-7. sæti. Lengjudeild kvenna KR Afturelding ÍA Grótta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Spennan var mikil bæði á toppi og botni Lengjudeildarinnar fyrir kvöldið. KR var á toppi deildarinnar með 39 stig, tveimur á undan Aftureldingu í öðru sæti og þremur á undan FH í því þriðja. KR hafði tryggt sæti sitt í efstu deild þar sem síðarnefndu félögin tvö mættust innbyrðis í hreinum úrslitaleik um að fylgja Vesturbæingum upp. Ljóst var að Aftureldingu dugði jafntefli til að fara upp en liðið tók á móti FH í spennuþrungnum leik í Mosfellsbæ. Markalaust var í leikhléi og allt fram á 69. mínútu. Sigrún Gunndís Harðardóttir kom Aftureldingu þá yfir og við það opnuðust flóðgáttir. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir bætti við tveimur mörkum á 74. og 78. mínútu. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir innsiglaði svo 4-0 sigur Aftureldingar, og jafnframt gullskó sinn, með 23. marki sínu í sumar á 84. mínútu. Afturelding mun því leika í Pepsi Max-deild kvenna að ári á kostnað FH. Hafnfirðingar sitja eftir í Lengjudeildinni og tókst ekki að komast upp í fyrstu tilraun eftir fall úr Pepsi Max-deildinni í fyrra. Það tókst hins vegar KR sem dugði sigur á grönnum sínum Gróttu á Seltjarnarnesi til að tryggja sér deildartitilinn. Kathleen Pingel skoraði tvö mörk fyrir þær svarthvítu í fyrri hálfleik til að veita liðinu 2-0 forystu í hléi. Aideen Keane innsiglaði 3-0 sigur KR kvenna tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Tap Gróttu þýddi mikla hættu á falli en alls gátu fjögur lið fallið fyrir lokaumferðina í kvöld. Hetjuleg endurkoma Skagakvenna dugði ekki til - Grótta með þeim niður ÍA og Augnablik voru neðst í deildinni með 14 stig en voru aðeins tveimur stigum frá HK og Gróttu sem voru þar fyrir ofan með 16 stig. Sigur botnliðanna var líklegt til að halda þeim uppi. ÍA gerði 3-3 jafntefli við Hauka í Hafnarfirði og féll því úr deildinni. Haukakonur komust 3-0 en Skagakonur náðu ekki að fullkomna frábæra endurkomu sína með sigurmarki. Þær höfnuðu því í botnsæti deildarinnar með 15 stig. Augnablik mætti HK í Kórnum og ljóst að sigur myndi duga Augnabliki til að halda sér uppi. Það myndi þá velta á markatölu hvort HK eða Grótta færi niður fyrst að Gróttukonur töpuðu fyrir KR. Augnablik vann 2-0 sigur í Kópavogsslagnum í Kórnum og bjargaði sér þannig frá falli. Stærð sigursins hefði þurft að vera meiri til að fella granna þeirra í leiðinni en Grótta var með tveimur mörkum lakari markatölu en HK og fylgdi ÍA því niður í 2. deild. Víkingskonur unnu 1-0 sigur á Grindavík og hafnaði Víkingur í fjórða sæti með 31 stig, fimm á eftir FH í því þriðja. Grindavík lauk keppni með 17 stig, líkt og Augnablik, í 6.-7. sæti.
Lengjudeild kvenna KR Afturelding ÍA Grótta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira