Óljóst hvernig fólk í sóttkví og einangrun fær að kjósa Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 16:18 Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Ekki er búið að útfæra hvernig fólki í sóttkví og einangrun verður gert kleift að kjósa í komandi alþingiskosningum. Til stendur að sérstök Covid-kosning hefjist fimm dögum fyrir kjördag sem fer fram 25. september. „Þetta liggur ekki alveg fyrir og allir sýslumenn eru að vinna í þessu með dómsmálaráðuneytinu. Þetta er bara allt á fullri ferð,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Von er á reglugerð á næstu dögum sem útlistar hvernig sá hluti kosningarinnar fer fram. Annars vegar um er að ræða sérstaka kosningu fyrir fólk í sóttkví og hins vegar svokallaða Covid-kosningu fyrir einstaklinga með staðfesta sýkingu. Líklega með svipuðu sniði og í fyrra Venju samkvæmt geta þeir sem eru fastir heima sótt um að fá að kjósa í heimahúsi en áhersla verður lögð á að fólk í einangrun greiði atkvæði með öðrum hætti. „Við munum reyna að hafa það þannig að það verði sem minnst um heimakosningu en það verði útbúin aðstaða fyrir þá sem eru í sóttkví og einangrun að kjósa,“ segir Sigríður. Verður fyrirkomulagið líklega með svipuðu sniði og í forsetakosningunum í fyrra þegar fólk gat greitt atkvæði á bílaplani við skrifstofur sýslumanns án þess að fara út úr bifreiðum sínum. Sigríður segir að þó sé enn verið að vinna að útfærslu aðstöðunnar og það komi til með að skýrast þegar reglugerðin verði birt. Þó sé ólíklegt að fólk í sóttkví og einangrun þurfi að sækja sérstaklega um að fá að kjósa úr bifreið sinni. „Það er verið að vinna að reglugerðinni og reyna að hnýta alla lausa enda. Ég á fastlega von á því að þeirri vinnu verði lokið í lok þessarar viku eða byrjun næstu,“ segir Sigríður. Fleiri kosið utan kjörfundar en áður Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir hjá sýslumannsembættum frá 13. ágúst og hafa nú fleiri kosið utan kjörfundar en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar árið 2017. 23. ágúst voru svo opnir kjörstaðir í Smáralind og Kringlunni sem eru opnir frá 10 til 22 alla daga. Sigríður segir að ákveðið hafi verið að lengja opnunartímann þetta árið í ljósi faraldursins og reyna að dreifa álaginu. Það hafi tekist vel og engar biðraðir myndast við kjörstaðina. Þó finni starfsmenn fyrir aukningu eftir því sem nær dregur kjördegi. Framboðsfrestur rennur út í hádeginu á morgun og eftir yfirferð landskjörstjórnar liggur endanlega fyrir hverjir eru í framboði. Sigríður reiknar með því að kjörsókn aukist enn frekar í kjölfarið. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Þetta liggur ekki alveg fyrir og allir sýslumenn eru að vinna í þessu með dómsmálaráðuneytinu. Þetta er bara allt á fullri ferð,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Von er á reglugerð á næstu dögum sem útlistar hvernig sá hluti kosningarinnar fer fram. Annars vegar um er að ræða sérstaka kosningu fyrir fólk í sóttkví og hins vegar svokallaða Covid-kosningu fyrir einstaklinga með staðfesta sýkingu. Líklega með svipuðu sniði og í fyrra Venju samkvæmt geta þeir sem eru fastir heima sótt um að fá að kjósa í heimahúsi en áhersla verður lögð á að fólk í einangrun greiði atkvæði með öðrum hætti. „Við munum reyna að hafa það þannig að það verði sem minnst um heimakosningu en það verði útbúin aðstaða fyrir þá sem eru í sóttkví og einangrun að kjósa,“ segir Sigríður. Verður fyrirkomulagið líklega með svipuðu sniði og í forsetakosningunum í fyrra þegar fólk gat greitt atkvæði á bílaplani við skrifstofur sýslumanns án þess að fara út úr bifreiðum sínum. Sigríður segir að þó sé enn verið að vinna að útfærslu aðstöðunnar og það komi til með að skýrast þegar reglugerðin verði birt. Þó sé ólíklegt að fólk í sóttkví og einangrun þurfi að sækja sérstaklega um að fá að kjósa úr bifreið sinni. „Það er verið að vinna að reglugerðinni og reyna að hnýta alla lausa enda. Ég á fastlega von á því að þeirri vinnu verði lokið í lok þessarar viku eða byrjun næstu,“ segir Sigríður. Fleiri kosið utan kjörfundar en áður Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir hjá sýslumannsembættum frá 13. ágúst og hafa nú fleiri kosið utan kjörfundar en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar árið 2017. 23. ágúst voru svo opnir kjörstaðir í Smáralind og Kringlunni sem eru opnir frá 10 til 22 alla daga. Sigríður segir að ákveðið hafi verið að lengja opnunartímann þetta árið í ljósi faraldursins og reyna að dreifa álaginu. Það hafi tekist vel og engar biðraðir myndast við kjörstaðina. Þó finni starfsmenn fyrir aukningu eftir því sem nær dregur kjördegi. Framboðsfrestur rennur út í hádeginu á morgun og eftir yfirferð landskjörstjórnar liggur endanlega fyrir hverjir eru í framboði. Sigríður reiknar með því að kjörsókn aukist enn frekar í kjölfarið.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42