Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. september 2021 20:00 Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Þórhildar Gyðu. Vísir/Egill Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. Þórhildur Gyða kærði Kolbein fyrir ofbeldi árið 2017 áður en fallið var frá kæru eftir að hann greiddi henni miskabætur. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti á sunnudag gögn úr yfirheyrslu yfir Þórhildi. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Þórhildar segir birtinguna afar óvenjulega og skoðar nú hvort kæra eigi Sigurð til lögreglu. „Hvort að þetta sé brot gegn persónuverndarlögum, almennum hegningarlögum eða einhverjum öðrum lögum eða reglum,“ segir Gunnar. Eina leiðin gallað kerfi Gunnar bendir á að í umræðu síðustu daga hafi konur sem stigið hafa fram og sagt frá ofbeldi verið rengdar, einkum á grundvelli þess að þær hafi ekki farið með mál sín gegnum réttarvörslukerfið og dómstóla. Mál Þórhildar sýni að þetta kerfi hafi brugðist. Og af þessu hefur Gunnar verulegar áhyggjur. „Í máli þar sem kona kærir og gerandinn hefur gengist við háttseminni og greitt bætur, að það sé farið að birta gögn í málinu í því skyni að gera lítið úr henni og ekki bara það heldur er verið að drusluskamma hana í leiðinni.“ Þá vísar Gunnar til þess að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafi „líkað við“ og deilt færslu Sigurðar þar sem gögnin voru birt. Umbjóðandi hans sé miður sín vegna málsins. „Þetta er kerfið sem konum er sagt að sé eina leiðin sem þær verða að fara í svona málum.“ En er fordæmi fyrir því að lögmenn hafi þurft að sæta viðurlögum fyrir eitthvað sambærilegt? Gunnar vísar þar til prófessorsmálsins svokallaða, þar sem hæstaréttarlögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson átti í hlut. „Því máli lauk með því að þessi lögmaður fékk úrskurð frá úrskurðarnefnd lögmanna að hans framganga í málinu samræmdist ekki góðum lögmannsháttum.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Þórhildur Gyða kærði Kolbein fyrir ofbeldi árið 2017 áður en fallið var frá kæru eftir að hann greiddi henni miskabætur. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti á sunnudag gögn úr yfirheyrslu yfir Þórhildi. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Þórhildar segir birtinguna afar óvenjulega og skoðar nú hvort kæra eigi Sigurð til lögreglu. „Hvort að þetta sé brot gegn persónuverndarlögum, almennum hegningarlögum eða einhverjum öðrum lögum eða reglum,“ segir Gunnar. Eina leiðin gallað kerfi Gunnar bendir á að í umræðu síðustu daga hafi konur sem stigið hafa fram og sagt frá ofbeldi verið rengdar, einkum á grundvelli þess að þær hafi ekki farið með mál sín gegnum réttarvörslukerfið og dómstóla. Mál Þórhildar sýni að þetta kerfi hafi brugðist. Og af þessu hefur Gunnar verulegar áhyggjur. „Í máli þar sem kona kærir og gerandinn hefur gengist við háttseminni og greitt bætur, að það sé farið að birta gögn í málinu í því skyni að gera lítið úr henni og ekki bara það heldur er verið að drusluskamma hana í leiðinni.“ Þá vísar Gunnar til þess að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafi „líkað við“ og deilt færslu Sigurðar þar sem gögnin voru birt. Umbjóðandi hans sé miður sín vegna málsins. „Þetta er kerfið sem konum er sagt að sé eina leiðin sem þær verða að fara í svona málum.“ En er fordæmi fyrir því að lögmenn hafi þurft að sæta viðurlögum fyrir eitthvað sambærilegt? Gunnar vísar þar til prófessorsmálsins svokallaða, þar sem hæstaréttarlögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson átti í hlut. „Því máli lauk með því að þessi lögmaður fékk úrskurð frá úrskurðarnefnd lögmanna að hans framganga í málinu samræmdist ekki góðum lögmannsháttum.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01
Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56