Óljóst hvernig fólk í sóttkví og einangrun fær að kjósa Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 16:18 Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Ekki er búið að útfæra hvernig fólki í sóttkví og einangrun verður gert kleift að kjósa í komandi alþingiskosningum. Til stendur að sérstök Covid-kosning hefjist fimm dögum fyrir kjördag sem fer fram 25. september. „Þetta liggur ekki alveg fyrir og allir sýslumenn eru að vinna í þessu með dómsmálaráðuneytinu. Þetta er bara allt á fullri ferð,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Von er á reglugerð á næstu dögum sem útlistar hvernig sá hluti kosningarinnar fer fram. Annars vegar um er að ræða sérstaka kosningu fyrir fólk í sóttkví og hins vegar svokallaða Covid-kosningu fyrir einstaklinga með staðfesta sýkingu. Líklega með svipuðu sniði og í fyrra Venju samkvæmt geta þeir sem eru fastir heima sótt um að fá að kjósa í heimahúsi en áhersla verður lögð á að fólk í einangrun greiði atkvæði með öðrum hætti. „Við munum reyna að hafa það þannig að það verði sem minnst um heimakosningu en það verði útbúin aðstaða fyrir þá sem eru í sóttkví og einangrun að kjósa,“ segir Sigríður. Verður fyrirkomulagið líklega með svipuðu sniði og í forsetakosningunum í fyrra þegar fólk gat greitt atkvæði á bílaplani við skrifstofur sýslumanns án þess að fara út úr bifreiðum sínum. Sigríður segir að þó sé enn verið að vinna að útfærslu aðstöðunnar og það komi til með að skýrast þegar reglugerðin verði birt. Þó sé ólíklegt að fólk í sóttkví og einangrun þurfi að sækja sérstaklega um að fá að kjósa úr bifreið sinni. „Það er verið að vinna að reglugerðinni og reyna að hnýta alla lausa enda. Ég á fastlega von á því að þeirri vinnu verði lokið í lok þessarar viku eða byrjun næstu,“ segir Sigríður. Fleiri kosið utan kjörfundar en áður Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir hjá sýslumannsembættum frá 13. ágúst og hafa nú fleiri kosið utan kjörfundar en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar árið 2017. 23. ágúst voru svo opnir kjörstaðir í Smáralind og Kringlunni sem eru opnir frá 10 til 22 alla daga. Sigríður segir að ákveðið hafi verið að lengja opnunartímann þetta árið í ljósi faraldursins og reyna að dreifa álaginu. Það hafi tekist vel og engar biðraðir myndast við kjörstaðina. Þó finni starfsmenn fyrir aukningu eftir því sem nær dregur kjördegi. Framboðsfrestur rennur út í hádeginu á morgun og eftir yfirferð landskjörstjórnar liggur endanlega fyrir hverjir eru í framboði. Sigríður reiknar með því að kjörsókn aukist enn frekar í kjölfarið. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
„Þetta liggur ekki alveg fyrir og allir sýslumenn eru að vinna í þessu með dómsmálaráðuneytinu. Þetta er bara allt á fullri ferð,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Von er á reglugerð á næstu dögum sem útlistar hvernig sá hluti kosningarinnar fer fram. Annars vegar um er að ræða sérstaka kosningu fyrir fólk í sóttkví og hins vegar svokallaða Covid-kosningu fyrir einstaklinga með staðfesta sýkingu. Líklega með svipuðu sniði og í fyrra Venju samkvæmt geta þeir sem eru fastir heima sótt um að fá að kjósa í heimahúsi en áhersla verður lögð á að fólk í einangrun greiði atkvæði með öðrum hætti. „Við munum reyna að hafa það þannig að það verði sem minnst um heimakosningu en það verði útbúin aðstaða fyrir þá sem eru í sóttkví og einangrun að kjósa,“ segir Sigríður. Verður fyrirkomulagið líklega með svipuðu sniði og í forsetakosningunum í fyrra þegar fólk gat greitt atkvæði á bílaplani við skrifstofur sýslumanns án þess að fara út úr bifreiðum sínum. Sigríður segir að þó sé enn verið að vinna að útfærslu aðstöðunnar og það komi til með að skýrast þegar reglugerðin verði birt. Þó sé ólíklegt að fólk í sóttkví og einangrun þurfi að sækja sérstaklega um að fá að kjósa úr bifreið sinni. „Það er verið að vinna að reglugerðinni og reyna að hnýta alla lausa enda. Ég á fastlega von á því að þeirri vinnu verði lokið í lok þessarar viku eða byrjun næstu,“ segir Sigríður. Fleiri kosið utan kjörfundar en áður Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir hjá sýslumannsembættum frá 13. ágúst og hafa nú fleiri kosið utan kjörfundar en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar árið 2017. 23. ágúst voru svo opnir kjörstaðir í Smáralind og Kringlunni sem eru opnir frá 10 til 22 alla daga. Sigríður segir að ákveðið hafi verið að lengja opnunartímann þetta árið í ljósi faraldursins og reyna að dreifa álaginu. Það hafi tekist vel og engar biðraðir myndast við kjörstaðina. Þó finni starfsmenn fyrir aukningu eftir því sem nær dregur kjördegi. Framboðsfrestur rennur út í hádeginu á morgun og eftir yfirferð landskjörstjórnar liggur endanlega fyrir hverjir eru í framboði. Sigríður reiknar með því að kjörsókn aukist enn frekar í kjölfarið.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42